bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i Coupe Turbo - BS-187 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=37549
Page 1 of 5

Author:  Djofullinn [ Tue 26. May 2009 09:59 ]
Post subject:  BMW 325i Coupe Turbo - BS-187 - SELDUR

Vegna líklegra flutninga til Ítalíu neyðist ég til þess að láta þennan fara :cry:


BMW 325i Coupe Turbo @ 11 psi
Upprunalega 318i en búið að breyta honum í 325i. Rafgeymir ennþá frammí.
Litur Delphin Metallic
Árgerð 1988
244.000 km
Fluttur inn frá Þýskalandi 2004.

Aukahlutir:
Rafdrifin topplúga sem virkar 100%
Rafdrifnar rúður
Samlæsingar
Gardína í afturrúðu

Innrétting:
Svört Vinyl sportsæti sem líta mjög vel út og eru óbrotin. Eina rifa í bílstjórasæti.
320mm sport stýri
M-Tech gírhnúður

Vél:
M20B25
Búið að skipta um allar pakkningar
Raceware heddstuddar
Soðnir vatnsgangar á heddi, hedd yfirfarið. Nýlegar ventlastýringar
Svart ventlalok og soggrein
0,140" MLS heddpakkning
K&N cone filter
Poly urethane mótorpúðar

Engine management:
Perfect Power XMS3

Turbo kerfi:
ITS T04e turbocharger, 60 trim compressor wheel, S4 Turbine and .58 exh housing
TCD bottom mount turbomanifold
Tial 38mm wastegate
Tial BOV
24x12x3" Intercooler
2,5" charge pipes
42lbs spíssar
Kaldari NGK spark plugs
3" downpipe
Wideband sensor
Walbro bensíndæla

Drifrás:
Getrag 260 original 325i 5 gíra gírkassi
Nýleg Sachs 618 sport kúplingspressa
Nýleg Sachs kúpling
Nýleg Sachs sport TOB
Nýlegur Sachs Slave cylender
3.46 LSD - Nýleg VS500 olía
Poly urethane gírkassapúðar

Púst:
Einfalt 3" með opnum "turbo" endakút

Fjöðrun:
KW sport demparar - Um 15 þús km á þeim
OBX coilovers að framan
Jamex 60mm lækkunargormar að aftan
E30 M3 offset control arm fóðringar - Um 10 þús km
E46 M3 aftur demparafóðringar - Um 10 þús km
Strutbrace að framan
Báðar framspyrnurnar eru nýlegar og keyrðar undir 10 þús km

Stýrisbúnaður:
E36 steering rack og stýrisendar

Bremsur:
Standard 325i bremsur
Nýir diskar að framan
Nýir klossar framan og aftan

Útlit:
Lip spoiler á skotti
Alvöru Hella dark framljós
Nýra málað svart
M-Tech II framsvunta
Grá stefnuljós að framan
Augabrúnir geta fylgt
SE sílsar eru til en á eftir að setja á bílinn

Felgur og dekk:
LM Technik 8,5x17" og 10x17" felgur - Svartar miðjur
Framdekk 215/40/17 Afturdekk 245/35/17



Bíllinn er mjög góður í akstri og snarvirkar á 11 pundum.
Búið er að setja Wasted Spark háspennukefli í hann en það á eftir að tengja það. Einnig á eftir að græja í hann Boost Controller. Það verður gert næst þegar Gunni GSTuning kemur til landsins.
Eftir það verður hægt að blása 1.5 bar +
Bíllinn verður þá um og yfir 400 hö 8)
Núna er hann líklega um 280 hö

Bíllinn er frekar ljótur og þyrfti helst að mála hann allann svo hann yrði ekki mislitur.
Annað frambrettið er beyglað en annað stráheilt fylgir.
Ryð er komið hér og þar, mest yfirborðs sem ég er að fjarlægja þessa dagana, en síðan eru nokkrir ryðblettir sem þarf að skera úr og sjóða búta í.
Stuðararnir eru af öðrum bíl og eru ómálaðir. Einnig á eftir að mála SE sílsana og M-Tech II framsvuntuna.
Ástæðan fyrir beyglaða brettinu er að fyrri eigandi keyrði á ljósastaur, við það beyglaðist gólfið inn hjá kúplingspedalanum, þannig að það þarf að berja það út eða skera beygluna úr og sjóða nýjar plötur í.

Allt túrbótengt sem hefur verið keypt í bílinn var keypt nýtt og var aðeins keypt góða dýra hluti, ekkert cheap stöff. Búið er að keyra það 10 þús km. Það kostaði allt yfir 700 þús þegar það var keypt á góða genginu. Myndi eflaust kosta nálægt 1,4 í dag :shock: :lol:
Allt í allt er ég búinn að eyða yfir milljón í bílinn án kaupverðs.


