bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Til sölu er 525iA E34 1993 árgerðSELDUR https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=33157 |
Page 1 of 2 |
Author: | saemi [ Wed 19. Nov 2008 21:18 ] |
Post subject: | Til sölu er 525iA E34 1993 árgerðSELDUR |
Til sölu er 525iA E34 1993 árgerð. Bíllinn er ekinn 277,100 km. Eins og flestir vita þá er þessi vél 24ventla 192hö. Snilldarvélar. Bifreiðin er sjálfskipt svo það fari ekki á milli mála. Hann er með grárri tauinnréttingu. Hiti í framsætum, en er ótengt. Plöggin voru klippt úr bílnum og það þarf því að splæsa saman vírana til að hitinn virki. Smá rifa á bílstjórasætinu, þessi vanalegi staður á mjóbakinu v/m. Bíllinn er vel búinn: Cruise control Airbag leðurstýri Rafdrifin topplúga Samlæsingar (sem virka) Rafmagn í framrúðum EKKI læst drif ![]() Skoðaður síðan í sumar. Þarf ekki að fara aftur í skoðun fyrr en eftir ár! Nýjar fóðringar í afturfjöðrun (subframe bushings). Þessi bíll var innfluttur árið 1997. Ég keypti bílinn í apríl á þessu ári. Hann hafði þá staðið í rúmt ár. Þessi bíll hefur lent í framtjóni og vegna þess þá passa ekki allar línur 100% að framan (húdd bretti og framstykki). Það er ekkert ljótt að sjá að framan í grindinni, en þó hefur bitinn fremst gengið aðeins til. Fyrir skömmu lenti bíllinn einnig í afturtjóni og nú er eiginlega það besta farið úr boddíinu. Ég togaði beygluna út svo það væri hægt að loka skottinu en það borgar sig ekki að gera meira að mínu mati. Góð dæld fyrir neðan skott og skottið smá beyglað líka og brot úr ljósunum á skottinu. Ég setti aftur mjórri framendan á bílinn, með tjónuðu húddi og framstuðara sem er ekki í sama lit. Útlitslega er þessi bíll ekki nálægt því sem hann var í sumar, það má frekar líta á þetta sem vetrarbíl með góðri vél sem hægt er að nota í project eða annan samskonar bíl. En bíllinn er ótrúlega þéttur, samlæsingar í 100% lagi, cruisið, rúðurnar, sætin og lúgan virka, ekkert bull í gangi með kramið. Fínar bremsur, miðstöðin lekur EKKI svo það er blússandi hiti í kuldanum núna. Lakkið gott, svo til ekkert ryð í bílnum. Bíllinn verður seldur á 15” felgum með allt í lagi vetradekkjum, ónegldum. Ég hafði hugsað mér að hafa það stálfelgur með koppum, en það er hægt að breyta þessu, á ýmislegt til. Myndir koma á morgun, hér er linkur á eldri sölusíðu síðan í sumar. http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 23&start=0 LÆKKAÐ VERÐ: 100.000.- stgr. Sæmi 699-2268 / smu@islandia.is ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | elli [ Wed 19. Nov 2008 21:50 ] |
Post subject: | |
Þetta er bara fínasta verð fyrir skoðaðn I6 beater þar sem öll electric virkar! |
Author: | saemi [ Wed 19. Nov 2008 21:54 ] |
Post subject: | |
elli wrote: Þetta er bara fínasta verð fyrir skoðaðn I6 beater þar sem öll electric virkar!
Já, ég vil meina það! Má líta á þetta sem farartæki tímabundið og svo vél á 100þús eftir það ![]() |
Author: | birkire [ Wed 19. Nov 2008 21:54 ] |
Post subject: | |
elli wrote: Þetta er bara fínasta verð fyrir skoðaðn I6 beater þar sem öll electric virkar!
Þetta er þvílíkt góður bíll, hörkuþéttur, með rosalega smur, bensínbók og öll skoðunarplögg. En líka alveg svakalega óheppinn bíll. |
Author: | saemi [ Wed 19. Nov 2008 21:55 ] |
Post subject: | |
birkire wrote: Þetta er þvílíkt góður bíll, hörkuþéttur. En líka alveg svakalega óheppinn bíll.
Óóóóóóó já! |
Author: | elli [ Wed 19. Nov 2008 21:57 ] |
Post subject: | |
birkire wrote: elli wrote: Þetta er bara fínasta verð fyrir skoðaðn I6 beater þar sem öll electric virkar! Þetta er þvílíkt góður bíll, hörkuþéttur, með rosalega smur, bensínbók og öll skoðunarplögg. En líka alveg svakalega óheppinn bíll. Er þá ekki bara málið að láta hjálm fylgja fyrir smá auka pening, og aka hann bara þannig. Löggan færi nú ekkert að pæla í því ![]() |
Author: | ömmudriver [ Wed 19. Nov 2008 23:17 ] |
Post subject: | |
Flott verð !!! En er þetta nokkuð gamli bíllinn hans Haffa?? |
Author: | saemi [ Wed 19. Nov 2008 23:30 ] |
Post subject: | |
ömmudriver wrote: Flott verð !!! En er þetta nokkuð gamli bíllinn hans Haffa??
Nei. |
Author: | Aron Andrew [ Wed 19. Nov 2008 23:54 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: birkire wrote: Þetta er þvílíkt góður bíll, hörkuþéttur. En líka alveg svakalega óheppinn bíll. Óóóóóóó já! Hvað er málið? |
Author: | saemi [ Thu 20. Nov 2008 18:07 ] |
Post subject: | |
Komnar myndir! |
Author: | HemmiR [ Thu 20. Nov 2008 18:31 ] |
Post subject: | |
Shiiit... eins og hann var nú hrikalega fallegur i sumar ![]() ![]() |
Author: | Dorivett [ Thu 20. Nov 2008 19:03 ] |
Post subject: | |
hvað varð um leðrið úr honum? |
Author: | saemi [ Thu 20. Nov 2008 19:04 ] |
Post subject: | |
Það gufaði upp! Nei, ég tók það til að nota í annað. |
Author: | gardara [ Thu 20. Nov 2008 19:19 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Það gufaði upp!
Nei, ég tók það til að nota í annað. Væri ekki hægt að fá það með? |
Author: | saemi [ Thu 20. Nov 2008 20:08 ] |
Post subject: | |
Jú, ekkert mál. 50.000.- í viðbót og leðrið fylgir með. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |