bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 coupe Seldur!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=4077
Page 1 of 1

Author:  Einsii [ Mon 19. Jan 2004 19:55 ]
Post subject:  E36 coupe Seldur!!

Það er trúlega bara best að henda slóðinni inn og málið dautt :lol:
www.eitthvad.com/bmw

Author:  oskard [ Tue 20. Jan 2004 02:40 ]
Post subject: 

eða bara posta því sem stendur á þessari síðu hér.


Til sölu svartur E36 318is 5 gíra 11.1994 ekinn 152þús.
Mjög skemmtilegur og sprækur miðað við vélastærð en það er samt 140 helstafla fjölventla vél í honum ekki sama og kom í 318i og ia.. S stendur fyrir sport og þá er ákveðinn sportpakki með bílnum til dæmis sport púst og fjöðrun.. Ég skipti um aftur dempara í gær 17.01.2004 !!! (M-technick) en frammdempararnir eru í góðu lagi.

Bíllinn eyðir eitthvað um 10-12 innanbæjar og allt niður í 7 L/100 utanbæjar fer suður á undir 30 lítrum frá Akureyri en bíllinn er búinn að vera á Akureyri síðustu ár þannig að hann er ekki í saltinu í rvk.Bíllinn var fluttur árið 1999 til landsins. Nýlega buið að skipta um spindilkúlu að framan og þá var lika skipt um bremsuklossa svo var hann settur í tölvu um daginn og kom gallalaus þaðan, lakkið er mjög gott á honum ryðlaus (á vini sem vinna við bílaþvott sem hafa mikið séð um hann fyrir mig ;) )

það fylgja svo með honum 2 gangar af álfelgum annar orginal 15” sem er á vetrar dekkjunum og 16” á sumrin.. öll dekk eru ný og sumarfelgurnar lika er buinn að keira sumardekkin og felgurnar í mánuð en vetrardekkin í svona tvo.

En hérna er smá listi yfir það sem er í honum:

Beinskiptur
Sport fjöðrun
Sport Pústkerfi
ABS bremsur
Líknarbelgir
Vökvastýri
Tregðulæsing á dryfi
Reyklaus
M leðurstýri
Leður gírhnúður
Rafmagns Topplúga
Útvarp
CD
Rafmagn í rúðum og speglum
Dökkar rúður
Svart pluss áklæði
Fjarstýrðar samlæsingar
Þjófavörn
Álfelgur allt árið
Ný sumar og vetrardekk
Bíllinn er með 04 miða

Ásett verð er 950þús svo er það bara að gera tilboð
Skoða skipti á ódýrari

En hér eru svo myndir og kassinn sem er fyrir magnarann og þéttinn í skottinu getur vel fylgt en græjurnar verða ekki seldar og svo er þetta ekki sami cd sem fer með bílnum og er á myndunum en það fer samt Alpine með honum sem er í stíl við mælaborðið.



Einar Ingi
867-8095
Akureyri

Author:  Guest [ Tue 20. Jan 2004 08:35 ]
Post subject: 

Bíllinn ennþá til sölu?

Hefuru áhuga að taka Toyotu Corollu g6 98", ekna um 70 þús
upp í ?

Og verð svona ca ?

Author:  gunnar [ Tue 20. Jan 2004 08:38 ]
Post subject: 

Jæja þarna skeit ég á mig, þetta var ég sem var að pósta sem gestur :) :roll:

Author:  oskard [ Tue 20. Jan 2004 08:47 ]
Post subject: 

bíllinn er væntanlega enþá til sölu, þessu var póstað í gærkvöldi ;)

svo stendur í textanum góða
"Ásett verð er 950þús svo er það bara að gera tilboð
Skoða skipti á ódýrari"

og svo er hægt að fá frekar upplýsingar hérna:

Einar Ingi
867-8095


:)

Author:  Einsii [ Tue 20. Jan 2004 11:43 ]
Post subject: 

já og svo eru myndirnar og e-mail á síðunni
www.eitthvad.com/bmw

Author:  Moni [ Tue 20. Jan 2004 15:57 ]
Post subject: 

V'A mér langar í bílinn, ég eiginlega verð að redda mér pening og kaupa , en ég ætla athuga hvað ég á og hef samband ef ég sé fram á viðskipti :)

En allavega virkilega flottur bíll...

