bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 740ia E38 "95 SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=30520
Page 1 of 1

Author:  Wolf [ Thu 03. Jul 2008 19:09 ]
Post subject:  BMW 740ia E38 "95 SELDUR

BMW 740ia árgerð 1995 innfluttur notaður.

Ekinn: 183 þús

Vél: M60B40

OEM Xenon

Rafdrifin sæti m/minni að framan.

CD magasin í skotti og BMW business græja frammí með marga dauða pixla.

PDC
ASC+T

Sjálfskiptur, ekki með steptronic (skipting er fín)

Blá velour áklæði á sætum sem sér ekki á.

Reyklaus bíll.

BMW GSM sími milli sæta

Aðgerðastýri með Krús kontról.


Bíllinn hefur verðið notaður sem aukabíll af hjónum á sjötugs aldri síðastliðinn 8 ár og stóð oft inní skúr, það er ryð neðan á farþega hurð h/m og fyrir framan hærga afturhjól, virðist ekki vera ryð annarsstaðar, þetta er þeim meginn sem ofninn er í skúrnum,, hugsanleg tenging?


Slæmt:

Báðir gormar að framan eru brotnir og demparar lélegir, millibilsstöng ónýt og eflaust margt fleira lélegt í hjólabúnaðinum að framan. Framdekk eru slatta kantslitinn tengt þessu. PDC-ið er í einhverju fokki. Margir dauðir pixlar í mælaborði. Bíllinn lekur líka olíu, veit ekki alveg hvar en
TB menn hafa kíkt á þetta og ég held að Hafþór viti nánar hvar það er. Það dropar eitthvað af honum eg hefur þurft að bæta á hann. Hann hefur 3 sinnum farið í TB útaf olíuleka, og þá hafa þetta verið einhverjar slöngur eða pakkdósir sem var lagað en núna er það einhverstaðar frá vélinni.


Þetta er klárlega enginn "gullmoli" en fínn að mörgu leiti. Menn verða að átta sig á því að það er eflaust mjög dýrt að laga allt ef menn vilja fara útí það. Ég er búinn að reyna útlista þetta eins nákvæmelga og ég get, en það er frjálst að skoða eins og menn vilja. En þetta er svona "Take it as is offer" og ekki koma vælandi ef eitthvað sem ekki er minnst á er líka ónytt,,,


Verð: 380 Þúsund (hugsanlega er hægt að skoða einhver skipti, þá á E36 eða álíka, jafnvel að setja hann uppí dýrari E39)

Get sent myndir ef óskað er.


Maggi

660-4096
891-8277

Author:  íbbi_ [ Fri 04. Jul 2008 10:39 ]
Post subject: 

hvítur bíll rigth?

Author:  Wolf [ Fri 04. Jul 2008 14:49 ]
Post subject:  .

Já, hann er hvítur, ekki margir E38 þannig held ég,,,,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/