bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=44804
Page 1 of 2

Author:  JoeJoe [ Sun 16. May 2010 18:24 ]
Post subject:  SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Ég hef ákveðið að setja þetta kvikindi á sölu. Um er að ræða 95 árgerð af 540 touring, 6 gíra beinskiptur. Þar sem að enn er uppi ýtarlegur sölupóstur um þennan bíl þá ætla ég einfaldlega að gefa link á hann, þar má sjá myndir sem teknar voru um vorið 2009.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=36639&hilit=540+6+g%C3%ADra

Ég kaupi bílinn í apríl 2009 og er á honum þar til í ágúst, sama ár, þegar ég legg honum inn í skúr. Þar hefur hann verið yfir veturinn að bíða eftir sumrinu. Áður en hann var settur í geymslu var rafgeymirinn aftengdur og skipt um olíu á honum. Svo bíllinn er í góðu standi eftir veturinn.

Ég vill minnast á eftirfarandi hluti:

Bíllinn er ekki á númerum og óskoðaður.
Dekkin eru mjög léleg undir honum (er á tveimur stálfelgum).
Topplúgan lekur smávegis.
Vantar einn tengilinn í skynjara í aðra pústgreinina fyrir miðjum bílnum.
Bíllinn er staðsettur á Siglufirði og kaupandi þarf að sækja hann þangað.


Ef ykkur vantar meiri upplýsingar sendið mér þá endilega póst eða bjallið í 8470765

Verðið er 400.000kr

Ath er ekki að leitast eftir skiptum, aðeins bein kaup koma til greina.
Bíllinn er ekki með xeon eins og í gömlu auglýsingunni. Aðeins venjulegur ljósabúnaður.

Author:  SUBARUWRX [ Sun 16. May 2010 20:08 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

...

Author:  Fatandre [ Sun 16. May 2010 20:23 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

Var ekki eithvað að kassanum í honum?

Author:  agustingig [ Sun 16. May 2010 20:27 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

Fatandre wrote:
Var ekki eithvað að kassanum í honum?




Quote:
Það helsta sem er að bílnum er bakkgírinn. Að sögn Bjarka er eitthvað fóðringa eða skiptistanga vesen í gírkassa þannig að hann detur stundum úr bakkgír, lét kíkja á þetta á BMW verkstæði hér og þeir sögðu að það væri ekkert að kassanum sjálfum.
Það er hægt að aka bílnum, maður verður bara að fara ofsalega varlega í bakkgírnum, bakka löturhægt til að hann hrökkvi ekki úr gír.

Author:  tolliii [ Sun 16. May 2010 21:14 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

Allavega ALLT fyrir þennan pening :thup:

Author:  SUBARUWRX [ Sun 16. May 2010 22:00 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

veit þu segir engin skipti en sakar ekki bjoða

skipti á 325 e36 + varahlutabíll

Author:  JoeJoe [ Mon 17. May 2010 12:16 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit*

SUBARUWRX wrote:
veit þu segir engin skipti en sakar ekki bjoða

skipti á 325 e36 + varahlutabíll


vill helst fá tilboð send í pm, en nei eins og ég sagði þá er ég ekki að leita að skiptum

Author:  JoeJoe [ Thu 20. May 2010 11:04 ]
Post subject:  Re: e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Vildi benda á smá villu í sölupóstinum hjá mér, skynjarinn er í en tengillinn er slitinn af. Sem sagt það er ekkert op á pústgreininni.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 11. Jul 2010 13:30 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

hver á þennan í dag?

Author:  birkire [ Sun 11. Jul 2010 13:57 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

John Rogers wrote:
hver á þennan í dag?

adam spólari á AK

Author:  Big Below [ Thu 13. Oct 2011 14:47 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

birkire wrote:
John Rogers wrote:
hver á þennan í dag?

adam spólari á AK

veit að þetta er svakalega gamall þráður en á þessi adam þennan bíl í dag ennþá??? er hægt að ná sambandi við hann eða eignadann af þessum bíl?

Author:  gunnar [ Thu 13. Oct 2011 14:56 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Þessi bíll hefur tekið tja,,, drastískum breytingum upp á síðkastið.

Author:  UnnarÓ [ Thu 13. Oct 2011 15:01 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Ekki alveg sama glæsikerran og þetta var

Image

Image

Author:  Axel Jóhann [ Thu 13. Oct 2011 15:23 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Væl er þetta í ykkur, þetta er nú bara gamall fúll BMW. :lol:

Author:  Jón Ragnar [ Thu 13. Oct 2011 15:30 ]
Post subject:  Re: SELDUR e34 540i touring, BEINSKIPTUR, til sölu *edit 3*

Það má alveg púsla þessu drasli aftur á hann :mrgreen:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/