bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

533i E28 bíll til sölu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=3344
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Wed 12. Nov 2003 17:47 ]
Post subject:  533i E28 bíll til sölu

Ég rakst á hann á Kassa.is Ég tek fram að ég tengist þessum bíl ekkert. Just passing it on.

Ég hef séð bílinn og hann er fínt efni. Ekkert ryð en þarf að standsetja hann og sprauta.

Sett 150 kall á hann.

Þetta er ameríkutýpa, vel búinn bíll. Leðurinnrétting ofl. Hann Högni heitinn átti bílinn og kláraði hann aldrei. Fínt dæmi fyrir handlaginn aðila.

Ég myndi skella mér á hann ef ég væri ekki með svona mikið í ofninum :?

Author:  gstuning [ Wed 12. Nov 2003 18:46 ]
Post subject: 

Er Högni látinn, engin furða að verkstæðið er lokað, maður heyrði ekkert af þessu
:(

Author:  saemi [ Wed 12. Nov 2003 19:45 ]
Post subject: 

Já, hann Högni dó víst fyrr á árinu. Heyrði að hann hefði fengið slag greyið kallinn.

:cry:

Author:  bebecar [ Thu 13. Nov 2003 09:29 ]
Post subject: 

Ég skoðaði þennan bíl hjá Högna fyrir rúmu ári síðan, hann sagði mér nú heilmikið um bílinn sem ég man fæst. En þetta eru þokkalega sjaldgæfir bílar og víst ansi sprækir.

Þessi bíll er verulega gott efni myndi ég segja.

Author:  Logi [ Thu 13. Nov 2003 09:50 ]
Post subject: 

Ég var búinn að heyra eitthvað um þennan bíl frá félaga mínum sem var alvarlega að spá í að kaupa hann. Mig minnir að hann hafi sagt að það væri búið að skipta út ameríku stuðurunum og eitthvað fleira (sem er mikill plús). Þessi bíll er víst mjög fínn (eða fínt efni kannski)

Author:  Bjarki [ Thu 13. Nov 2003 14:18 ]
Post subject: 

Held ég myndi samt frekar fá mér 535i eða M535i E28 frá þýskalandi.

Author:  Alpina [ Thu 13. Nov 2003 18:09 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Held ég myndi samt frekar fá mér 535i eða M535i E28 frá þýskalandi.


BARA SAMMÁLA............................
Sv.H

Author:  Jonni s [ Sun 07. Jan 2007 23:33 ]
Post subject: 

Eignaðist einhver kraftsmaður þennan á sínum tíma?

Author:  saemi [ Mon 08. Jan 2007 05:53 ]
Post subject: 

Wow.. gamalt :)

En, ég man ekki betur en hann Guðlaugur á Stokkseyri hafi keypt bílinn. Það ku ekki vera spjallmeðlimur.

Hann er að öðrum ólöstuðum E28 / E23 hneta í líkingu við mig.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/