bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til sölu er 518i E34 1990 árgerð - ódýr beater SELDUR!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=33158
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Wed 19. Nov 2008 21:52 ]
Post subject:  Til sölu er 518i E34 1990 árgerð - ódýr beater SELDUR!

Til sölu er 518i E34 1990 árgerð

Bíllinn er ekinn 219,900 km.

Vélin er 4cyl 114hö. Eyðir litlu!

Bifreiðin er beinskipt, að sjálfsögðu.

Bíllin er í hinum MEGA flotta Calypso-rot lit :)

Hann er með grárri tauinnréttingu. Smá trosnað upp úr bílstjórasætinu, en ekki komið gat ennþá.

Bíllinn er með:

Topplúgu - handvirk
Samlæsingar (einn mótor að aftan bilaður, veit ekki hvort ég verð búinn að gera við það)
Rafmagn í framrúðum

Á að fara í skoðun núna.

Þetta er gamli bíllinn hennar mömmu. Hún er búin að vera á honum síðustu ár. Ég hef endurnýjað hann töluvert, m.a.

Skipt var um fjöðrun fyrir þó nokkru, er í fínu lagi.
Skipt um tímareim fyrir c.a. ári minnir mig (Skúra Bjarki)
Ný bremsurör undir honum (bara leiðinlegt dæmi)
Afturfóðringar voru endurnýjaðar ásamt bremsum að aftan komplett.

Allavega, bíllinn keyrir fínt. Eyðir litlu, lítur sæmilega út fyrir utan dældir hér og þar (3 dældir, sjá myndir á morgun), miðstöðin lekur EKKI svo það er líka blússandi hiti í kuldanum á þessum.
Bíllinn verður seldur á 15” álfelgum (crossspoke styling) með 2 mjög góðum vetradekkjum, 2 aðeins misslitnum dekkjum en allt í lagi samt, ónegldum.

Til að hann renni í gegnum skoðun þarf að skipta um aftasta hljóðkútinn. Ég mun gera það á næstunni. Þangað til kostar hann 90.000.-, eftir það kostar hann 120.000

Myndir koma á morgun.

Sæmi 699-2268 / smu@islandia.is


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  saemi [ Thu 20. Nov 2008 18:06 ]
Post subject: 

Komnar myndir!

Author:  Axel Jóhann [ Thu 20. Nov 2008 18:15 ]
Post subject: 

OMG mig langar í! :oops:

Author:  Mánisnær [ Thu 20. Nov 2008 20:24 ]
Post subject: 

Djöfull flottur á litinn!

Author:  Svessi [ Thu 20. Nov 2008 20:51 ]
Post subject: 

Vá, flashback dauðans hjá mér. Þessi er nánast eins og gamli 518i bíllinn minn, liturinn og allt.
Nema hvað þessi er með topplúgu og spoiler.

Jæja, svo þetta sé nú ekki algjörlega tilgangslaus póstur:

Eyðslan á bílnum hjá mér var að mig minnir svona 11-12 lítra á 100 innanbæjar.
Fór mest í 14 lítra á nagladekkjum í miklum kulda og snjó.
Og hann var með svona 8-9 lítra á langkeyrslu.
(þetta var miðað við þegar ég var 19 ára)

Þetta var alveg topp cruizer.

Gangi þér vel með söluna

Author:  saemi [ Thu 20. Nov 2008 20:59 ]
Post subject: 

Takk fyrir það.

Já, þetta eru eðalbílar.

Author:  Kristjan [ Fri 21. Nov 2008 00:28 ]
Post subject: 

Þessi bíll og þessar felgur = Ég

http://www.rngtoy.com/thordur/almennt/A ... G_3226.jpg

Author:  saemi [ Fri 21. Nov 2008 10:31 ]
Post subject: 

Þá værir þú á mun dýrari felgum en bíllinn :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 21. Nov 2008 10:39 ]
Post subject: 

Dem, ég þori ekki einusinni að spurja að því hvað þessar felgur kosta hjá Sveinka :lol:

Author:  elli [ Fri 21. Nov 2008 12:46 ]
Post subject: 

Það er aldeilis að karlinn er að hreinsa til :shock:

Author:  saemi [ Fri 21. Nov 2008 12:58 ]
Post subject: 

Bíllinn er frátekinn fram á þriðjudag!

Author:  Kristjan [ Fri 21. Nov 2008 14:04 ]
Post subject: 

Það væri nú hægt að gera virkilega flottan bíl og stundum hefur mér fundist sumir E30 vera á dýrari felgum en raunvirði bílsins.

Svo er líka kreppa og ódýrt að aka um á 518

Leður, flottar felgur og smá tlc á lakkið og þá væri maður kominn með ótrúlega fallegt eintak af E34.

Author:  saemi [ Wed 26. Nov 2008 18:27 ]
Post subject: 

Bíllinn er seldur!

Author:  Stebbtronic [ Wed 26. Nov 2008 19:20 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Bíllinn er seldur!


Litli bróðir alveg HEAVY sáttur með nýja bílinn... 8)

Author:  saemi [ Wed 26. Nov 2008 19:28 ]
Post subject: 

Enda eðalbíll :D

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/