bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=42828
Page 1 of 2

Author:  srr [ Sat 06. Feb 2010 18:35 ]
Post subject:  E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-

Bíllinn hefur faktíst séð bara verið í eigu tveggja eigenda á undan mér.
Ég tel ekki með þriðja eigandann, sem seldi mér bílinn, þar sem hann átti hann bara í nokkrar vikur. No offense....
Fyrsti eiganda átti hann frá 1986 og til 1995. Þá var bíllinn staddur á suðurlandi, amk fór hann alltaf í skoðun á Selfossi.
Næsti eigandi átti hann frá 1995 og þangað til í nóvember 2009.
Sá eigandi er búsettur á Siglufirði og var bíllinn þar síðustu 14 ár.
Bíllinn fór svo í hendur á þeim seldi mér bílinn í rúman mánuð og svo eignast ég hann 16. desember 2009.

BMW 518i E28
Nýskráður 17.09.1986 á Íslandi.
Framleiddur í maí 1986.
M10B18 mótor
Ekinn 333.500 km
Beinskiptur
Blár að lit og liturinn heitir Saturnblau

Aukabúnaður:
Samlæsingar
Höfuðpúðar að aftan
Drullusokkar að aftan
Upphækkunarklossar 1" allan hringinn.
14" álfelgur, Alpina look.

Bíllinn hefur einhvern tímann verið með krók samkvæmt skráningunni á honum.
17.10.1992 Tengibúnaður
En hann er amk horfinn af honum í dag. Synd því það er snilld að vera með krók.
Einnig er ekkert útvarp í honum en það eru hátalarar til staðar fram í og einnig í afturhillunni.

Það sem ég hef gert fyrir bílinn síðan ég keypti hann:
1. Glæný heilsársdekk 195/60 R 14 undir hann allan hringinn. Þau eru núna ekin um 1500 km.
2. Skipti um gorm vinstra megin að aftan, hann var brotinn. Gormurinn sem fór í var einnig úr 518i E28.
3. Skipti um framljósið vinstra megin, þar sem aðalljósaglerið var brotið.
4. Tók kertin úr og hreinsaði þau upp.
5. Setti nýjan kveikjuhamar í.
6. Hreinsaði upp kveikjulokið.
7. Tók loftflæðiskynjarann úr og hreinsaði hann upp.
8. Lagaði lofthosu sem sér um útöndun úr ventlalokinu. Hún var skítamixuð en er núna með 90° plasthné eins og á að vera.
9. Tengdi bensínslöngu í kaldstartventilinn eins og á að vera. Hana vantaði þegar ég fæ bílinn.

Ég fór með bílinn í skoðun í tvígang og hann fékk skoðun 2010 og svo 2011 án athugasemda.
Svo það hlýtur að vera í lagi með þennan bíl :)

Gallar:
1. Það er gat á pústinu undir honum miðjum. Það er búið að laga það til bráðabirgða en það fylgir með honum heilt rör, sem myndi laga vandamálið.
2. Lakkið er ekki í sínu besta ástandi. Það eru skellir, rispur og ryð. Ekki við öðru að búast af 24 ára gömlum bíl.
Ég á samt eftir að lakkhreinsa bílinn og mun hann verða mun skárri á eftir. Ég mun klára það áður en hann verður seldur.
3. Loftnetið á honum á frambrettinu er eitthvað laust. Mig grunar að það þurfi að taka innrabrettið úr og herða á rónni sem heldur því.

Stór kostur:
Á næsta ári verður þessi bíll 25 ára og mun því flokkast undir að vera Fornbíll.
Samkvæmt því munu bifreiðagjöld falla niður og tryggingar verða í kringum 20.000 kr á ári.
Það þýðir ekkert annað en lítill rekstrarkostnaður :)


Verð: 130.000 kr.
Skúli Rúnar, s: 8440008
Bíllinn er staddur í Keflavík


Einnig óska ég eftir því að ef næsti eigandi ákveður svo í framtíðinni að losa sig við bílinn.....
að ég verði látinn vita og með forkaupsrétt á honum :thup:

Læt fylgja myndir af honum frá því ég sótti hann og einnig eftir fyrsta þvott.
Tek svo myndir þegar ég er búinn að lakkhreinsa og bóna hann sem verður á næstu dögum.

