bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 325i - TV-450
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=42590
Page 1 of 3

Author:  danielp [ Tue 26. Jan 2010 19:29 ]
Post subject:  E30 325i - TV-450

Einhverjir hér ættu að kannast við bílinn, þá aðallega útaf því að hann Einar (einarsss) átti hann á undan mér. Mér var sagt að þetta væri einn af tveimur 4-ja dyra M-Tech II e30 á landinu. Það var alltaf planið að gera bílinn enn flottari og betri en hann var þegar ég keypti hann en ég hef aldrei fundið tíma til þess svo mér mundi eigilega líða betur ef þessi bíll mundi lenda í höndunum á einhverjum snjöllum BMW-nörda þar sem þetta er alveg suddalega flottur bíll.
Eins og ég sagði, þá er ég varla búinn að breyta bílnum neitt síðan ég keypti hann. Það sem ég hef gert er:

-Setti hann aftur á BBS RS-001(7x15 felgur)
-Rúllaði bæði frambretting og sprautaði þau

Maður getur líka ekki átt svona bíl í tæp 3 ár án þess að eitthvað sé að honum. Helstu kvillar bílsins eru:

-Rúðuþurkur fara stundum sjálfkrafa af stað, veit ekki orsökin fyrir því. Þetta var ekki í lagi þegar ég keypti bílinn. Þar sem ég hef enga reynslu af bílviðgerðum og fann aldrei tíma til að byrja á því að kenna sjálfum mér þá er þetta vandamál enn til staðar. Svo tókst mér að brjóta rúðuþruku sveifina, en það ætti að vera smámál að gera við það.
-Það er gölluð topplúga í bílnum. Þetta var líka að þegar ég keypti bílinn, en ég fékk nýja toppúlúgu með sem ég sprautaði svo en á ennþá eftir að setja hana í. Hún fylgir auðvitað með bílnum og þéttilistarnir eru líka með.
-Það brakar í hægri framdyrunum á bílnum, virðist vera sem einhverjir boltar hafi losnað en virðist ekki vera mikið mál að gera við. Ef það reynist eitthvað meira vesen en ég held að það sé, þá lækka ég verðið í samræmi við það.
-Svo var brotist inn í hann og tekið skjáinn(Alpine CVA-1000) sem var framan í honum, það var ekki tekið neitt af öllum hinum græjunum í bílnum, heilinn sem að tengist við skjáinn er ennþá í bílnum. Það má finna eins skjá á Ebay og það eru örugglega til fleiri skjáir/útvörp sem hægt er að tengja við heilann sem er í bílnum. En ef þið skilduð rekast á einhvern að selja Alpine CVA-1000 þá er það að öllum líkindum mitt tæki þar sem ég efast um að þessir skjáir séu mjög algengir hér.

Ég fékk leyfi frá Einari (einarsss) til að nota gamla þráðinni um bílinn, þið getið skoðað hann fyrir nánari upplýsingar um bílinn þar sem hann er hér um bil óbreyttur og svo er hann einmitt á BBS RS 001 á myndunum á fystu blaðsíðu þráðarins. http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=17830

Ég hef fulla trú á því að þetta geti orðið einn af flottustu e30 á landinu ef bíllinn lendir í góðum höndum og ég vona að hann geri það. Bíllinn er ekinn 196 þús. km. Ég set bílinn á 950 þús. Ef þið viljið senda mér tilboð þá skuluð þið senda mér það í PM. Einu skiptin sem ég er til í er ódýrari bíll og hentugari skólabíll, þ.e. bíll sem eyðir litlu, ágætlega rúmgóður og helst fjögra dyra. Vill samt helst fá pening fyrir hann svo ef einhver býðst til að staðgreiða þá væri alveg hægt að semja. Ef það eru einhverjar spurningar um bílinn sjálfan er alveg sjálfsagt að spyrja í þræðinum eða með PM, en vinsamlegast sendið allar spurningar um verð og öll tilboð með PM.

MYNDIR KOMNAR: http://flodeskum.imgur.com/e30
Bíllinn er dáltið skítugur eins og er ;)

Author:  Birgir Sig [ Tue 26. Jan 2010 19:47 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

vá hef alltaf verið skotinn í þessum bíl BARA flottur...

Author:  Einarsss [ Tue 26. Jan 2010 19:58 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

Væri alveg til í þennan aftur, sá ógeðslega mikið eftir að hafa selt hann :? Vonandi að hann lendi í góðum höndum!

Author:  ValliB [ Tue 26. Jan 2010 20:07 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

Rugl flottur.
Sá hann hér á Húsavík sumarið 2007 held ég.

Skuggalegur head-turner

Author:  arnibjorn [ Tue 26. Jan 2010 20:15 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

Hmmmm.....

Djöfull er þetta freistandi :lol:

Author:  gulli [ Tue 26. Jan 2010 20:35 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

arnibjorn wrote:
Hmmmm.....

Djöfull er þetta freistandi :lol:


Just do it !

:lol: :lol: :lol:

Author:  Birgir Sig [ Tue 26. Jan 2010 20:47 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

arnibjorn wrote:
Hmmmm.....

