Við ætlum að láta Alpinuna duga í sumar, enda frekar sumarlegur bíll

En það þíðir að þessi gullmoli verður að fara, Þetta er rosalega gott og þétt eintak af 330xi.
231 hestafl og 300 Newton metrar í gegnum fimm þrepa sjálfskyptinguna duga þessum bíl mjög vel og rúmlega það. Hann er snöggur upp léttur í frammúrakstri og mjög lipur og þægilegur í innanbæjar snattinu.
Fjórhjóladrifið í þessum bílum er alger snilld og er þannig uppsett að á veginum lætur hann alveg eins ef ekki betur en venjulegur afturhjóladrifinn BMW (38%frammhjól 62% afturhjól). Svo í snjó, möl og grasi bara hvar sem er er hann sko allt annar en venjulegur BMW. Mikið meiri öryggistilfinning og líka gott að vita að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur þó það kingi niður snjó um kvöldið, Maður kemst í vinnuna án nokkura vandræða daginn eftir

Bíllinn er 2001 módel, liturinn er Cosmosschwarz Metallic hann er með M AERODYNAMICS Kiti og lip spoiler á skotti. Og hann er Shadowline
Hann er ekinn 105.700,km hann er innfluttur af B&L á sínum tíma og hefur alltaf verið þjónustaður af BMW verkstæðum
Það fylgja bílnum allir pappírar og bækur. Þjónustubókin er vel útfyllt og svo eru gömlu skoðunarskýrslurnar og hann hefur síðustu ár farið í gegn annaðhvort ath laust eða með 1 minniháttar aðfinnslu. Eins eru með honum öll skráningarskyrteinin, og er ég fjórði eigandinn.
Bíllinn er mjög vel búinn, einsog:
Fjórhjóladrif!
Steptronic skypting
Bakkskynjarar
Regnskynjari
Svart leður
Sportstólar
Rafdrifin sæti
Upphituð framsæti
Rafdryfnar rúður
Rafdrifnir speiglar
Rafdrifin gler topplúga
Stafræn sjálfvirk miðstöð
Loftkæling
Harman Kardon hljómtæki, 12 hátalarar með tveimur bassahátölurum og 6CD magasín í skotti
Cruise control
Leðurklætt sportstýri
Stýring fyrir cruise og hljómtæki í stíri
Frjókornasía
Aksturstölva
Check tölva
Spólvörn
Skrikvörn
Fjarstýrðar samlæsingar
Létt dektar afturrúður
Þjófavörn
Þokuljós
17“ álfelgur með heilsársdekkjum
Núna nýlega hefur verið skipt um klossa, diska, handbremsuborða, handbremsukjálka og fleira því fylgjandi að aftan og alternator er nýuppgerður, Rafgeymirinn er nýlegur.
Þetta er langbesti bíll sem ég hef átt og með trega er hann til sölu vegna þess okkur langaði til að flippa aðeins í sumar og leika okkur á blæjubíl. Við höfum svo ekkert með tvo bíla að gera því ekki förum við að keyra þá báða í bæinn á hverjum deigi

Auðvitað fylgja nokkrar myndir af honum, og jafnvel fleiri ef mönnum finnst eitthvað uppá vanta. Sigrún fékk smá flipp með myndavélina og fótosjopp


















Verðið eru 2 milljónir núna hvort sem kaupandi er að spá í að borga með peningum eða yfirtekur hluta af erlenda láninu sem hvílir á bílnum.
Avant þarf bara að samþykja kaupanda ef það á að yfirtaka. Einar Ingi
S: 617-1751
einar@midlari.is