bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
740i 1994 (E38) Til sölu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=3956 |
Page 1 of 4 |
Author: | saemi [ Sun 11. Jan 2004 00:14 ] |
Post subject: | 740i 1994 (E38) Til sölu |
SELDUR Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þó svo að ég sé ekki farinn á fullt að selja gripinn, þá er rétt að benda á að bílllinn er til sölu. Planið er að selja bílinn með vorinu, en ef kaupandi finnst fyrr er það í góðu lagi. Víkjum okkur að því sem máli skiptir: Fyrst skráður 29.09.1994 Innfluttur frá Þýskalandi 11. 1999 akstursstaða þá c.a. 70.000km Ekinn 114.000 km í Janúar 2004. Það er búið að lesa af honum í tölvunni hjá B&L til að fá þessa kílómetrastöðu staðfesta. Það sjást ekki ummerki þess að hann hafi verið keyrður meira og skrúfaður niður. Inspection I framkvæmd síðast hjá T.B. þann 08.10.2003 í 112.000km (skipt um kælivökva og frostlög ásamt fleiru). Eitt grænt ljós farið síðan. Cossmosschwarz metallic með beige leðri. Það helsta sem er af aukabúnaði: -GSM sími -Fjarlægðarskynjarar framan og aftan -Rafdrifin gardína í afturglugga -Hiti í framsætum -Rafmagn í sætum með minni v/m -"Komfort" sæti -Stýri úr við og leðurklætt (mjög sjaldgæft) -pluss og gúmmí mottur -Glær ljós allan hringinn -CD MP3 (Blaupunkt Daytona MP53 glænýtt. Original tækið fylgir að sjálfsögðu með). -18" original 8x18 2ja hluta BBS felgur 8J * 18 ET 20 (original BMW dótarí). Með Dunlop SP Winter Sport M2 235/50 R18 98H dekkjum. Rétt að minna á það að í staðalbúnaði er spólvörn sem þrælvirkar í snjónum og hálkunni. Bíllinn verður afhentur skoðaður 2004 (með 2005 miða) ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() Verð: 1.990.000.- Það er ekkert áhvílandi þessum bíl. Ég tek helst ekki bíla upp í og þá ekki nema að það sé allavega milljón í milligjöf. Og að sjálfsögðu þá veikari fyrir að taka BMW upp í heldur en aðra "lesser brand". smu@islandia.is |
Author: | jens [ Sun 11. Jan 2004 00:48 ] |
Post subject: | |
...slef,slef... þetta er með lallegri BMW sem ég hef nokkur tíman séð. ![]() ![]() ![]() enn og aftur spurning um peninga... ![]() |
Author: | Jss [ Sun 11. Jan 2004 03:59 ] |
Post subject: | |
Þetta er alveg gullfallegur bíll og sér ekki á honum, er fallegri "in real life" heldur en á myndunum og nógu er hann flottur á þeim. ![]() |
Author: | Alli [ Sun 11. Jan 2004 23:20 ] |
Post subject: | |
Vááá þessi er flottur... |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 12. Jan 2004 00:01 ] |
Post subject: | |
i wish i had some cash, langar meira en allt í þennan bíl |
Author: | Benzer [ Mon 12. Jan 2004 00:49 ] |
Post subject: | |
Er 4,0l eða 4,4 litra vél i honum ![]() |
Author: | jens [ Mon 12. Jan 2004 00:53 ] |
Post subject: | |
...varð að breyta þessu, mín mistök. hehe? |
Author: | Benzari [ Mon 12. Jan 2004 01:11 ] |
Post subject: | |
jens wrote: ...er myndin þar sem bíllinn speglast í vatninu tekinn á Ísafirði ?
Nei, ekki nema Esjan hafi verið flutt þangað bara fyrir þessa myndatöku ![]() http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 94&start=0 |
Author: | bebecar [ Mon 12. Jan 2004 10:13 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll og virkar ótrúlega vel, ég hafði aldrei keyrt 740 áður en hann kom verulega á óvart. Þó var ég nú ekekrt að taka á honum enda á Sæmi hann ![]() Ef ég gæti nú platað tengdó í eitthvað svona... |
Author: | Guest [ Mon 12. Jan 2004 11:00 ] |
Post subject: | |
vá!!! einn galli ekki hægt að redda bílaláni!! ![]() |
Author: | bebecar [ Mon 12. Jan 2004 11:11 ] |
Post subject: | |
Já, það gerði mér erfitt fyrir með sölu á mínum bíl (Fyrirgefðu Sæmi umræðuna á sölukorknum þínum). Mig langar samt að benda á eitt, hve vel hannaður þessi bíll er. Það er bara erfitt að trúa því á þessum myndum að þetta sé 10 ára gamall bíll! Góð kaup í svona bílum, sígilt útlit og líka til marks um hve peningum manns getur verið ílla varið í að kaupa nýja Corollu ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Mon 12. Jan 2004 13:59 ] |
Post subject: | |
Endalaust fallegur bíll, langar mjög mikið í hann. Og Sæmi fær alveg 10+ í einkunn fyrir góða auglýsingu! ![]() |
Author: | saemi [ Mon 12. Jan 2004 14:38 ] |
Post subject: | |
BMW X5 wrote: Er 4,0l eða 4,4 litra vél i honum
![]() Thad er 4.0 vel i honum. Er i ollum bilum fram til 1996 |
Author: | Alpina [ Mon 12. Jan 2004 21:40 ] |
Post subject: | |
Hóhóhó hhmmmmmmm........... hvernig var þetta með STANDHEIZUNG ,saemi, er þetta ekki það eða er þetta eitthvað annað ![]() Sv.H og já bíllinn er sérlega vel með farin og voru þetta án vafa BARANKAUF!! |
Author: | zazou [ Mon 12. Jan 2004 22:14 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: ...til marks um hve peningum manns getur verið ílla varið í að kaupa nýja Corollu
![]() HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA ![]() bebecar fær fullt hús stiga fyrir þetta ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |