bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 25. Apr 2024 10:14

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW 750iL ´92
PostPosted: Sat 16. Nov 2002 04:59 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Bimminn minn er til sölu.

Um er að ræða 750iL V12 ´92 Shadowline ekinn 182 þús. Bíllinn er nánast eins hlaðinn af aukabúnaði og hægt er, t.d. topplúga, buffalaleður á öllu, aksturstölva, gardínur. Hann er dökkfjólublár á litinn (original). Bíllinn er á ekkert sérstaklega fallegum BMW 15" álfelgum, en hægt er að láta fallegar 16,5" BMW felgur á dekkjum fylgja með ef hagstæðir samningar nást.

Nýbúið er að taka bæði vél og skiptingu í gegn (gert af fagmanni sem lærði hjá BMW í Germany) og skipta um nánast allar pakkningar í vélinni og skipt um allt innvolsið í skiptingunni.
Skipta þarf um dempara í bílnum sem og gormana að aftan, en ég gæti látið gera það áður en bíllinn yrði seldur. Lítilsháttar skemmd er í hurðaspjaldi innanverðu á vinstri afturhurð (eftir schäfer hundinn minn) en ég ætla að láta laga skemmdina hjá bólstrara.

Ég er tilbúinn til að skoða flest skipti en ásett verð er ca. 1400 þús, lækkar helling við staðgreiðslu. (væri alveg til í BMW stationbíl)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Nov 2002 11:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Endlilega pósta mynd af glæsivagninum (ef þú átt) :D

Fyrst þú átt IL(Long weelbase) týpu, er það ekki rétt hjá mér að hún sé 4" lengri en venjulega???

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Nov 2002 17:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Stóð þessi bíll á Bílasölu Guðfinns?

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Nov 2002 23:20 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Jú hann er 11 sm lengri en venjulega týpan. Ætla að reyna senda mynd af honum fljótlega inn á netið. Þessi bíll er ekki á neinni bílasölu og hefur heldur ekki verið mikið á bílasölunum.

Ég gleymdi að taka það fram í auglýsingunni að hann er með nýja bremsudiska og klossa allan hringinn (kostaði ca. 60 þús).


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 12:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Hvernig er þetta með 750 bílanna, komu eittverjar týpur með Shadowline eða er fólk bara búið að kaupa svona lista eða mála þá?

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 15:43 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Þeir eru til einhverjir Shadowline (þ.e. ekkert króm nema í grillinu). Þessi er "original" Shadowline. Annars hef ég ekki heyrt um það að menn séu að mála listana, en það er víst allt til í þessu. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 51 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group