bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 09:34

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 16. May 2010 00:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
BMW 320ci
2001
Cosmos Schwarz Metallic
Aflgjafi: Bensín
1991cc - 148 hestöfl - 190 @ 3500
Skipting: Beinskipting
Ekinn 102.000 km.

Búnaður:

  • Loftkæling
  • Rafstýrð miðstöð
  • Aðgerðastýri
  • Cruise control
  • Rafstýrðar rúður
  • Rafstýrðir speglar
  • BMW Business útvarp
  • Kasettuspilari
  • 6 diska geisladiska magasín
  • Spólvörn
  • Þokuljós
  • Projector framljós
  • OEM Xenon

Og eitthvað sem ég er sennilegast að gleyma

Ástand:

Bíllinn er í góðu ástandi. Nýbúið að sprauta skottlok, afturstuðara, sílsa og einnig er nýr M3 stuðari (þó ekki OEM).

Bíllinn fer aftur í sprautuklefann í næstu viku og þá verður húddið og frambrettin sprautuð. Það mætti massa bílinn, svolítið swirlaður á vissum stöðum. Hann hefur verið bónaður með Dodo Juice og ég hef alltaf notað aðferðir til að koma í veg fyrir rispur við þvott. Það gerir víst lítið gagn þegar bíllinn er swirlaður nú þegar. :lol:

Ég hef alltaf ráðist í allt viðhald um leið og þess gerist þörf. Það helsta á listanum er að skipt var um drif fyrir ca. 6000km og var þá fengið drif úr 325ci (að ég held, gæti hafa verið 323ci, ekki viss) og hlutfallið á því er 3.38.

Vandamálin sem hrjá hann eins og er eru fá.

Stefnuljósin að aftan eru leiðinleg en ætti ekki að vera erfitt að laga það. Sumar perurnar eru óvirkar og ég er ansi viss að það þurfi að lóða viðeigandi vír betur.

Þarf að skipta um þokuljósaperu.

Það verður ráðist á þetta á næstu dögum og bíllinn er að auki á leið í skoðun.

Frekari upplýsingar:

Ég hef átt bílinn í tvö ár og á þeim tíma hef ég verið að bæta við hann.

Hér er hluti af þeim breytingum:

  • Facelift LED afturljós frá Eagle Eyes.
  • Predator Orion V2 í sama styrk og xenonið
  • M Gírhnúi
  • M lip spoiler
  • M stuðari

Undir bílnum eru 18" AC Schnitzer sem fara honum ansi vel. Hugsa að þetta séu replicur, en þori ekki að fara með það.

Image

Image

Image

Image
Athugið að myndirnar eru misgamlar og endurspegla ekki alltaf núverandi útlit bílsins

Er ekki mjög heitur fyrir skiptum, en hef áhuga á 545i og M5. Ykkur er þó að sjálfsögðu velkomið að hafa samband ef þið hafið eitthvað sérstakt/sambærilegt í huga en vil benda á að öfgalánadílar eru ekki á kortinu.

Verð: 1.800.000 kr.
Ekkert áhvílandi.

Hafið samband við mig í síma 823-2490, á kraftinum eða í gegnum steinidj@gmail.com.

- SteiniDJ

_________________
Image


Last edited by SteiniDJ on Sat 29. May 2010 01:27, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Sun 16. May 2010 07:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 03. Jun 2009 00:57
Posts: 605
Ótrúlega flottur e46 hjá þér Steini , gangi þér vel með söluna og vonandi fer hann í góðar hendur :D

_________________
Image
BMW e30 318is 89' Diamond Schwarz Metallic
BMW e46 318i 02' Daily Seldur
BMW e36 328i 95' Lemans Blue 17" Ac Schnitzer Seldur
BMW e34 525ix Touring 93' Seldur
BMW e46 318ci 00' Seldur
BMW e46 318i 00' Seldur
VW Golf GTI 99' Winterbeater! Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Sun 16. May 2010 13:35 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 09. Sep 2009 16:14
Posts: 199
gamli minn. litur mjög vel út hjá þér
:thup:

_________________
e34 m5
e36 m3
e46 320d
mustang 1969 390gt búinn að vera í uppgerð í 22 ár
yamaha r6
husaberg 450


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Sun 16. May 2010 21:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Þakka ykkur fyrir. :) Já, ég vona svo sannarlega að hann endi í góðum höndum og er nokkuð viss um að nýr eigandi verði ekki svikinn.

