bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ< SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=44734
Page 1 of 3

Author:  Hallipals [ Wed 12. May 2010 21:40 ]
Post subject:  BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ< SELDUR

Sælir meðlimir, ætla að leyfa þessu tryllitæki að hanga hérna inná kraftinum.

Tegund: BMW M5 e39
Árgerð: 1999
Ekinn: 131 þús km
Litur: Ljósblár
Innfluttur frá Þýskalandi 2006 og 3 eigendur á Íslandi

Vel búinn með öllu þessu helsta, leður, rafmagn og minni í sætum, speglum og stýri, rafmagn í rúðum, TV, navi og aksturstölva, magasín, 2falt gler, nálægðaskynjarar, xenon ljós o.fl

Bíllinn er ekki með topplúgu!

Ný míkróskorin Hankook heilsársdekk
Nýleg kúpling
Nýsmurður og þjónustaður hjá Tækiþjónustu Bifreiða (11.5.2010)

Bíllinn þarfnast smá aðhlynningar:
-Knastásskynjarar á útás
-Bremsuklossar farnir að þynnast
-Felgur flagnaðar að aftan
-Stuðari brotinn lítillega að framanverðu
-Útihitamæli vantar
-Stafir í mælaborði eru ógreinilegir


Fyrir utan ofantöld atriði er bíllinn mjög þéttur og góður. Fyrir lítinn pening getur þessi bíll orðið vikilega eigulegur. Ég lét skipta um drifskapt og drifskaptsupphengju fyrir c.a mánuði. Ég er að fara í skóla í haust og á ekki efni á að reka hann á meðan en ef hann selst ekki núna á næstunni þá geri ég hann smá saman góðan í sumar og sel hann þá á hærra verði í haust. Ég fékk tilboð í viðgerðina á stuðaranum hjá plastviðgerðum grétars í kópavogi uppá 15 þús og svo þarf að sprauta hann. Knastásskynjararnir kosta að mér skilst um 40-50 þús hjá umboði. Svo skilst mer að duft.is geti gert felgurnar eins og nýjar fyrir c.a 40 þús. Þá eru menn komnir með vikrilega flottann M5 í hendurnar.


Eftir að ég núllaði eyðslumælinn er hann búinn að vera að eyða hjá mér innanbæjar c.a 15-16 l/100 (eðalbílar segja að eyðslan minnki eftir að skipt hefur verið um knastásskynjara). Ég keyrði á bifröst á honum og til baka til Reykjavíkur, hann var að eyða 11 l/100 hjá mér.


Á bílnum getur fylgt lán frá lýsingu kr.425 þús afb.75 þús, stutt lán c.a 6 mánuðir eftir og lækkar höfuðstóllinn eftir hverja afborgun, erfitt að fá svona lán í dag.
Bíllinn fæst eins og hann er á 1.550 þús kr stgr! (óumsemjanlegt) Svona bílar í 100% lagi eru að fara talsvert yfir 2 milljónir


Ég er til í að skoða skipti en þá er verðið 1.990 þús

Fyrir áhugasama er síminn hjá mér 8475150 eða email haraldurrafn@gmail.com
Ég vinn mikið á nóttunni og best er að ná í mig seinnipartinn eða á kvöldin og að sjálfsögðu hérna inná kraftinum.

Myndir af bílnum:

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us

Image

Uploaded with ImageShack.us

Author:  Skúli [ Wed 12. May 2010 23:11 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

Þú manst eftir wrxinum mínum ;) Hann er kominn á ný dekk, rafgeymi og map frá gumma303 síðan ég talaði við þig síðast ;)

Author:  T-bone [ Thu 13. May 2010 00:36 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

Skúli wrote:
Þú manst eftir wrxinum mínum ;) Hann er kominn á ný dekk, rafgeymi og map frá gumma303 síðan ég talaði við þig síðast ;)


Hvað kemur það sölunni hans við?

Author:  ///MR HUNG [ Thu 13. May 2010 00:42 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

T-bone wrote:
Skúli wrote:
Þú manst eftir wrxinum mínum ;) Hann er kominn á ný dekk, rafgeymi og map frá gumma303 síðan ég talaði við þig síðast ;)


Hvað kemur það sölunni hans við?

Hvað kemur þér það við :roll:

Author:  SteiniDJ [ Thu 13. May 2010 01:48 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

Þetta er hlægilegt verð.

Djöfull er ég að verða áttaviltur með bílakaupin mín. :lol:

Author:  iar [ Thu 13. May 2010 07:03 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

T-bone wrote:
Skúli wrote:
Þú manst eftir wrxinum mínum ;) Hann er kominn á ný dekk, rafgeymi og map frá gumma303 síðan ég talaði við þig síðast ;)


Hvað kemur það sölunni hans við?


Hallipals wrote:
Ég er til í að skoða skipti

Author:  íbbi_ [ Thu 13. May 2010 12:03 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

flott verð.. væri alveg til í þennan í skúrinn

Author:  Hallipals [ Thu 13. May 2010 22:01 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >rugl-verð<

Mikið verið að bjóða skipti.. vill taka það fram að skiptiverð er ekki 1.550 þús. Ég væri til í að skoða skipti á diesel fólksbíl, BMW væri ekki verra. Annars er bein sala auðvitað efst á óskalistanum!

Author:  Ída [ Sun 16. May 2010 22:55 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

Virkilega fallegur!

Author:  garnett91 [ Mon 17. May 2010 00:14 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

mjög flottur bíll á mjög góðu verði ef ég ætti pening væri ég ekki lengi að stökkva á þennan :thup:

Author:  Budapestboy [ Thu 20. May 2010 22:27 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

Er þessi enþá óseldur??

Author:  Alpina [ Fri 21. May 2010 08:24 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

garnett91 wrote:
mjög flottur bíll á mjög góðu verði ef ég ætti pening væri ég ekki lengi að stökkva á þennan :thup:


Án þess að efa ummæli þín

þá hafa margir látið slíkt um adamseplið fara,, en eigi orðið M5 eigendur né annað úr BMW flórunni

Author:  Hallipals [ Fri 21. May 2010 17:15 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

Budapestboy wrote:
Er þessi enþá óseldur??


Jebb hann stendur ennþá í hlaðinu.. Ég hélt að hann yrði ekki lengi að fara á þessu verði en það virðist vera að menn séu eitthvað hræddir við að kaupa bíla á of góðum verðum :wink:

Author:  dabbiso0 [ Fri 21. May 2010 19:18 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

Hallipals wrote:
Budapestboy wrote:
Er þessi enþá óseldur??


Jebb hann stendur ennþá í hlaðinu.. Ég hélt að hann yrði ekki lengi að fara á þessu verði en það virðist vera að menn séu eitthvað hræddir við að kaupa bíla á of góðum verðum :wink:

hehe, það er einhver sjúkdómur í gangi :thup:

Author:  Hallipals [ Wed 26. May 2010 21:11 ]
Post subject:  Re: BMW M5 e39 1999 ek.131 þús >RUGL-VERÐ<

Skoða skipti á breyttum jeppa t.d hilux á svipuðu verði eða ódýrari og eins öll önnur raunhæf skipti :)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/