bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

'94 E34 525 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=43795
Page 1 of 1

Author:  birkire [ Tue 23. Mar 2010 20:33 ]
Post subject:  '94 E34 525 - SELDUR

FARINN

* BMW 525i - OZ390
* 1994
* 260þ km c.a
* Demantssvartur
* BSK 192hö

* Bíllinn er með svörtu comfort leðri og topplúgu, CD spilari og ágætis hátalarar. Rafmagn í rúðum frammí og armpúðar á framsætum, innréttingin er í ágætis standi en sér örlítið á framsætum. Læst drif er undir bílnum, KW lækkun(algjör snilld!!), vélin er spræk og gírkassinn ofurþéttur. Allt í hjóla- og stýrisbúnaði að framan nýtt síðan í vetur, ekið 2þ km.. spindlar, spyrnur, stýrisendar, millibilsstöng, ballansstangarendar. Demparar og gormar í besta standi og minnir mig 2 ára gamalt kitt. Opið púst með ryðfríum endakút

* Bíllinn er hinsvegar orðinn nokkuð ryðgaður og helst ber að nefna sílsana undir afturhurðum en þeir eru að hverfa(flottir Rieger plastsílsar fylgja með sem geta farið yfir viðgerðina) svo er yfirborðsryð hér og þar. Lakkið er slæmt á flestum stöðum. Bíllinn lekur olíu af vél en ný olíupönnupakkning fylgir. Pústar út meðfram flangs á pústgrein, slitinn bolti. Er með Endurskoðun 2 út á síls og ljótt bremsurör að aftan. Ónýtar filmur í rúðum og rúðuupphalarinn farþega frammí bilaður, slag í stýrismaskínu og loks slappur rafgeymir. Fer á 15" stáli á lélegum dekkjum.

* Í stuttu máli mjög gott kram en ljótt boddí, Vanos M50 og ZF310z kassi, þéttur í akstri, KW lækkunin snilld og læsing sem hefur aldrei klikkað. Þarf lítið til að vera kominn með eðal spólgræju fyrir sumarið.

* Skoða skipti á einhverjum ódýrum sparneytnum dollum - ekki einhverju á 2 hjólum

* Fer á 250þ krónur stgr

Hafið samband í PM eða síma 8486210

Image

Ein gömul af honum, er á stáli núna

Author:  hjolli [ Tue 23. Mar 2010 21:17 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

þessi var :drool:

Author:  oddur11 [ Tue 23. Mar 2010 21:31 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

skoðaru skipti á benz e190 sport liner '92 með 11miða ekinn rétt yfir 210þ, smá riðbólur hér og þar, buin að taka loftnetin af fyrir clean look, surtuð afturljós, 15"bens felgum á góðum sumardekkjum.

Author:  birkire [ Wed 24. Mar 2010 16:02 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

eigum við að segja upp

Author:  Vlad [ Wed 24. Mar 2010 17:03 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

Flottur bíll sem getur bara orðið betri með góðri ryðbætingu/sprautun... :)

Til í að bítta á afturljósum og 6k á milli ? :lol:

Author:  ValliB [ Wed 24. Mar 2010 17:31 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

geggjað verð á þessu, hægt að gera mjög góð kaup á þessum

Author:  birkire [ Wed 24. Mar 2010 17:42 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

já maður gæti eflaust fengið meira fyrir hann í pörtum en nenni ekki að standa í því

Author:  BirkirB [ Wed 24. Mar 2010 18:37 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

Finnur þér bara gott e34 boddý og færir á milli...ég vildi sjá hann á mk felgunum...

Author:  burger [ Wed 24. Mar 2010 21:11 ]
Post subject:  Re: '94 E34 525 - M50, BSK, LSD, KW, Ledder

búinn að senda þér einkapóst ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/