Bíllinn er '91 árgerð og var fluttur inn til landsins frá Þýskalandi, árið 2000.
2.5l vél (m50) non-vanos, 192 hö.
Það fór heddpakkning í mótornum í vor en ég hélt að það væri eitthvað meira svo ég keypti hedd
að utan sem leit mjög vel út, kom úr lítið eknum tjónabíl. Það fór í bílinn nú fyrir stuttu og
mótorinn orðinn mjög góður.
Bíllinn er
beinskiptur, engin sjálfskiptingar tímasprengja. Kassinn er þokkalega þéttur ekkert syncro vesen eða neitt slíkt.
Litur: Islandgrün metallic, flottur litur og flott nafn á lit.
Dökkbrún leðurinnrétting (Brasil leder 0397) Mjög flott og sjaldgæf innrétting, hef aldrei séð svona leður áður, hvorki í e34 né e32. Leðrið er í fínu standi engar rifur eða neitt.
Ekinn 193.xxx km
Með '09 skoðun.
Hann er með glær stefnuljós að framan og rauð stefnuljós að aftan.
Bílinn er á 16" e39 M5 replicum sem fara bílnum frekar vel, vafin utan um þær eru heilsársdekk í alltílagi standi.
Það er nýlegur Panasonic geislaspilari í bílnum.
Bíllinn er með „Check control“ bilanatölvu í mælaborðinu
Í bílnum er Calis forhitari, þannig maður á að geta plöggað honum í samband og þá er bíllinn heitur og fínn þegar hann er ræstur. Hef reyndar ekkert prófað þetta sjálfur.
Innanbæjar er hann að eyða ca. 13l/100km og það er með stöku inngjöfum inn á milli. Á langkeyrslunni dettur þessi tala hressilega niður í ca. 8l/100.
Alveg þokkalega búinn bíll:
Order options
no. Description
288 LT/ALY WHEELS -
Kom upphaflega á álfelgum
314 HEATED WINDSCREEN WASHER NOZZLES -
Upphitaðir rúðupissgaurar
320 MODEL DESIGNATION, DELETION -
Ekkert 525i merki aftan á bílnum
354 GREEN STRIPE WINDSCREEN -
Græn rönd efst í framrúðunni
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC -
Tvívirk rafdrifin topplúga
411 WINDOW LIFTS, ELECTRIC -
Rafmagn í öllum rúðum
415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW -
Gardína í afturglugga
423 FLOOR MATS, VELOUR -
Velúr mottur
428 WARNING TRIANGLE -
Viðvörunarþríhyrningur
472 CENTER ARMREST FRT DRIVER/PASS -
Armpúðar á framsætum
498 HEADRESTS IN REAR, MECHANIC. ADJUSTABLE -
Höfuðpúðar á aftursætum
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING -
Þvottasýstem á framljósum
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM -
Hæðarstillanleg aðalljós
520 FOGLIGHTS -
Þokuljós
556 EXTERIOR TEMPERATURE DISPLAY -
Klukka og hitamælir (sem virkar!)
708 M-SPORT LEATHER STEERING WHEEL II -
Megakúl M-tech II stýri
801 GERMANY VERSION -
Ja bitte
954 PREISAB.LEHNENTASCHE/LEDER -
Ekki alveg viss hvað þetta er.
---
Svissinn í bílnum er ónýtur en bíllinn verður seldur með nýjan sviss.
Einnig mun hann seljast með nýsprautað frambretti og bílstjórahurð.
..og nýsmurður
Verð: 430 þúsund.
Skoða skipti á ódýrum beater til að skrölta á út veturinn.
Frekari uppl. í PM eða síma 858-7881.
Nokkrar slappar myndir sem verða uppfærðar við tækifæri.
