bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 735ia E32 1992 -þarfnast viðgerðar eða fínn í rif SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=35293 |
Page 1 of 1 |
Author: | Svessi [ Thu 26. Feb 2009 03:05 ] |
Post subject: | BMW 735ia E32 1992 -þarfnast viðgerðar eða fínn í rif SELDUR |
SELDUR BMW 735ia E32 árgerð 1992, rennur útúr verksmiðjunni 25. október 1991. Selst í því ástandi sem hann er í, sold as is. Bíllinn er númeralaus og er búinn að vera það síðan 13. nóvember 2007. Það var klippt af bílnum vegan skoðunnar. Ég keypti bílinn í janúar (2008) í fyrra þá með brotinn rockerarm, ég varð mér úti um annað hedd sem var í lagi, sem keyrt er 200 þús km og ég er búinn að skipta, ég ventlastillti í leiðinni. Þessi bill er fínn fyrir einhvern duglegann sem langar í project, en það er fullt af smáhlutum sem þarf að gera við (tel það upp hér neðar) Hann væri líka tilvalinn í niðurrif, fullt af góðum varahlutum. ![]() ![]() ![]() Bílnúmerið er: PU-707 Síðustu 7 í Vin (boddy) númeri: DA55182 Litur: Granitsilber metallic (237) Innrétting: Anthrazit Stoff (0422) Partalisti samkvæmt fæðingarvottorði: 213 Hill descent control (HDC) 240 Leather steering wheel 339 Satin chrome 401 Sliding/vent roof, electric 428 Warning triangle 438 Wood trim 464 Skibag 494 Seat heating f driver/front passenger 508 Park distance control (PDC) 510 Headlight beam-throw contr. F low beam 528 Automatic air recirculation control (AUC) 534 Automatic air conditioning 570 Stronger electricity supply 655 BMW Bavaria c business 801 Germany version Ekinn 255 þús km Vélin er M30B35 og er gangfær. Það helsta sem er að: Komið smá rið hér og þar. Allir demparar eru ónýtir. (á til tvo notaða frammdempara í lagi) Olíupannann lekur. Þegar maður snýr stýrinu þá er eins og komi tregða og ef maður snýr fastar þannig að maður fari yfir tregðuna þá hoppar stefnuljósastöngin aðeins til. Pústið er alveg ónýtt, komið rið og göt á mörgum stöðum. Það er deadlock í einum af lásunum (ég á samt til vara, þarf bara að skipta) Það er eitthvað smá relay problem, hef ekki fundið útúr því og hef ekki heldur neitt pælt mikið í því, en það er svoleiðis: Allar rafmagnsrúður, speglar, topplúga og aksturtölva eru í lagi, en það er eins og relay-ið fyrir þetta detti út og kemur svo stundum inn aftur. Honum hefur ekkert verið ekið síðasta eitt og hálft árið (í það minnsta) nema ég hef rétt prófað öðru hverju inn og út íbúðargötuna sem ég bý í og þá hefur mér þótt hann snuða sjálfskiptinguna, getur velverið að það sé eitthvað stillingaratriði eða skipta um olíu, veit ekki, en sá sem ég keypti bílinn af vildi meina að það hefði ekki verið langt síðan skiptingin hefði verið tekin upp (Ég hef ekkert nema hanns orð fyrir því). Svo geta verið einhverjir smáhlutir sem ég man ekki eftir eða finnst það svo lítið að ég er ekki að lista þá upp hér , læt bara áhugasama sem koma og skoða vita. Það eru bara þrír hjólkoppar. Svarta plastið sem á að vera undir hægri frammhurðinni og nær undir hægra frammbrettið, ég á tvö svoleiðis og þau fara með bílnum, ég á því miður ekki littla svarta listann sem á að vera á frammbrettinu. Önnur stálfelgan að aftan (er sennilega fyrir 3-línu) passar ekki að framan, er samt BMW stálfelga. Dekkin eru öll sama tegund og stærð, slitin, naglalaus, gömul vetrardekk. (Gætu mögulega orðið ágætis spól dekk) Með bílnum fylgir góður og öflugur 100 ampera rafgeymir. Rafallinn í bílnum er mjög góður og öflugur. Eins og áður segir er bíllinn