bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 318, árg 1984
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=41070
Page 1 of 2

Author:  Los Atlos [ Mon 09. Nov 2009 19:56 ]
Post subject:  BMW E30 318, árg 1984

Ég ætla bara að byrja á því að taka það fram að ég er ekki eigandi af þessum bíl þannig að það þýðir lítið að hafa samband við mig.


BMW E30 318
Árgerð: 1984
Ekinn: 116.000
Ný kúppling og pústkerfi og ný sprautaður.
Þessi maður er búinn að eiga bílinn síðan 1993.
Ég get lítið sagt um bílinn nema að það á eftir að púsla honum saman að hluta til. Það fylgir samt allt til þess og meira til. Til er algert ógrynni af varahlutum og alls kyns dóti, nýju sem gömlu. Um að gera að hafa samband við kappann. Sissi, sími 892 0781, hann getur sagt ykkur allt um þetta.
Þetta er alveg tilvalið fyrir einhvern túrbó gaurinn, eða að henda s50 dótinu hans gunna ovaní þetta.

Image
Bíllinn í öllu sínu veldi

Image
Hluti af dótinu sem fylgir með

Image
Meira dót

Image

Image

Image

Image

Image
Glansinn og spegilmyndin mín á lakkinu, tekið í lélegri byrtu og ekki með flassi


Verð: 500.000

Og svona til að ítreka það svo að það fari örugglega ekki framhjá neinum þá á ég ekki þennan bíl þannig að ekkert vera að eyða tíma í að senda mér einkapóst, hringja bara í manninn :)

Sissi, sími 892 0781.

Author:  arnibjorn [ Mon 09. Nov 2009 19:59 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Fyrirgefðu... sagðiru 500.000kr? :lol:

Author:  Bui [ Mon 09. Nov 2009 20:02 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Er ekki frá því að þetta sé 500 þúsund

Author:  dabbiso0 [ Mon 09. Nov 2009 20:03 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

arnibjorn wrote:
Fyrirgefðu... sagðiru 500.000kr? :lol:

e30 er GULL!

Author:  Los Atlos [ Mon 09. Nov 2009 20:03 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

arnibjorn wrote:
Fyrirgefðu... sagðiru 500.000kr? :lol:


jújú, það er verðið, fyrir sprautuvinnu og það ógrynni af varahlutum sem fylgir með er það alveg skiljanlegt verð, og bíllinn aðeins ekinn 116 þús km.
Sá sem kaupir þetta verður kominn með "nýjan" fornbíl.

Author:  arnibjorn [ Mon 09. Nov 2009 20:04 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

dabbiso0 wrote:
arnibjorn wrote:
Fyrirgefðu... sagðiru 500.000kr? :lol:

e30 er GULL!

Klárlega.

Eftir þessa kreppu ætla ég að kaupa eins marga E30 og ég get... liggja svo á þeim og selja á sjúklega háu verði í næstu kreppu.

Gull er out, E30 er in.

Author:  Los Atlos [ Mon 09. Nov 2009 20:09 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Árni Björn, fyrirgefðu en varst þú ekki að kaupa e30 á eina og hálfa milljón? :lol:

Author:  Bui [ Mon 09. Nov 2009 20:12 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

er ekki svoldill munur á fullkláruðum Turbo e30 og 318 e30 sem er ósamsettur?

Author:  T-bone [ Mon 09. Nov 2009 20:18 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Hvað er þetta strákar, þetta er alveg klassa verð....





Ef að skúrinn fylgir með :lol: :santa:

Author:  Los Atlos [ Mon 09. Nov 2009 20:18 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Bui wrote:
er ekki svoldill munur á fullkláruðum Turbo e30 og 318 e30 sem er ósamsettur?



jú, svona sirka ein milljón :lol:

Var ekki gunni að auglýsa 500 hoho m50 pakka, kaupa það og þá er maður golden :thup:

Author:  arnibjorn [ Mon 09. Nov 2009 20:22 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Los Atlos wrote:
Árni Björn, fyrirgefðu en varst þú ekki að kaupa e30 á eina og hálfa milljón? :lol:

Ný fjöðrun, nýja fóðringar, ný upptekin vél+allt turbó setupið með tölvu(sem kostar um 200k á núverandi gengi).

Ég seldi E30 blæju fyrir stuttu í mint ástandi, 325ia keyrð um 150.000km og ég setti 500k á þann bíl.

En það skiptir engu máli hvað þú setur á þetta... þetta kostar bara það sem að næsti eigandi er tilbúinn að borga. Annað hvort selst þetta eða ekki :D

Author:  Birgir Sig [ Tue 10. Nov 2009 00:33 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

væri nú til i að borga e-ð fyrir skráninguna,, fornbíll = fornbílatryggingar:D

Author:  sh4rk [ Tue 10. Nov 2009 02:10 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Birgir til þess að vera með fornbíl þá verður að mig minnir 2 bíla á skrá til þess að geta verið með fornbíla tryggingu

Author:  maxel [ Tue 10. Nov 2009 04:07 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

Hvað er að brettaboganum... er hann ekki nýsprautaður?

Author:  Bandit79 [ Tue 10. Nov 2009 04:31 ]
Post subject:  Re: BMW E30 318, árg 1984

eitt stort LOL a verdid.... :santa:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/