Image
Image
Image

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Ragnar [ Sun 07. Feb 2010 09:35 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

Daginn. Bara forvitni spurning. Hvert er ástand drifbúnaðar? Kúpling og drif og svoleiðis í fínu standi?

Ætla að hugsa málið. Læt heyra frá mér eftir helgi :)

Author:  srr [ Sun 07. Feb 2010 13:58 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

Ragnar wrote:
Daginn. Bara forvitni spurning. Hvert er ástand drifbúnaðar? Kúpling og drif og svoleiðis í fínu standi?

Ætla að hugsa málið. Læt heyra frá mér eftir helgi :)

Drifbúnaður er í góðu lagi.
Ekkert óeðlilegt við kúplingu, drifskaptsupphengju né drif.
Ég hef átt marga E28 bíla og myndi hafa tekið eftir einhverju ef það væri athugavert.

Author:  Stefan325i [ Sun 07. Feb 2010 15:10 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

Ég hef verið í þessum bíl og verð að segja að hann kom mér mikið á óvart, ótrúlega þéttur og góður miðaðvið aldur og reynslu.
Ekki er það verra að hann verði 25 ára á næsta ári.

Gangi þér vel með söluna Skúli

Author:  Bartek [ Sun 07. Feb 2010 15:27 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

25 ára...ekkert bifreðagjald og mjog cheap insuranse :D.... BARA GOTT...

Author:  srr [ Sun 07. Feb 2010 20:36 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

Stefan325i wrote:
Ég hef verið í þessum bíl og verð að segja að hann kom mér mikið á óvart, ótrúlega þéttur og góður miðaðvið aldur og reynslu.
Ekki er það verra að hann verði 25 ára á næsta ári.

Gangi þér vel með söluna Skúli

Takk fyrir það Stefán :)

Author:  nonni-dog [ Tue 09. Feb 2010 20:11 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

þú átt pm;)

Author:  srr [ Thu 11. Feb 2010 12:32 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

Og á næsta ári þegar bíllinn fer í skoðun, þá fær hann 13 miða því hann verður orðinn fornbíll :thup:

Author:  srr [ Thu 11. Feb 2010 20:08 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

SELDUR

Ég er ánægður með kaupandann, hann kann að meta gamalt BMW dót :thup:

Author:  ///MR HUNG [ Thu 11. Feb 2010 20:12 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-

Verð 130.ooo.

Hvernig nennirðu að standa í þessu brasi fyrir engan pening???

Author:  srr [ Thu 11. Feb 2010 20:15 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-

///MR HUNG wrote:
Verð 130.ooo.

Hvernig nennirðu að standa í þessu brasi fyrir engan pening???

Eftir á,,,,þá fatta ég það stundum ekki sjálfur :lol:

Author:  Óli [ Wed 06. Oct 2010 16:38 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-

Geggjaður litur!!

Author:  T-bone [ Thu 07. Oct 2010 01:24 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011 -SELDUR-

Óli wrote:
Geggjaður litur!!

Dude! alger óþarfi að bömpa þetta :roll:

Author:  jens [ Thu 07. Oct 2010 15:19 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

srr wrote:
SELDUR

Ég er ánægður með kaupandann, hann kann að meta gamalt BMW dót :thup:


Hver keypti ?

Author:  gunnar [ Thu 07. Oct 2010 15:21 ]
Post subject:  Re: E28 518i 1986 - Sigló edition - skoðaður 2011

jens wrote:
srr wrote:
SELDUR

Ég er ánægður með kaupandann, hann kann að meta gamalt BMW dót :thup:


Hver keypti ?


:lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/