bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

<< BMW 325i E36 >> SELDUR!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=32289
Page 1 of 2

Author:  Schulii [ Mon 06. Oct 2008 21:38 ]
Post subject:  << BMW 325i E36 >> SELDUR!!!

Til sölu:
BMW 325i E36 1993

Ekinn: 223.xxx
Litur: Diamond Black Metallic

Helsti búnaður:
* Beinskiptur
* Pluss áklæði
* Topplúga
* Loftkæling
* Cruise control
* Stóra OBC
* MP3 geislaspilari + Alpine hátalarar + 1200W magnari

Eins og kemur fram í söluauglýsingu frá fyrri eiganda er vélin í þessum bíl úr sjálfskiptum 525i sem var af 1995 árgerð. Hún er ekin 35.000km minna en body-ið.

Bíllinn í heildina lítur vel út. Vélin þrælvirkar og kassinn er fínn fyrir utan að synchro í 5. gír virðist vera farið að slappast. Það eru tveir "spoilerar" á bílnum. Bæði lip-spoiler og á afturrúðu. Að auki var bíllinn málaður fyrir einhverjum árum síðan þannig að ástandið á lakkinu er þokkalegt.
Það er nýleg kúpling, og spindilkúlur að framan.
Bíllinn kemur á 17" felgum á heilsársdekkjum. Ég komst allavega klakklaust á milli staða á bílnum í hríðinni sem kom síðasta fimmtudag.

Það sem þyrfti að laga er eftirfarandi:
Bakkljós virka ekki
Þokuljós virka ekki
Hurðaspjöld eru leiðinlega laus í bílnum. Þyrfti að festa þau með einhverjum ráðum.
Það eru farnar einhverjar perur í innréttingunni.
Bíllinn er ekki skoðaður eins og er þannig að verðið gildir miðað við ástand bílsins núna.

Að öðru leyti er þetta mjög skemmtilegt eintak. Lítur mjög vel út miðað við aldur og vélin virðist skila sínum 192 hestöflum ágætlega.

Ég hef ekki tekið neinar myndir af bílnum en ég set myndir frá eldri söluauglýsingu og ég held að ég geti fullyrt að bíllinn lítur ekki verr út í dag
Image
Image
Image
Image





Ásett verð: 3.990.000kr.
Tilboð: 400.000kr :)
ENN MEIRA TILBOÐ: 350.000kr

Skipti helst ekki skoðuð nema á einhverju auðseljanlegu.
Hafið samband í síma: 691-4147 eða með einkapósti.

Author:  Alpina [ Mon 06. Oct 2008 22:17 ]
Post subject: 

Ha...... varst að eignast bílinn fyrir stuttu

Author:  Angelic0- [ Mon 06. Oct 2008 22:29 ]
Post subject: 

ég var bara haaaaaaaaaa... þegar ég las fyrra verðið :lol:

fallegur bíll ;)

Author:  Schulii [ Mon 06. Oct 2008 22:40 ]
Post subject: 

Takk fyrir og já, Sveinbjörn, ég keypti þennan bíl fyrir einum og hálfum mánuði en konan er bara ekki að fíla hann :lol:

..svo fann ég alveg að mig langaði í eitthvað nýrra og stærra. Þetta var ekki alveg að virka fyrir fjölskylduna og fékk mér glæsilegan 520d síðasta fimmtudag 8)

Author:  Angelic0- [ Tue 07. Oct 2008 02:25 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Takk fyrir og já, Sveinbjörn, ég keypti þennan bíl fyrir einum og hálfum mánuði en konan er bara ekki að fíla hann :lol:

..svo fann ég alveg að mig langaði í eitthvað nýrra og stærra. Þetta var ekki alveg að virka fyrir fjölskylduna og fékk mér glæsilegan 520d síðasta fimmtudag 8)


Hvar er kreppan hjá þér :lol:

Author:  Aron M5 [ Tue 07. Oct 2008 04:53 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Schulii wrote:
Takk fyrir og já, Sveinbjörn, ég keypti þennan bíl fyrir einum og hálfum mánuði en konan er bara ekki að fíla hann :lol:

..svo fann ég alveg að mig langaði í eitthvað nýrra og stærra. Þetta var ekki alveg að virka fyrir fjölskylduna og fékk mér glæsilegan 520d síðasta fimmtudag 8)


Hvar er kreppan hjá þér :lol:


eða þer :?: 8 stk BMW

Author:  aronjarl [ Tue 07. Oct 2008 15:05 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Takk fyrir og já, Sveinbjörn, ég keypti þennan bíl fyrir einum og hálfum mánuði en konan er bara ekki að fíla hann :lol:

..svo fann ég alveg að mig langaði í eitthvað nýrra og stærra. Þetta var ekki alveg að virka fyrir fjölskylduna og fékk mér glæsilegan 520d síðasta fimmtudag 8)



:whip: :lol:



:wink: ég varð..

Author:  Schulii [ Tue 07. Oct 2008 15:39 ]
Post subject: 

Mátt það alveg.. :lol: :lol:

Author:  Dorivett [ Tue 07. Oct 2008 18:31 ]
Post subject: 

hefuru áhuga á að taka E32 740 ´93 með nánast öllu, en bilaða skiptingu?

Author:  Schulii [ Tue 07. Oct 2008 19:52 ]
Post subject: 

Nei takk. Lít ekki svo á að þá væri ég með söluvænni bíl í höndunum. Takk samt.

Author:  Schulii [ Thu 09. Oct 2008 20:52 ]
Post subject: 

Jæja, fullt af tilboðum en ekkert þeirra náð 400.000.. þannig að fyrsti sem mætir með 400 ekur burt á 192 hestafla drifter 8)

Author:  Angelic0- [ Thu 09. Oct 2008 20:54 ]
Post subject: 

aron m5 wrote:
Angelic0- wrote:
Schulii wrote:
Takk fyrir og já, Sveinbjörn, ég keypti þennan bíl fyrir einum og hálfum mánuði en konan er bara ekki að fíla hann :lol:

..svo fann ég alveg að mig langaði í eitthvað nýrra og stærra. Þetta var ekki alveg að virka fyrir fjölskylduna og fékk mér glæsilegan 520d síðasta fimmtudag 8)


Hvar er kreppan hjá þér :lol:


eða þer :?: 8 stk BMW


Enda gengur ekkert að losna við þetta drasl....

Author:  Binnz [ Sat 11. Oct 2008 01:14 ]
Post subject: 

Hef áhuga 8)

Talaðu við mig inná msn ( Brynjar@druzlur.com )

Author:  Schulii [ Wed 15. Oct 2008 23:17 ]
Post subject: 

jæja, þessi er ennþá á hlaðinu hjá mér..

Leiðist ekkert að hafa um tvo bíla að velja þegar ég fer út á morgnana.. en engu að síður er nú hagstæðast að eiga bara einn..

Author:  Tommi Camaro [ Sun 19. Oct 2008 11:06 ]
Post subject: 

hvernig er botninn í þessum bíll

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/