bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E24 635ci https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=44190 |
Page 1 of 1 |
Author: | hjaltib [ Tue 13. Apr 2010 20:39 ] |
Post subject: | E24 635ci |
Er með bmw e24 verkefni til sölu. Var 628 orginal sú vél gafst upp og ég keypti m30b35 vél ásamt beinskiptingu. Árgerð - 1981 Litur - hvítur Vél - M30B35 Ssk/bsk - bsk Ekinn - mælir sýnir 180,000 Topplúga Leður Ekki læst drif Fjöðrun er nýleg fyrrverandi eigandi skipti um hana en ég tel þetta vera eitthvað ódýrt stöff þið dæmið um hvort það sé gott eða ekki Handdrifnar rúður en samt einhverjir mótorar fylgja, hafa verið rafdrifnar Lakkið á bílnum sjálfum er sæmilegt lítið ryð í boddyhlutum, framendi sprautaður 2004, en hins vegar inni í bílnum er allt ryðgað og ógeðslegt, ekkert gólf er í bílnum búið að taka það úr, undir mælaborðinu er mikið ryð og einnig er þakið mjög ryðgað vegna topplúgu leka og allt sem tengist topplúgunni er hálfónýtt af ryði. Ég get sem sagt skrifað lengi um allt ryðið í bílnum en þetta eru verstu staðirnnir. Það á eftir að ganga betur frá öllu rafkerfinu í kringum vélina, þarf að skipta um bensínslöngur frá tanki að vél svo vélin fari í gang, en ég hef keyrt bílinn með nýju vélinni svo hún virkar. Innréttingin er ekki góð, þegar ég keypti bílinn var hann greinilega búinn að standa og mikill raki var í bílnum. Ég fór með hann í skoðun þegar ég keypti hann 2008 þá var sett útá stýrisenda sem fylgir og gat í gólfinu stuttu seinna var honum lagt En það er mikil vinna eftir í bílnum aðalega í kringum allt þetta ryð nokkrar myndir svo menn átti sig á þessu en svona er bílinn í dag ![]() ![]() ![]() Verð er 150,000 skoða skipti, Er jafnvel til í að taka dýrari bíl uppí og borga með helst bmw ![]() ef það eru einhverjar spurningar get ég svarað hér eða pm annars bara hringja Hjalti 663-2405 |
Author: | Birgir Sig [ Wed 14. Apr 2010 00:45 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
bara flott verð:D er bíllinn allur tekinn í sundur eða bara innréttingin, og hvar er bíllin? |
Author: | SteiniDJ [ Wed 14. Apr 2010 01:15 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
Ekki oft þegar maður sér E24 til sölu. Vona að hugsanlegum nýjum eigandi gangi vel að koma þessum á götuna! |
Author: | hjaltib [ Wed 14. Apr 2010 08:28 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
birgir_sig wrote: bara flott verð:D er bíllinn allur tekinn í sundur eða bara innréttingin, og hvar er bíllin? Innréttingin er ekki í, rúðurnnar, húddið og stuðarar en allt þetta fylgir með auðvitað Bíllinn er í borgarfirðinum og þarf kaupandi að sækja hann á bílakerru auðvitað. |
Author: | natalia/ros [ Thu 15. Apr 2010 15:12 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
Gangi þér vel með söluna Hjalti! vildi að ég gæti tekið hann að mér ![]() |
Author: | JohnnyBanana [ Thu 15. Apr 2010 16:09 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
Draumabíllinn minn (e24) en ég hef því miður hvorki tíma né fjármagn til þess að halda svona projecti við ![]() |
Author: | sh4rk [ Thu 15. Apr 2010 23:05 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
Hvers vegna að selja Hjalti? |
Author: | hjaltib [ Fri 16. Apr 2010 01:13 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
sh4rk wrote: Hvers vegna að selja Hjalti? Er það ekki klassíska tímaleysi eða peningaleysi haha Nei það er bara of mikið eftir í þessum bíl og ég er með aðra bíla líka sem þurfa viðhald þannig enginn tími gefst í þennan væri gaman að klára hann. |
Author: | 300+ [ Fri 16. Apr 2010 10:41 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
hjaltib wrote: Nei það er bara of mikið eftir í þessum bíl og ég er með aðra bíla líka sem þurfa viðhald þannig enginn tími gefst í þennan væri gaman að klára hann. Nú þarf ég að ná í rassskellingar-bambusinn minn, ekki ertu að fara að leggja þennan frá þér til að fara að vinna í w126?? |
Author: | hjaltib [ Sun 02. May 2010 23:20 ] |
Post subject: | Re: E24 635ci |
Heyrðu já þessi enn til sölu ég var nú búinn að lofa einhverjum myndum sem hafa ekki skilað sér Annars er hér ein mynd sem sýnir að boddy hlutir eru lítið sem ekkert ryðgaðir á þessari hlið haha ![]() koma kannski fleiri myndir hann er bara í geymslu sem býður ekki uppá góðar myndir af bílnum sjálfum |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |