bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 1802 árgerð 1974.Til sölu.SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=34724
Page 1 of 4

Author:  Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:17 ]
Post subject:  BMW 1802 árgerð 1974.Til sölu.SELDUR

Þessir sjást nú ekki á hverjum degi.
Nú jæja þá!!
Þar sem ég er með of mörg járn í eldinum OG búinn að fylla alla skúra af bílum hjá ættingjum verð ég að láta þennan töffara frá mér, og leyfa öðrum að njóta hans :cry:

Um er að ræða alveg prýðilegt eintak af 1974 BMW 1802.
Held að það séu um 3-4 eigendur síðan bíllinn kom hingað um 1977.

Ekinn 74þús km á mæli,,,,gæti vantað 1 fyrir framan.
Bíllinn er ótrúlega heill og nánast ryðlaus, hefur verið klassaður til á boddý en fengið lélega sprautun.
Hann er með topplúgu,en það þarf að dytta að henni.

Kramið virðist hafa fengið góða yfirhalningu og rýkur hann í gang, gengur eins og klukka og keyrir flott.....þessvegna til Akureyrar í einum rykk.
Hrikalega gaman að keyra hann, hann hreyfist alveg á gjöfinni....og vekur MEGA athygli á götum borgarinnar..hehe.

Bremsur og handbremsa 100%.

Krómlistar allir til staðar og stuðarar mjög góðir.

Það er glænýtt púst frá BJB með enda kútnum fyrir miðju, mjög töff.

Nýr rafgeymir ,alternator,kúpling.

14"Álfelgur á góðum Old school Cooper Cobra dekkjum.....hvítu stafirnir mar 8)

4gíra kassi í góðu standi.

Mjög góður að innan, og öll innrétting til staðar.

Allir mælar virka, og ljós í mælaborði.

Glænýjar steðjaplötur, bíllinn var settur á númer sl sumar og skoðaður 08.
Fornbíll, engin bifreiðagjöld og 15þús á ári í tryggingar.

Það fylgir eitthvað af smádóti með honum, speglar,aukaljós,ofl
Einnig glænýtt old style Momo leðrað sportstýri,,,,en þarf að panta höbbinn á ebay..80$.

Þessir eru léttir alveg MEGA efnilegir í ýmisskonar vélarswapp, en mig langaði að henda m20 í hann.


Ég ætla að setja á hann sanngjarnan 290þús kall.
Uppls í 8678797 eða ep.
ATH,EKKERT BULL OG KJAFTÆÐI!!!
Myndir síðan í dag.
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  ///MR HUNG [ Sun 01. Feb 2009 23:19 ]
Post subject: 

Nei þetta má ekki drengur :slap:

Author:  Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:30 ]
Post subject: 

///MR HUNG wrote:
Nei þetta má ekki drengur :slap:

:cry: :cry: :cry:
Veit það, ég finn bara ekkert innipláss fyrir þennan töffara. Svo er ég líka að missa stæðið í Vitatorginu þar sem þessi stendur.
Image

Author:  Lindemann [ Sun 01. Feb 2009 23:43 ]
Post subject: 

Þessi væri töff með S14 8)

Author:  gunnar [ Sun 01. Feb 2009 23:43 ]
Post subject: 

Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér :lol:

Author:  Sezar [ Sun 01. Feb 2009 23:45 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér :lol:


Ok, geturðu geymt 10stk :lol:

Author:  Einarsss [ Sun 01. Feb 2009 23:45 ]
Post subject: 

djö ... mig langar í hann!

spurning hvort að jarlinn ætti ekki kaupa hann og skella S14 í 8)

Author:  gunnar [ Sun 01. Feb 2009 23:49 ]
Post subject: 

Sezar wrote:
gunnar wrote:
Flott pláss í skúrnum hjá mér Árni,,, þú kemur bara með eigendaskiptapappírana með þér :lol:


Ok, geturðu geymt 10stk :lol:


Þú ert ferlegur maður... Þú þarft að fara að græja þér flugskýli fyrir allt þetta dót þitt...

Veistu ekki að það er kreppa !!! :lol: :lol:

Author:  ///MR HUNG [ Mon 02. Feb 2009 00:04 ]
Post subject: 

Ég gæti nú kannski fundið innistæði ef það er vandamálið.

Author:  Mazi! [ Mon 02. Feb 2009 02:51 ]
Post subject: 

Djöfull hvað mig langar í þennan !!!!! :?

Author:  doddi1 [ Mon 02. Feb 2009 10:59 ]
Post subject: 

Mazi! wrote:
Djöfull hvað mig langar í þennan !!!!! :?


segjum það 2

Author:  srr [ Mon 02. Feb 2009 11:47 ]
Post subject: 

Ég vona að þessi bíll fari í góðar hendur.

Author:  SteiniDJ [ Mon 02. Feb 2009 12:17 ]
Post subject: 

srr wrote:
Ég vona að þessi bíll fari í góðar hendur.


Segjum tveir.

Author:  arnib [ Mon 02. Feb 2009 15:13 ]
Post subject: 

Þetta er ekkert smá fallegur bíll! :D

Author:  totihs [ Mon 02. Feb 2009 18:51 ]
Post subject: 

þessi væri nettur algerlega óbreyttur í útliti með... s14 8) 8)
já eða bara m20b25 :D


já og eitt.. nú er ég ekki svo klár á þessum gömlu bílum...

Er þetta s.s. þristur eða ?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/