BMW 525i 1991 módel til sölu (E34 M50)
Fyrst skráður 19.05.91 í Þýskalandi. Innfluttur til Íslands í Sept. 2003.
Silfraður (Sterlingsilber) með shadowline útfærslu (ekki króm kringum gluggana).
Svört pluss innrétting (órifin í fínu standi)
-Ekinn 190.000 km
-5 gíra
-Hleðslujafnari að aftan (hægt að stilla sport/komfort)
-Hiti í sætum
-Mjóbaks-stuðningur stillanlegur í ökumannssæti
-Rafmagn í rúðum
-Aksturstölva
-Rafmagn í speglum
-"Aftakanlegur" dráttarkrókur
-16" eða 17" felgur (þú mátt ráða hvort þú vilt

)
-Sólgardína í afturglugga
-Nýskoðaður
-Nýbúið að skipta um olíu+síu
Þessi bíll er með svokallaðri M50 vél, þ.e. 24V. Hann er því 192hö og skemmtileg blanda af því að vera sæmilega sprækur en samt sparneytinn.
Ég keypti hann til að nota erlendis í sumar, keyrði hann einhverja 2000 km. Virkaði fínt og sló aldrei feilpúst. Eyðslan 10 á 140-160 á Autobahn.
Verð: 470.000.-
Sæmi
699-2268 / smu@islandia.is
Bíllinn selst EKKI með felgunum sem sjást hér að ofan. Ef þú vilt fá þær með, þá kostar bíllinn með felgunum 660.000.- og ekki krónu minna. Þú getur séð þær auglýstar til sölu undir Felgur og dekk dálknum þar sem meiri upplýsingar eru um þær.
Á myndinni hér að ofan sést blæbrigðamunur á húddinu fremst. Það er líka svona blettur við bensínlokið og á hurðinni bílstjóramegin. Framstykkið fyrir neðan ljósin er líka grjótbarið. Ég stefni að því að laga þetta (það þarf að sprauta þetta upp á nýtt) en annars er þetta 40.000.- í frádrátt frá verði (það þarf líka að nudda þessar grjónarendur af framsvuntunni ...

)
Þetta eru felgurnar sem fylgja bílnum (ekki báðar týpurnar heldur önnur hvor).
Felgurnar hér að ofan eru af gerðinni Smiths Twister, eru 17x8 ET 25 með Michelin Pilot Sport 225/45/17 að framan og 235/45 að aftan. Framdekkin með ágætu munstri, afturdekkin farin að slappast. Duga eitt sumar eða svo.
Felgurnar hér að ofan eru af gerðinni Melber, 16x8, ET 13. Dekkin eru Fulda 225/50/16 og er sama að segja um slitið. Framdekkin fín en afturdekkin eru frekar slitin.
Fín og órifin svört plussinnrétting!

Og asskoti skemmtilegur rokkur, 192 Ps