Djöfull er þetta freistandi :lol:



árni nú er komið að þér ,, buin að eyga cabrio og coupe,,

getur verið að þú hafir átt sedan en ekki svo ég viti:D

Author:  íbbi_ [ Tue 26. Jan 2010 20:55 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

sá þig í hólunum í gær? virkilega fallegur,

Author:  agustingig [ Tue 26. Jan 2010 20:56 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,

Author:  danielp [ Tue 26. Jan 2010 21:27 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

íbbi_ wrote:
sá þig í hólunum í gær? virkilega fallegur,


Já, mjög líklega.

agustingig wrote:
950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,


Ef þú skoðar verðin á e30 bílum sem fólk er að auglýsa hér á kraftinum þá sérðu að bestu eintökin eru sett í king um 1.3 milljónir. Ég veit nú ekki hvað þú meinar líka með "í því standi sem bíllinn er núna". Jújú, það er hitt og þetta sem þarf að kíkja á, en það eru allt einhverjir smáhlutir sem e30 nördar ættu mjög auðvelt með að laga í skúrnum heima hjá sér.

mymojo wrote:
Rugl flottur.
Sá hann hér á Húsavík sumarið 2007 held ég.

Skuggalegur head-turner


Ég keyri þarna í gegn á hverju sumri ;) Langaði alltaf til að finna einhverja leið til að fá að komast inn á ónotaða flugvöllinn ykkar :/

Author:  EggertD [ Tue 26. Jan 2010 21:29 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

agustingig wrote:
950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,


Quote:
Ef þú skoðar verðin á e30 bílum sem fólk er að auglýsa hér á kraftinum þá sérðu að bestu eintökin eru sett í king um 1.3 milljónir. Ég veit nú ekki hvað þú meinar líka með "í því standi sem bíllinn er núna". Jújú, það er hitt og þetta sem þarf að kíkja á, en það eru allt einhverjir smáhlutir sem e30 nördar ættu mjög auðvelt með að laga í skúrnum heima hjá sér.



það er turbo bíll :lol:

Author:  arnibjorn [ Tue 26. Jan 2010 21:30 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

EggertD wrote:
agustingig wrote:
950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,


Quote:
Ef þú skoðar verðin á e30 bílum sem fólk er að auglýsa hér á kraftinum þá sérðu að bestu eintökin eru sett í king um 1.3 milljónir. Ég veit nú ekki hvað þú meinar líka með "í því standi sem bíllinn er núna". Jújú, það er hitt og þetta sem þarf að kíkja á, en það eru allt einhverjir smáhlutir sem e30 nördar ættu mjög auðvelt með að laga í skúrnum heima hjá sér.

það er turbo bíll :lol:


Einmitt, mikill munur á turbo bíl og stock 325i(vélarlega séð).

Author:  agustingig [ Tue 26. Jan 2010 21:35 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

arnibjorn wrote:
EggertD wrote:
agustingig wrote:
950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,


Quote:
Ef þú skoðar verðin á e30 bílum sem fólk er að auglýsa hér á kraftinum þá sérðu að bestu eintökin eru sett í king um 1.3 milljónir. Ég veit nú ekki hvað þú meinar líka með "í því standi sem bíllinn er núna". Jújú, það er hitt og þetta sem þarf að kíkja á, en það eru allt einhverjir smáhlutir sem e30 nördar ættu mjög auðvelt með að laga í skúrnum heima hjá sér.

það er turbo bíll :lol:


Einmitt, mikill munur á turbo bíl og stock 325i(vélarlega séð).


líka bara það að þessi bíll er sjúskaður, allur í hagkaups rispum,,, mtech-ið að framan er laust, and on and on,,

Author:  danielp [ Tue 26. Jan 2010 21:41 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

arnibjorn wrote:
EggertD wrote:
agustingig wrote:
950 finnst mer nú soldið mikið miðaðvið það stand sem bíllinn er í núna,,


Quote:
Ef þú skoðar verðin á e30 bílum sem fólk er að auglýsa hér á kraftinum þá sérðu að bestu eintökin eru sett í king um 1.3 milljónir. Ég veit nú ekki hvað þú meinar líka með "í því standi sem bíllinn er núna". Jújú, það er hitt og þetta sem þarf að kíkja á, en það eru allt einhverjir smáhlutir sem e30 nördar ættu mjög auðvelt með að laga í skúrnum heima hjá sér.

það er turbo bíll :lol:


Einmitt, mikill munur á turbo bíl og stock 325i(vélarlega séð).


Já, ég geri mér alveg grein fyrir því. Það voru þó fleir e30 bílar sem voru settir yfir miljónina ef maður fer aðeins aftur. Þeir sem eru alvarlega að spá í bílnum geta komið við og fengið að prófa hann, hef samt ekki tíma í að fara í prufuakstur með þá sem vilja bara skoða bílinn uppá gamanið. Sendið bara PM.

Author:  Mánisnær [ Tue 26. Jan 2010 22:06 ]
Post subject:  Re: E30 325i - TV-450

Á hvað seldist bíllinn hja ERICA, ætti ekki að miða bara við það verð??

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/