bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 323i 1986 - TILBOÐ:200k
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=33040
Page 1 of 4

Author:  Angelic0- [ Thu 13. Nov 2008 20:15 ]
Post subject:  BMW E30 323i 1986 - TILBOÐ:200k

Er að auglýsa fyrir félaga minn, þannig að það þýðir ekkert að hafa samband við mig...

Um er að ræða E30 323i, upprunalega 318iA sem að er til sölu vegna flutninga...

Búið er að eyða miklum tíma og vinnu í þennan bíl, en í honum er M20B23 mótor sem að er búið að rebuilda alveg frá A-Ö..

Búið að taka Jetronic-L af honum og setja á hann Motronic 1.3 og kveikjukerfi í samræmi, í honum eru þrykktir háþjöppustimplar og allt nýtt frá höfuðlegum og upp í ventlafóðringar í mótor.

Bara varahlutir í þessum bíl síðustu 2 ár varða á rúmlega 700.000kr :!:

Mótorinn er mjög solid, allar fóðringar í subframe og trailing arms að aftan eru nýjar OEM... framfóðringar eru Poly og allt þar nýtt líka, í bílnum er E36 steering rack og allt nýtt þar líka...

Innréttingin er leður, en ekki sportsæti ;)

Það sem að þarf til að klára þennan bíl eru ný dekk (Felgurnar eru 16x9 og 16x7,5) og málning...

Það þarf að laga á honum silsana, komið ryð í þá, en þeir eru samt ekkert horfnir...

Með bílnum fylgir það sem að mér sýnist vera Zender aftursvunta, IX silsakit/brettakantar og með þessu væri flott að runna M-tech II framsvuntu þar sem að búið er að breyta framendanum í facelift..

Fjöðrunin er ódýra Coilover kerfið frá GStuning, ásamt KW dempurum (kostuðu btw 80þ, og þetta virkar alveg ótrúlega vel saman, beleive it or not) og M-tech swaybars..

Ásett verð er 300þ, en það er auðvitað umsemjanlegt...

Meðfylgjandi eru þessi myndir:
Image
Image

Áhugasamir hafi samband við Gísla í síma 845-5159

TILBOÐ: 200.000kr og ekki eyri minna...

Author:  Jón Ragnar [ Thu 13. Nov 2008 20:26 ]
Post subject: 

Ekkert LSD?

Author:  GunniT [ Thu 13. Nov 2008 20:27 ]
Post subject: 

held það sé visco læsing í honum hvernig sem það er skrifað

Author:  Angelic0- [ Thu 13. Nov 2008 20:28 ]
Post subject: 

Hann er með Viscosperre... virkar alveg semi bara :)

Allavega alveg nóg til að spóla í hringi ;)

Author:  arnibjorn [ Thu 13. Nov 2008 20:32 ]
Post subject: 

Hvernig virkar svona 323 miðað við 325?

Author:  ingo_GT [ Thu 13. Nov 2008 20:32 ]
Post subject: 

Þessi er bara geðveikur hef fengið að skoða þennan hjá stráknum bara synd að hann sje að seljan ef það er einhver e30 sem ég myndi vilja þá væri það þessi :!: :)

Author:  Angelic0- [ Thu 13. Nov 2008 20:45 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Hvernig virkar svona 323 miðað við 325?


Spyrntum við VTi á þessum, það var ansi jafnt... en líka rosalega góður ökumaður á VTi...

Veit það ekki, en þessi 323i er að virka rosalega vel, væri hinsvegar alveg ráð að setja á hann standalone til að fá fulla nýtni...

Og BTW, það er hægt að keyra hann á 95okt, en 98okt er recommended... þar sem að bíllinn MÖKK EYÐIR og gengur slæman hægagang á 95 :lol:

Author:  Birgir Sig [ Thu 13. Nov 2008 20:45 ]
Post subject: 

ingo_GT wrote:
Þessi er bara geðveikur hef fengið að skoða þennan hjá stráknum bara synd að hann sje að seljan ef það er einhver e30 sem ég myndi vilja þá væri það þessi :!: :)


þá kaupiru hann bara:D hehe

Author:  Xavant [ Thu 13. Nov 2008 21:03 ]
Post subject: 

Þessi bíll rótvirkar, get staðfest það :wink: Heljarinar vinna búin að fara í hann. Sá sem kaupir þennann verður ekki svikinn 8)

Author:  Angelic0- [ Fri 14. Nov 2008 00:35 ]
Post subject: 

ttt

Author:  arnibjorn [ Fri 14. Nov 2008 00:37 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
ttt


Easy player :lol:

Author:  Aron Andrew [ Fri 14. Nov 2008 00:56 ]
Post subject: 

Hvaða kw demparar eru í honum sem kosta 80k?

Author:  Angelic0- [ Fri 14. Nov 2008 01:55 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Angelic0- wrote:
ttt


Easy player :lol:


Hann var kominn niður fyrir miðju ;)

Author:  aronjarl [ Fri 14. Nov 2008 08:54 ]
Post subject: 

breyta framenda í facelift á svona bíl. ](*,)

Author:  Angelic0- [ Fri 14. Nov 2008 13:58 ]
Post subject: 

aronjarl wrote:
breyta framenda í facelift á svona bíl. ](*,)


Við gerðum það ekki, hann keypti bílinn og þá var búið að gera þetta..

Planið var alltaf M-tech I og converta til baka :!:

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/