| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| E28 520iA 1987 -SELDUR- https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=40825 |
Page 1 of 1 |
| Author: | srr [ Thu 29. Oct 2009 09:42 ] |
| Post subject: | E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Vegna breytinga þá ætla ég að skoða hvort einhver áhugi sé fyrir þessum bíl. BMW 520iA E28 Nýskráður 14.08.1987 á Íslandi Framleiddur í Nóvember 1986 samkvæmt BMW. Fór reyndar í frí til Svíþjóðar í 3 ár... 17.11.1995 Endurskráð 11.06.1992 Afskráð M20B20 mótor Ekinn 119.000 km Sjálfskiptur BMW Alpinweiss Aukabúnaður: Dráttarkrókur CD spilari Annað: Ég ákvað að skella bara í hann E32 730i bremsudælum og diskum að framan. Það eru kældir diskar, 305x25mm diskar í stað 285x22mm sem eru original í 520iA. Í kjölfarið af þeim breytingum þá er lágmark 15" felgur undir hann að framan. Þessi bíll er einnig með diskabremsur að aftan. Einungis 518i voru með skálar að aftan. Gallar: 1. Sjálfskiptingin er biluð, bíllinn keyrir en er mjög tregur/hægur. Önnur sjálfskipting fylgir með 2. Það er lélegur afturgaflinn á bílnum sökum ryðs. Bíllinn er mjög solid að öðru leyti. Það sem ég hef gert síðan ég fékk hann er eftirfarandi: 1. Ný drifskaptsupphengja 2. Ný stýrisstöng v/m framan + ytri stýrisendi 3. Ný olía á drifi 4. Liðkað til afturbremsudælur Ég fór með bílinn í skoðun fyrr á þessu ári þegar ég ætlaði mér að fara að nota hann. Skoðun 11. mars 2009 Athugasemdir: Aðalljós v/m framan, pera (það er eitthvað sambandsleysi í því, læt annað ljós fylgja með.) Hemlaljós aftan, pera <- Búið að laga Númersljós v/m, pera <- Búið að laga Rafgeymir laus <- Búið að laga Svo það er ekkert því til fyrirstöðu að bíllinn fái fulla skoðun. Verð er 100.000 kr. í því ástandi sem hann er. Auka sjálfsskipting sem á að vera í lagi fylgir með. Bíllinn er í dag á 15" felgum að framan og 14" felgum að aftan en hægt er að semja um að fá hann afhentan á samstæðum 15" álfelgum, gegn réttu verði. Myndir, nánari upplýsingar og yfirlit yfir það sem ég hef verið að gera við bílinn er hægt að sjá hér: viewtopic.php?f=5&t=33164 Skúli Rúnar 8440008 srr at simnet.is |
|
| Author: | srr [ Sun 08. Nov 2009 23:44 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Langar engum í |
|
| Author: | srr [ Wed 03. Mar 2010 09:59 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Enn til sölu. Að öllum líkindum afhendist hann með auka afturgafli í rauðum lit |
|
| Author: | BjarkiHS [ Wed 03. Mar 2010 20:25 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Myndiru íhuga að skella varaskiptingunni í gripinn fyrir sölu ? |
|
| Author: | srr [ Wed 03. Mar 2010 22:04 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
BjarkiHS wrote: Myndiru íhuga að skella varaskiptingunni í gripinn fyrir sölu ? Ef svo væri, þá væri hann eflaust ekki til sölu |
|
| Author: | SUBARUWRX [ Wed 03. Mar 2010 23:28 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
geturu komið með mynd af afturgaflinum ? |
|
| Author: | BjarkiHS [ Wed 03. Mar 2010 23:32 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Mátti vona
|
|
| Author: | srr [ Wed 03. Mar 2010 23:34 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
SUBARUWRX wrote: geturu komið með mynd af afturgaflinum ? Já ég skal reyna að smella myndum við tækifæri. |
|
| Author: | Geysir [ Thu 04. Mar 2010 00:43 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Skúli ég ætla að fá að renna til þín á laugardaginn og skoða gripinn. |
|
| Author: | srr [ Thu 04. Mar 2010 02:18 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 |
Geysir wrote: Skúli ég ætla að fá að renna til þín á laugardaginn og skoða gripinn. Líst vel á það |
|
| Author: | srr [ Sat 06. Mar 2010 15:49 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Bíllinn er SELDUR Ég óska nýjum eiganda til hamingju með gripinn og óska honum góðs gengis En auðvitað er smátt letur, ef viðkomandi gefst upp á E28, þá vil ég fá hann til baka Núna á ég bara 3 E28 bíla eftir
|
|
| Author: | BirkirB [ Sat 06. Mar 2010 20:07 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Vei, núna áttu pening fyrir túrbókittinu! |
|
| Author: | Elvar F [ Sat 06. Mar 2010 20:12 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Sá hann í kef í dag..... djöfull sakna ég hans..... |
|
| Author: | Geysir [ Sun 07. Mar 2010 00:49 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Skúli tók smáa letrið vel fram. Enda fær hann bílinn aftur ef aðstæður koma upp. En ég er mjög sáttur, bíllinn rúllaði mjög vel í bæinn. Engin vandamál. Skúli er gull af manni og æðislegt að eiga við hann viðskipti og samskipti. |
|
| Author: | srr [ Sun 07. Mar 2010 00:51 ] |
| Post subject: | Re: E28 520iA 1987 -SELDUR- |
Geysir wrote: Skúli tók smáa letrið vel fram. Enda fær hann bílinn aftur ef aðstæður koma upp. En ég er mjög sáttur, bíllinn rúllaði mjög vel í bæinn. Engin vandamál. Skúli er gull af manni og æðislegt að eiga við hann viðskipti og samskipti. Snilld að þetta hafi gengið upp Gott að hann fær eiganda sem hefur tíma til að sinna honum |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|