bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 06:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 
Author Message
 Post subject: BMW E34 525i
PostPosted: Tue 07. Oct 2008 00:19 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 21. Feb 2007 22:15
Posts: 444
Location: RVK
Bíllinn er '91 árgerð og var fluttur inn til landsins frá Þýskalandi, árið 2000.

2.5l vél (m50) non-vanos, 192 hö.

Það fór heddpakkning í mótornum í vor en ég hélt að það væri eitthvað meira svo ég keypti hedd
að utan sem leit mjög vel út, kom úr lítið eknum tjónabíl. Það fór í bílinn nú fyrir stuttu og
mótorinn orðinn mjög góður.


Bíllinn er beinskiptur, engin sjálfskiptingar tímasprengja. Kassinn er þokkalega þéttur ekkert syncro vesen eða neitt slíkt.

Litur: Islandgrün metallic, flottur litur og flott nafn á lit.

Dökkbrún leðurinnrétting (Brasil leder 0397) Mjög flott og sjaldgæf innrétting, hef aldrei séð svona leður áður, hvorki í e34 né e32. Leðrið er í fínu standi engar rifur eða neitt.

Ekinn 193.xxx km

Með '09 skoðun.

Hann er með glær stefnuljós að framan og rauð stefnuljós að aftan.

Bílinn er á 16" e39 M5 replicum sem fara bílnum frekar vel, vafin utan um þær eru heilsársdekk í alltílagi standi.

Það er nýlegur Panasonic geislaspilari í bílnum.

Bíllinn er með „Check control“ bilanatölvu í mælaborðinu

Í bílnum er Calis forhitari, þannig maður á að geta plöggað honum í samband og þá er bíllinn heitur og fínn þegar hann er ræstur. Hef reyndar ekkert prófað þetta sjálfur.

Innanbæjar er hann að eyða ca. 13l/100km og það er með stöku inngjöfum inn á milli. Á langkeyrslunni dettur þessi tala hressilega niður í ca. 8l/100.


Alveg þokkalega búinn bíll:

Order options

no. Description

288 LT/ALY WHEELS - Kom upphaflega á álfelgum

314 HEATED WINDSCREEN WASHER NOZZLES - Upphitaðir rúðupissgaurar

320 MODEL DESIGNATION, DELETION - Ekkert 525i merki aftan á bílnum

354 GREEN STRIPE WINDSCREEN - Græn rönd efst í framrúðunni

401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC - Tvívirk rafdrifin topplúga

411 WINDOW LIFTS, ELECTRIC - Rafmagn í öllum rúðum

415 SUNBLIND FOR REAR WINDOW - Gardína í afturglugga

423 FLOOR MATS, VELOUR - Velúr mottur

428 WARNING TRIANGLE - Viðvörunarþríhyrningur

472 CENTER ARMREST FRT DRIVER/PASS - Armpúðar á framsætum

498 HEADRESTS IN REAR, MECHANIC. ADJUSTABLE - Höfuðpúðar á aftursætum

500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING - Þvottasýstem á framljósum

510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM - Hæðarstillanleg aðalljós

520 FOGLIGHTS - Þokuljós

556 EXTERIOR TEMPERATURE DISPLAY - Klukka og hitamælir (sem virkar!)

708 M-SPORT LEATHER STEERING WHEEL II - Megakúl M-tech II stýri

801 GERMANY VERSION - Ja bitte

954 PREISAB.LEHNENTASCHE/LEDER - Ekki alveg viss hvað þetta er.

---

Svissinn í bílnum er ónýtur en bíllinn verður seldur með nýjan sviss.

Einnig mun hann seljast með nýsprautað frambretti og bílstjórahurð.

..og nýsmurður ;)

Verð: 430 þúsund.

Skoða skipti á ódýrum beater til að skrölta á út veturinn.

Frekari uppl. í PM eða síma 858-7881.

Nokkrar slappar myndir sem verða uppfærðar við tækifæri.


Image
Image
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1 post ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 60 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group