Author:  Einsii [ Wed 21. Jan 2004 16:02 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
Bíllinn ennþá til sölu?

Hefuru áhuga að taka Toyotu Corollu g6 98", ekna um 70 þús
upp í ?

Og verð svona ca ?


er þetta 1600. hvað er hann keyrður?... seigðu mer eithvað frá honum

Author:  Einsii [ Wed 21. Jan 2004 16:07 ]
Post subject: 

Moni wrote:
V'A mér langar í bílinn, ég eiginlega verð að redda mér pening og kaupa , en ég ætla athuga hvað ég á og hef samband ef ég sé fram á viðskipti :)

En allavega virkilega flottur bíll...


þakka hrósið 8)
en svo er það bara að hafa samband þegar þú ert buinn að brjóta upp sparibaukinn :!:

Author:  Kristjan [ Tue 27. Jan 2004 20:08 ]
Post subject: 

Já ruddalega fallegur bíll og fínn kraftur í honum. Ef ég væri ekki að fara útí vélabreytingar á Voffanum þá myndi ég kaupa.

Author:  joipalli [ Fri 30. Jan 2004 19:14 ]
Post subject: 

Sæll,

Ég er með nokkrar spurningar fyrir þig.

Getur þú sagt mér hvernig er að viðhalda svona 318is? T.d Olíuskipti, tímareim, hvað er langt í næsta inspection til B&L og hvað svoleiðis skoðun kostar?

Hvernig er eigandaferillinn og þjónustubókin?

Var bíllinn fluttur inn notaður eða nýr?

Þú getur svara mér hérna, einkapóst eða email.

Bestu kveðjur
Jóhannes Páll
joipalli1984@hotmail.com

Author:  Einsii [ Sat 31. Jan 2004 02:57 ]
Post subject: 

til að byrja með er gott að geta sagt þér að þú skiptir ekkert um reimina það er keðja ;)
Ég er á akureyri og hef þessvegna farið með hann til bjarnhéðins svo ég veit ekki með verðin í b&l en það kostaði mig eithvað um 10þús að smyrja síðast og þá var skipt um einhverjar síur og gert sona lítið "fyrir veturinn" tékk frostlögur og þannig dót en á reikningana fyrir öllu sona nenni bara ekki að rölta úti bíl að ná í það og skoða en veit allavega að það fer mikið af olíu á hann 6 lítrar minnir mig að það hafi verið og ekki ódýr heldur þannig að stór hluti að þeim kostnaði er bara olían sjálf það er örukelega hægt fara í bæði ódyrari og dýrari olíu.
Ég veit ekki hvenar næsta inspection er en ég fór með hann í inspection í sumar.
Innfluttur '99 veit ekkert um eigendamál þar á undan en þekki síðasta eiganda og held að sásem hafi átt hann á undan honum hafi flutt hann inn en það er nátturulega bara hægt að fara á sölu og láta athuga eigandaferil þar.
Ef það er eithvað fleira þá er bara að spurja... Altaf gaman að miðla visku sinni á netinu :lol:

Author:  joipalli [ Sat 31. Jan 2004 03:33 ]
Post subject: 

Sæll, þakka þér fyrir snöggt og gott svar

Hvað var hann ekinn þegar hann kom hingað heim?

Kom einhver stimpluð þjónustubók með honum?

Eitt í viðbót, er þetta einhverskonar tjónabíll?

Ég hef þá ekki fleiri spurningar :)

Author:  Einsii [ Sat 31. Jan 2004 11:28 ]
Post subject: 

Ég bara er búinn að gleima hvað hann var ekinn þegar hann kom til landsinns var buinn að komast að því fyrir löngu siðan
Engin þjónustubók :( og síðasti eigandi sagðist ekkert vita um hana heldur
Og nei þetta er ekki tjónabíll.. en einsog ég seigi þá veit ég ekki með hvað gekk á úti en það bendir ekkert til þess að hann sé tjónaður, gaurinn á verkstæðinu sem skoðaði hann fyrir mig þegar ég keipti hann sagðist enginn ummerki sjá um það og svo finnst mer ótrulegt að hann hafi verið fluttur inn 99 tjónaður

Author:  Einsii [ Sun 15. Feb 2004 20:29 ]
Post subject: 

Jæjja ætli það verði þá ekki bara bráðum corolla til sölu í staðin... Maður verður nu að koma sér aftur á BMW sem fyrst :!:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/