til sölu í því ástandi sem hann er í. Verð 90 þús, engin skipti. Bíllinn er í Garðabæ. Hægt að hafa samband við mig í síma 863-6204, Sverrir, eða í einkapóst hérna. Ef ekki næst í mig, hrindu aftur seinna eða sendu sms. EKKI hringja í mig til að spyrja um sölu á stökum hlutum úr bílnum, sendu einkapóst. Ef þú sérð eitthvað sem þú hefðir áhuga á að kaupa stakt úr bílnum máttu senda mér einkapóst með tilboði og hvernig hægt er að ná í þig. Ég ætla sjálfur ekki að verðleggja staka hluti úr bílnum, allavega ekki til að byrja með. Því ef ég fæ ekki viðunandi tilboð í bílinn getur verið að ég rífi hann sjálfur. Ég ætla ekki að rífa bílinn sjálfur nema ég hafi örugga sölu á pörtunum. Ef einhver kaupir bílinn af mér til að rífa og einhverjir eru búnir að sýna áhuga á stökum pörtum skal ég forwarda þeim upplýsingum til kaupanda. |
Author: | elli [ Thu 26. Feb 2009 09:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
Færð "plús" fyrir góða auglýsingu... eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar ![]() |
Author: | srr [ Thu 26. Feb 2009 11:10 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
Svessi wrote: Honum hefur ekkert verið ekið síðasta eitt og hálft árið (í það minnsta) nema ég hef rétt prófað öðru hverju inn og út íbúðargötuna sem ég bý í og þá hefur mér þótt hann snuða sjálfskiptinguna, getur velverið að það sé eitthvað stillingaratriði eða skipta um olíu, veit ekki, en sá sem ég keypti bílinn af vildi meina að það hefði ekki verið langt síðan skiptingin hefði verið tekin upp (Ég hef ekkert nema hanns orð fyrir því). Sá sem kaupir.....ætti að versla þetta líka ![]() ![]() E32 Bsk swap viewtopic.php?f=12&t=33243 En ég er sammála Ella, þetta er flott og upplýsingamikil auglýsing! ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 26. Feb 2009 18:31 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
srr wrote: Svessi wrote: Honum hefur ekkert verið ekið síðasta eitt og hálft árið (í það minnsta) nema ég hef rétt prófað öðru hverju inn og út íbúðargötuna sem ég bý í og þá hefur mér þótt hann snuða sjálfskiptinguna, getur velverið að það sé eitthvað stillingaratriði eða skipta um olíu, veit ekki, en sá sem ég keypti bílinn af vildi meina að það hefði ekki verið langt síðan skiptingin hefði verið tekin upp (Ég hef ekkert nema hanns orð fyrir því). Sá sem kaupir.....ætti að versla þetta líka ![]() ![]() E32 Bsk swap viewtopic.php?f=12&t=33243 En ég er sammála Ella, þetta er flott og upplýsingamikil auglýsing! ![]() af hverju ætti maður að vilja beinskipta sjöu ![]() |
Author: | Svessi [ Thu 26. Feb 2009 19:37 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
Eru ekki einhverjir í E30 M30B35 pælingum og þá skemmtilegra að vera með beinskipt? |
Author: | Alpina [ Thu 26. Feb 2009 23:13 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
M30 E30 er alveg pottþétt pre-2009 ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | . [ Thu 26. Feb 2009 23:14 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
Svessi wrote: Eru ekki einhverjir í E30 M30B35 pælingum og þá skemmtilegra að vera með beinskipt? afhverju að rífa sjöu fyrir e30? ![]() |
Author: | elli [ Fri 27. Feb 2009 08:20 ] |
Post subject: | Re: BMW 735ia E32 1992 – þarfnast viðgerðar eða fínn í rif |
. wrote: Svessi wrote: Eru ekki einhverjir í E30 M30B35 pælingum og þá skemmtilegra að vera með beinskipt? afhverju að rífa sjöu fyrir e30? ![]() Góður punktur ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |