Bíllin er seldur
Til sölu er BMW E34 540i árgerð 1993.
Helstu upplýsingar:
Árgerð: 1993
Keyrður: 187.xxx
Sjálfskiptur
Svört buffalo leðurinnrétting
Dráttarbeisli sem hægt er að taka af
Loftkæling
Sjálfvirk tvívirk miðstöð
Ný frjókornasía
Fjarstýrðar samlæsingar
Velour mottur
Það er ekki topplúga á bílnum.
Í fyrra voru settir nýir bremsudiskar allan hringinn og púðar.
Eftir því sem ég best veit hefur bíllinn aldrei lent í tjóni.
Bíllinn er á 17" BBS style 5 felgum. Dekk á felgum eru Michelin Pilot Sport sem eru hreint út sagt fantagóð akstursdekk.
Breidd á felgum er 8" að framan og 9" að aftan. Framdekk eru 235/45 og eru hálfslitin. Afturdekk eru 255/40 og eru komin niður í slitrendur.
Vetrardekk á original 15" basket weave felgunum fylgja með.
Það er farið að myndast ryð neðst í hurðum. Lakkið á toppinum er slappt og það er sprunga í einu framljósinu.
Bíllinn hefur staðið nokkra mánuði inni í skúr hjá mér en rann athugasemdalaust í gegnum skoðun um daginn.
Íslendingur sem hafði verið búsettur í Lúxemborg tekur þennan bíl heim með sér í ársbyrjun 2004 og setur upp í annan bíl hjá B&L. Ég kaupi bílinn af B&L 2004 og er þriðji eigandi (ef B&L er ekki talið með þ.e.a.s). B&L, Tækniþjónusta bifreiða og nú síðast snillingarnir hjá Eðalbílum, hafa sinnt öllu viðhaldi.
Bíllinn er gríðarlega þéttur í akstri og ekkert sem skröltir. Vegna stækkandi fjölskyldu er maður kominn á einhverja jeppadruslu og þess vegna er bíllinn til sölu.
Ásett verð: 450.000 kr.
ENGIN SKIPTIMyndir





Hafið samband í ep
-eða-
Sími: 842-3142
Gummi