| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| BMW 1802 árgerð 1974.Til sölu.SELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=34724 |
Page 1 of 4 |
| Author: | Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:17 ] |
| Post subject: | BMW 1802 árgerð 1974.Til sölu.SELDUR |
Þessir sjást nú ekki á hverjum degi. Nú jæja þá!! Þar sem ég er með of mörg járn í eldinum OG búinn að fylla alla skúra af bílum hjá ættingjum verð ég að láta þennan töffara frá mér, og leyfa öðrum að njóta hans Um er að ræða alveg prýðilegt eintak af 1974 BMW 1802. Held að það séu um 3-4 eigendur síðan bíllinn kom hingað um 1977. Ekinn 74þús km á mæli,,,,gæti vantað 1 fyrir framan. Bíllinn er ótrúlega heill og nánast ryðlaus, hefur verið klassaður til á boddý en fengið lélega sprautun. Hann er með topplúgu,en það þarf að dytta að henni. Kramið virðist hafa fengið góða yfirhalningu og rýkur hann í gang, gengur eins og klukka og keyrir flott.....þessvegna til Akureyrar í einum rykk. Hrikalega gaman að keyra hann, hann hreyfist alveg á gjöfinni....og vekur MEGA athygli á götum borgarinnar..hehe. Bremsur og handbremsa 100%. Krómlistar allir til staðar og stuðarar mjög góðir. Það er glænýtt púst frá BJB með enda kútnum fyrir miðju, mjög töff. Nýr rafgeymir ,alternator,kúpling. 14"Álfelgur á góðum Old school Cooper Cobra dekkjum.....hvítu stafirnir mar 4gíra kassi í góðu standi. Mjög góður að innan, og öll innrétting til staðar. Allir mælar virka, og ljós í mælaborði. Glænýjar steðjaplötur, bíllinn var settur á númer sl sumar og skoðaður 08. Fornbíll, engin bifreiðagjöld og 15þús á ári í tryggingar. Það fylgir eitthvað af smádóti með honum, speglar,aukaljós,ofl Einnig glænýtt old style Momo leðrað sportstýri,,,,en þarf að panta höbbinn á ebay..80$. Þessir eru léttir alveg MEGA efnilegir í ýmisskonar vélarswapp, en mig langaði að henda m20 í hann. Ég ætla að setja á hann sanngjarnan 290þús kall. Uppls í 8678797 eða ep. ATH,EKKERT BULL OG KJAFTÆÐI!!! Myndir síðan í dag.
|
|
| Author: | ///MR HUNG [ Sun 01. Feb 2009 23:19 ] |
| Post subject: | |
Nei þetta má ekki drengur
|
|
| Author: | Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:30 ] |
| Post subject: | |
///MR HUNG wrote: Nei þetta má ekki drengur
![]() Veit það, ég finn bara ekkert innipláss fyrir þennan töffara. Svo er ég líka að missa stæðið í Vitatorginu þar sem þessi stendur.
|
|
| Author: | Lindemann [ Sun 01. Feb 2009 23:43 ] |
| Post subject: | |
Þessi væri töff með S14 |
|
| Author: | gunnar [ Sun 01. Feb 2009 23:43 ] |
| Post subject: | |
Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér |
|
| Author: | Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:45 ] |
| Post subject: | |
gunnar wrote: Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér
Ok, geturðu geymt 10stk |
|
| Author: | Einarsss [ Sun 01. Feb 2009 23:45 ] |
| Post subject: | |
djö ... mig langar í hann! spurning hvort að jarlinn ætti ekki kaupa hann og skella S14 í |
|
| Author: | gunnar [ Sun 01. Feb 2009 23:49 ] |
| Post subject: | |
Sezar wrote: gunnar wrote: Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér Ok, geturðu geymt 10stk Þú ert ferlegur maður... Þú þarft að fara að græja þér flugskýli fyrir allt þetta dót þitt... Veistu ekki að það er kreppa !!! |
|
| Author: | ///MR HUNG [ Mon 02. Feb 2009 00:04 ] |
| Post subject: | |
Ég gæti nú kannski fundið innistæði ef það er vandamálið. |
|
| Author: | Mazi! [ Mon 02. Feb 2009 02:51 ] |
| Post subject: | |
Djöfull hvað mig langar í þennan !!!!! |
|
| Author: | doddi1 [ Mon 02. Feb 2009 10:59 ] |
| Post subject: | |
Mazi! wrote: Djöfull hvað mig langar í þennan !!!!!
segjum það 2 |
|
| Author: | srr [ Mon 02. Feb 2009 11:47 ] |
| Post subject: | |
Ég vona að þessi bíll fari í góðar hendur. |
|
| Author: | SteiniDJ [ Mon 02. Feb 2009 12:17 ] |
| Post subject: | |
srr wrote: Ég vona að þessi bíll fari í góðar hendur.
Segjum tveir. |
|
| Author: | arnib [ Mon 02. Feb 2009 15:13 ] |
| Post subject: | |
Þetta er ekkert smá fallegur bíll! |
|
| Author: | totihs [ Mon 02. Feb 2009 18:51 ] |
| Post subject: | |
þessi væri nettur algerlega óbreyttur í útliti með... s14 já eða bara m20b25 já og eitt.. nú er ég ekki svo klár á þessum gömlu bílum... Er þetta s.s. þristur eða ? |
|
| Page 1 of 4 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|