Verð:
SELDUR

Skoða eingöngu skipti á ódýrum bílum. Undir 300 þús ca.


Myndir:


Image

Image

Image

Image

Image

Image



Sendið PM

Author:  Kristjan [ Tue 26. May 2009 10:07 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Það vantar ekki framboðið á græjum!

Author:  Einarsss [ Tue 26. May 2009 10:08 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

:shock:


þetta er virkilega gott verð, þessi bíll er bara solid og alveg þrælvirkar á 11psi.

spái því að hann fari fljótt

Author:  arnibjorn [ Tue 26. May 2009 10:31 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Damn, vildi að þú værir til í skipti á 335.

Ég væri alveg til í að mökka á þessu í sumar.

Þessi hlýtur að rjúka út! :)

Author:  jens [ Tue 26. May 2009 10:34 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Geðveikur bíll og innrétting.

Author:  Steinieini [ Tue 26. May 2009 10:43 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Úff þetta er fína verðið myndi helst vilja sjá hærri verðmiða :P

Þessi bíll er með lægstu þjöppuna held ég ef maður tekur einars og minn svo það er potential í mikinn blástur!

Hann togar alveg brutal þessi fannst mér þegar ég sat í honum

Author:  Djofullinn [ Tue 26. May 2009 11:03 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Steinieini wrote:
Úff þetta er fína verðið myndi helst vilja sjá hærri verðmiða :P

Þessi bíll er með lægstu þjöppuna held ég ef maður tekur einars og minn svo það er potential í mikinn blástur!

Hann togar alveg brutal þessi fannst mér þegar ég sat í honum

Já þjappan er 7 eitthvað þannig að það ætti að vera hægt að blása slatta inn á hann 8)


Þegar Aron Jarl átti bílinn fyrir rúmum 20 þús km þá skipti hann meðal annars um liði í drifskafti, upphengju, guibo, subframefóðringar og spyrnufóðringar.

Author:  gunnar [ Tue 26. May 2009 11:12 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Rugl gott verð fyrir svona maskínu :shock: :shock: :thup:

Author:  Einarsss [ Tue 26. May 2009 12:36 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

þetta er langt undir kostnaðarverði...

Author:  arnibjorn [ Tue 26. May 2009 12:39 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

einarsss wrote:
þetta er langt undir kostnaðarverði...

Var einhver að segja eitthvað annað? :lol:

Author:  Sezar [ Tue 26. May 2009 12:47 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

arnibjorn wrote:
Damn, vildi að þú værir til í skipti á 335.

Ég væri alveg til í að mökka á þessu í sumar.

Þessi hlýtur að rjúka út! :)


Þið eigið ekkert líf :lol: Spóla og bjórþamb :mrgreen:

Vá hvað ég væri til í að flytja til Ítlaíu með fjölskylduna,,,,,segi ég allavega 8) 8)

Author:  arnibjorn [ Tue 26. May 2009 12:52 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

Sezar wrote:
arnibjorn wrote:
Damn, vildi að þú værir til í skipti á 335.

Ég væri alveg til í að mökka á þessu í sumar.

Þessi hlýtur að rjúka út! :)


Þið eigið ekkert líf :lol: Spóla og bjórþamb :mrgreen:

Vá hvað ég væri til í að flytja til Ítlaíu með fjölskylduna,,,,,segi ég allavega 8) 8)

Hvað ertu að bulla gamli?!

Það er lífið! :lol:

Author:  Einarsss [ Tue 26. May 2009 13:00 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

arnibjorn wrote:
einarsss wrote:
þetta er langt undir kostnaðarverði...

Var einhver að segja eitthvað annað? :lol:


nei nei ... bara leggja áherslu á það ;) ég myndi aldrei selja minn á þessu verði enda verður hann aldrei seldur 8)

Author:  arnibjorn [ Tue 26. May 2009 13:04 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

einarsss wrote:
arnibjorn wrote:
einarsss wrote:
þetta er langt undir kostnaðarverði...

Var einhver að segja eitthvað annað? :lol:


nei nei ... bara leggja áherslu á það ;) ég myndi aldrei selja minn á þessu verði enda verður hann aldrei seldur 8)

Nei þinn lítur líka töluvert betur út þrátt fyrir nokkrar beyglur.

þetta er bíll uppá 200-300k og turbo breytingar uppá ~700k og svo plús allt annað.

Gott verð :D

Author:  gardara [ Tue 26. May 2009 16:13 ]
Post subject:  Re: BMW 325i Coupe Turbo - BS-187

:drool: :drool: :drool:

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/