Gæti farið svo að ég verði að selja bílinn á næstunni.
Þannig að "here goes":
Til sölu svartur BMW M5 árgerð 1990.
Ekinn 161.000 km. Fluttur inn 1998, þá ekinn 82.000 km (fyrsti umráðamaður á Íslandi B&L).
Aukabúnaður: Svart leður, sjálfvirk miðstöð m. AC, cruise-control, loftpúði í stýri og svo þetta venjulega: rafm í rúðum, samlæsingar ofl.
17" BBS álfelgur. Breidd: 8,5" að framan, 9,5" að aftan.
Dekk: Dunlop SP Sport 9000 235/45-17 og 265/40-17 (sett undir ný í júní)
Mjög góður bíll í alla staði. Ætla ekki að segja að hann sé óaðfinnanlegur, enda ekki nýr, en hann er MJÖG góður eins og margir hérna á spjallinu geta örugglega staðfest. Virkar vel og er mjög solid í alla staði.
Hlutir sem skipt hefur verið um á undanförnu ári:
Kúpling, þ.e. diskur, pressa og lega.
Demparar, gormar, bremsudiskar og klossar að aftan.
Allar reimar framan á mótor. Plasthlífar undir mótor.
Hjöruliður/púði á drifskafti, aftan á gírkassa.
Kertaþræðir, kveikjulok og hamar.
Ofl.
Ath. skipti á ódýrari, ekkert áhvílandi.
Verð 1.300.000 kr.
Set inn nýjar myndir af bílnum í vikunni. Það eru nú einhverjar myndir til af honum hérna víðsvegar á spjallinu (t.d. í undirskriftinni minni

)
Svara fyrirspurnum hér og á PM.