Bubbi, hvenær áttir þú þennan? :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Mon 17. May 2010 00:19 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 17. May 2010 00:15
Posts: 1
En vá ég verð að segja að þessi bíll er geðveikt flottur ég fíla svona 2 dyra bmw með body-ið e46


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Mon 17. May 2010 02:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Takk. :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Mon 17. May 2010 10:53 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 09. Sep 2009 16:14
Posts: 199
ég atti þennan 2002 til 2003 þá ek 30þ skemtilegur bill

gaman að sjá hvað er buið að fara vel með hann

_________________
e34 m5
e36 m3
e46 320d
mustang 1969 390gt búinn að vera í uppgerð í 22 ár
yamaha r6
husaberg 450


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Tue 18. May 2010 17:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
bubbim3 wrote:
ég atti þennan 2002 til 2003 þá ek 30þ skemtilegur bill

gaman að sjá hvað er buið að fara vel með hann


Takk fyrir. :)

Annars var bíllinn að koma úr smurningu, fer í sprautun um helgina.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Tue 18. May 2010 22:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Ekkert nema geðveikt að vera í þessum 8) (Tala af reynslu).

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Wed 19. May 2010 12:18 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 05. May 2007 16:27
Posts: 225
Núna spyr ég og er ekki að reyna að vera með nein leiðindi.

Hvað útskýrir lítinn verðmun á þessum bíl og svo 330ci bíl sömu árgerðar sem auglýstur er hérna líka á 1990þús, sem gerir 190þús kr mun á ásettu verði.

Sá bíll er með leðri sem ég get ekki séð að sé í þessum, ekinn 22þús minna, harman kardon og þetta margumtalaða hugtak umboðsbíll.
Jú, þessi hefur Mtech og AC felgur sem eru ekki orginal og virðist mörgum þykja það sem ekki er OEM vera lítils virði.

Verðumræður verða oft/yfirleitt algjört rugl en sjálfsagt að skapa umræður um þetta í þeirri trú að menn geti rætt þetta málefnalega án þess að hrökkva í vörn og "apeshitta" á allt og alla sem dirfast að setja út á verðlagninguna sína þar sem seljandi að sjálfsögðu ákveður sjálfur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Wed 19. May 2010 12:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Þetta er auðvitað verð sem að hann gefur upp og er alltaf hægt að deala um eða vera óánægður með
Þessi 330 var greinilega á tombóluprís eða þá þessi með stóra verðmiðanum :)

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 2001 E46 320ci
PostPosted: Wed 19. May 2010 15:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
batti wrote:
Núna spyr ég og er ekki að reyna að vera með nein leiðindi.

Hvað útskýrir lítinn verðmun á þessum bíl og svo 330ci bíl sömu árgerðar sem auglýstur er hérna líka á 1990þús, sem gerir 190þús kr mun á ásettu verði.

Sá bíll er með leðri sem ég get ekki séð að sé í þessum, ekinn 22þús minna, harman kardon og þetta margumtalaða hugtak umboðsbíll.
Jú, þessi hefur Mtech og AC felgur sem eru ekki orginal og virðist mörgum þykja það sem ekki er OEM vera lítils virði.

Verðumræður verða oft/yfirleitt algjört rugl en sjálfsagt að skapa umræður um þetta í þeirri trú að menn geti rætt þetta málefnalega án þess að hrökkva í vörn og "apeshitta" á allt og alla sem dirfast að setja út á verðlagninguna sína þar sem seljandi að sjálfsögðu ákveður sjálfur.


Ekkert mál, þér er hjartanlega velkomið að spyrja. Það sem ég vil segja um þessa verðlagningu er að þetta er ásett verð, ekki einhver óumsemjanleg tala sem allir eiga að vera hræddir við. Ef einhver hefur áhuga á bílnum, þá býst ég fullvel við því að viðkomandi hafi samband og geri mér tilboð.

Þessi blái er virkilega fallegur. Ég skoðaði hann á sínum tíma og prufukeyrði og ég ætla ekki að hallmæla honum.

Þó vil ég taka fram að þessi sem ég er með til sölu er líka umboðsbíll, ekki það að það breyti einhverju - bíllinn löngu kominn úr ábyrgð. Þar að auki finnst mér svolítið rangt hjá þér að segja að non-OEM vörur séu lítils virði, þó svo að verðmunurinn þar á milli geti verið ansi mikill. Annars er ég búinn að gera talsvert mikið við bílinn síðan ég eignaðist hann og get með góðri samvisku sagt að ég sé að selja hann frá mér í betra ástandi en ég fékk hann í. :)

En eins og ég segi, þetta verð er umsemjanlegt og bið ég áhugasama um að hafa samband við mig í PM, í gegnum tölvupóst eða í gegnum síma. Ef þú hefur frekari spurningar um þetta mál, þá er þér velkomið að hafa samband við mig. :)

-

Ætla að taka hann af sölu þar til annað verður ákveðið. Áhugasamir geta þó alltaf rætt við mig. :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 109 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group