bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

528ia e28 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4237
Page 1 of 4

Author:  Just [ Wed 28. Jan 2004 21:02 ]
Post subject:  528ia e28 - SELDUR

Ég verð víst að selja Bimmann minn. Þetta er frv. forstjórabíll með öllu og það hefur verið hugsað um hann eins vel og hægt er frá upphafi.

Bimminn er 184 hp með 2800cc vél. Keyrður um 184.000.

- sjálfskiptur
- Ljósbrún leðursæti sem sést varla á.
- rafdrifinn topplúga, rafdrifnar rúður og speglar.
- Nýlegur Pioneer Mosfet geislaspilari með fínu hljóðkerfi.
- Nýlegar BMW álfelgur.
- Aksturstölva.
- Líknarbelgur í stýri.
- Tímastillt Bensínmiðstöð.
- Nýleg vetrardekk.
- Lakkið eins og nýtt, ryðvarinn (allur)
o.fl.

- Fyrrum eigandi hefur látið yfir 400 þús.kr. í bílinn, til að halda honum við. Er með nótur fyrir öllu.

- Litur er Metallic Brown
- Nánast ekkert ryð er á bílnum.

Ef áhugi er fyrir hendi sendið mér þá skilaboð hér eða á gunnii69@hotmail.com

Bíllinn fer ódýrt. :?

Myndir: http://www.live2cruize.com/Members/Sidur/Gunnar_Ingi_BMW.htm

S: 6944113

Author:  Aron [ Thu 29. Jan 2004 01:10 ]
Post subject: 

váááá beauty.....



en hversu ódýrt ertu að tala um?? Spurning hvort að maður eigi að fara útí vændið eða ekki.

Author:  bebecar [ Thu 29. Jan 2004 09:01 ]
Post subject: 

Er ekki ABS líka í honum? Mig minnir það allavega. Þetta sérlega skemmtilegur bíll í akstri, sprækur, lipur og geysilega þægilegur og þessi bensínmiðstöð er bara frábær, ef maður kann að slökkva á henni!

Author:  Leikmaður [ Thu 29. Jan 2004 10:08 ]
Post subject: 

...jammz, virkilega flottur!!
En þessar felgur stinga í augun, að mínu mati l´jotar og passa engan veginn undir gripinn :?

Author:  bebecar [ Thu 29. Jan 2004 11:14 ]
Post subject: 

Hann gæti notað fallegar BBS felgur já - þá væri hann reyndar afskaplega vígalegur, en innvolsið og gæðin eru til staðar, þarf ekkert nema þá auka felgur sem eflaust er hægt að kaupa hjá Sæma.

t.d. svona...
http://2002bmw.com/gallery/details.php?image_id=2610
http://2002bmw.com/gallery/details.php?image_id=2658
http://2002bmw.com/gallery/details.php?image_id=2745
http://2002bmw.com/gallery/details.php?image_id=2751

Author:  darriat [ Thu 29. Jan 2004 15:46 ]
Post subject: 

Úff, þetta er einmitt BMW bíll eins og ég vildi fá mér, verst að maður er ný búinn að fá sér sænskan skriðdreka........

Author:  bebecar [ Thu 29. Jan 2004 15:47 ]
Post subject: 

Selja skriðdrekan, þýskir skriðdrekar eru ennþá betri :wink:

Author:  darriat [ Thu 29. Jan 2004 15:50 ]
Post subject: 

Tæknilega séð ekki hægt, ný kominn með próf og mamma skráð fyrir bílnum. Er búinn að vera á leiðinn að kaupa svona 3 bíla og nú er búið að leggja blátt bann við bílakaupum, allaveganna fram í sumar. En þá verður maður sjálfráða og aldrei að vita hvað gerist........

Author:  Just [ Thu 29. Jan 2004 20:55 ]
Post subject: 

Aha ABS er líka, gleymdi því..... allavega ekki feimnir við að spyrja :wink:

Author:  Guest [ Fri 30. Jan 2004 16:03 ]
Post subject: 

Athuga skipti :!:

Author:  Just [ Fri 30. Jan 2004 16:05 ]
Post subject: 

Þetta var ég 8-[

Author:  Ravis [ Mon 02. Feb 2004 16:44 ]
Post subject: 

flottur bíll , hva er sett á svona grip :?: :)

Author:  Haffi [ Mon 02. Feb 2004 16:49 ]
Post subject: 

ÉG skít á svona 250þús kall.. Þó svo mér sé ekkert mál!

Author:  Alpina [ Mon 02. Feb 2004 16:50 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
ÉG skít Þó svo mér sé ekkert mál!


Drull drull :oops: :oops: :oops:

Author:  Haffi [ Mon 02. Feb 2004 16:52 ]
Post subject: 

HEYHEY!! :evil: :evil:
Edit er af hinu ILLA!

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/