bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 325ci E46 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4096 |
Page 1 of 3 |
Author: | Guest [ Tue 20. Jan 2004 21:47 ] |
Post subject: | BMW 325ci E46 |
BMW 325ci árgerð 1999, (kom á götuna í júlí) Ekinn 56 þúsund kílómetra Skoðaður 04 Litur Svartsanseraður Hestöfl 170-180(Loftsía) Bíllinn er beinskiptur Skráður 5 manna 2. dyra Aukahlutir og búnaður ABS hemlar Armpúði ASR spólvörn 16 tommu Bmw álfelgur Nýjar 18 tommu M3 evolution felgur á low profile dekkjum(Sérpantað í sumar í B&L kostar vel yfir 400 þúsund) M3 spoiler Fjarstýrðar samlæsingar Geisladiskamagasín Glertopplúga Höfuðpúðar aftan Innspýting Kastarar Leðuráklæði Litað gler Líknarbelgir Rafdrifin sæti Rafdrifnar rúður Rafdrifnir speglar Reyklaust ökutæki Samlæsingar Útvarp Vökvastýri Þjófavörn Þjónustubók Fullkomið Harman/Kardon hljóðkerfi Glær stefnuljós allan hringinn og bláar perur í aðalljósum Athugið þetta er toppeintak, felgurnar á honum er þær einu sinnar tegundar á Íslandi. Bíllinn er í toppstandi, hefur fengið 100% viðhald hjá fyrri eigendum, og hefur alla tíð verið þjónustaður af B&L. Lakkið er perfect, engar rispur og ekkert grjótbarið, hefur ávallt verið handþveginn af fagmönnum. Verð 3.100.000 Áhvílandi 1.300.000 Mánaðarleg afborgun 35 þúsund Skoðar skipti á ódýrari Gott staðgreiðslutilboð Upplýsingar: Einar 8242223 Myndir er hægt að nálgast hér http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=503999 |
Author: | Guest [ Wed 21. Jan 2004 13:58 ] |
Post subject: | |
viltu selja felgunar? ![]() |
Author: | Svezel [ Wed 21. Jan 2004 14:37 ] |
Post subject: | Re: BMW 325ci E46 |
Anonymous wrote: BMW 325ci árgerð 1999, (kom á götuna í júlí)
Ekinn 56 þúsund kílómetra Skoðaður 04 Litur Svartsanseraður Hestöfl 170-180(Loftsía) ... Er þetta ekki 325? Þá er hann 192hö ekki satt? Flottur bíll |
Author: | Guest [ Wed 21. Jan 2004 15:33 ] |
Post subject: | |
Þetta er 323 með 2,5 lítra vél. Skráður 170 hestöfl Það gæti alveg komið til greina að selja felgurnar sér. |
Author: | Guest [ Wed 21. Jan 2004 15:42 ] |
Post subject: | |
hvað væri svona verð hugmynd fyri felgunar þá? ![]() |
Author: | Svezel [ Wed 21. Jan 2004 15:45 ] |
Post subject: | |
Fyrirgefðu afskiptasemina en er þetta þá ekki 323 og ætti að vera auglýstur sem 323 ekki 325. |
Author: | fart [ Wed 21. Jan 2004 17:18 ] |
Post subject: | |
word. |
Author: | Guest [ Wed 21. Jan 2004 18:01 ] |
Post subject: | |
Ég er nú bara að auglýsa þennan bíl fyrir félaga minn, það virðist vera viðloðandi við þennan vef, að menn séu með einhver skítakomment yfir þessum auglýsingum hér. Tek þessu ekki nærri mér eða neitt slíkt, bara leiðinlegt fyrir annars góðan vef. Það má vel vera að þessi bíll ætti að vera auglýstur sem 323 en það stendur hvorki á honum né í skráningarskírteininu og þar að auki er bíllinn með 2,5 lítra vél. Flestar bílasölur skrá þessa bíla hjá sér sem 325, þar á meðal Bílasala Reykjavíkur sem ég treysti nú alveg ágætlega. Varðandi felgurnar þá verða þær ekki seldar á neitt slikk, endilega hringdu bara í eigandann og gerðu tilboð. Helst vill eigandinn selja þær með bílnum. |
Author: | Tommi Camaro [ Wed 21. Jan 2004 18:04 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Fyrirgefðu afskiptasemina en er þetta þá ekki 323 og ætti að vera auglýstur sem 323 ekki 325.
farðu nú ekki að grenja ég held að þér sé ekki fyrigefið ![]() |
Author: | fart [ Wed 21. Jan 2004 18:12 ] |
Post subject: | |
Fyrirgefið mína afskiptasemi en það er nú 20 hestafla munur á 323 og 325 þó þeir séu báðir með 2.5L vél. það er næstum 20% munur á afli. |
Author: | Svezel [ Wed 21. Jan 2004 18:18 ] |
Post subject: | |
Ég get ekki séð að þetta sé skítakomment, bara að leiðrétta það sem rangt er og ég veit ekki betur en að ég hafi hrósað bílnum. Það er leiðinlegt fyrir annars góðan vef ef fólk er að auglýsa bíla undir röngum formerkjum. Svo vita það nú flestir að bílasalar hafa mjög takmarkaða vitneskju á bílum þó þeir geti farið í tölvu og skoðað hvað listaverð er á bíl. Já og Tommi farð þú ekki að grenja þótt þú hafir ekki getað eyðilagt auglýsinguna sjálfur. |
Author: | jonthor [ Wed 21. Jan 2004 19:05 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Fyrirgefið mína afskiptasemi en það er nú 20 hestafla munur á 323 og 325 þó þeir séu báðir með 2.5L vél.
það er næstum 20% munur á afli. lol nei ![]() ![]() ![]() Alger draumabíll þessi bíll by the way, ætla að kaupa mér E46 323/325/328/330 þegar ég hef efni á honum í kring um 2010 |
Author: | fart [ Wed 21. Jan 2004 19:19 ] |
Post subject: | |
hehehe.. sorry, meinti næstum 10%. En eigum við ekki samt að kalla hlutina réttum nöfnum. Minn 523i mældist 174hestöfl keyður nærri 140þús km, þannig að ég veit alveg hvað þú meinar. En ég myndi aldrei kalla bílinn minn neitt annað en 523i, ég ætti kanski að kalla hann A525i, þar sem A stendur fyrir almost. |
Author: | jonthor [ Wed 21. Jan 2004 19:30 ] |
Post subject: | |
fart wrote: hehehe.. sorry, meinti næstum 10%. En eigum við ekki samt að kalla hlutina réttum nöfnum.
Minn 523i mældist 174hestöfl keyður nærri 140þús km, þannig að ég veit alveg hvað þú meinar. En ég myndi aldrei kalla bílinn minn neitt annað en 523i, ég ætti kanski að kalla hann A525i, þar sem A stendur fyrir almost. hehe, rétt ![]() |
Author: | ta [ Wed 21. Jan 2004 19:31 ] |
Post subject: | |
Anonymous wrote: Ég er nú bara að auglýsa þennan bíl fyrir félaga minn, það virðist vera viðloðandi við þennan vef, að menn séu með einhver skítakomment yfir þessum auglýsingum hér.
skítakomment???? bíllinn heitir 323i og er seldur sem 323i hja BMW. hver er nú með skítakomment? |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |