Til sölu er 525iA E34 1993 árgerð.
Bíllinn er ekinn c.a. 247þús km.
Eins og flestir vita þá er þessi vél 24ventla 192hö. Snilldarvélar.
Bifreiðin er sjálfskipt svo það fari ekki á milli mála.
Hann er með svartri comfort leðurinnréttingu. Rafmagnsfærsla í framsætum og hiti í þeim.
Cruise control
Airbag leðurstýri
Stóra tölvan
Topplúga
Samlæsingar
Rafmagn í framrúðum
Rafstýrð sóllúga
Hæðarstilling á framljósum (virkar meira að segja)
EKKI læst drif
17" "Rondell" felgur með dekkjum (Bridgestone minnir mig) sem eru svo til ný. Allar felgur ókantaðar, beinar og líta ágætlega út.
Nýskoðaður
Þessi bíll var innfluttur árið 1997. Ég keypti bílinn fyrir um 2 mánuðum síðan. Hann hafði þá staðið í rúmt ár. Bíllinn lenti í framtjóni og ég setti á hann húdd, ljós, grill og framstuðara. Ásamt því að skipta um hitt og þetta smálegt. Setti einnig í hann svarta leðurinnréttingu (það var búið að ræna innréttingunni úr honum).
Það skal viðurkennast strax að þessi bíll hefur lent í framtjóni eins og áður sagði og vegna þess þá passa ekki allar línur 100% að framan (húdd bretti og framstykki). Það er ekkert ljótt að sjá að framan í grindinni, en þó hefur bitinn fremst gengið aðeins til. Ég hef ekki gefið mér tíma í að stilla þetta af, það er eflaust hægt að ná þessu betur með smá tíma og fyrirhöfn. Ég átti boddíhluti í sama lit og með þessum V8 framenda (þetta kom af 540i bíl).
Bíllinn er ótrúlega þéttur, samlæsingar í 100% lagi, engin villuboð, cruisið, rúðurnar, sætin og lúgan virka, ekkert bull í gangi.
Búið er að leggja fyrir magnara og setja öflugri nýrri hátalara í bílinn sem eru með nýjum lögnum í.
Við skúra Bjarki erum að klára bílinn, smotterí eftir.
Þetta er mjög snyrtilegur og "clean" bíll. Lakkið gott, svo til ekkert ryð í bílnum.
LÆKKAÐ VERÐ: 350.000.- stgr. Þar sem gott væri að losna við gripinn sem fyrst
Hægt að fá hann ódýrari með 15" felgum, þá er verðið 270þús!
Það má semja um að láta með honum 500W magnara, keilu og Pioneer MP3 spilara með fjarstýringu með fyrir rétt verð.
Sæmi 699-2268 /
smu@islandia.is