bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E30 M# https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=29745 |
Page 1 of 9 |
Author: | Maur [ Mon 26. May 2008 20:49 ] |
Post subject: | E30 M# |
Er að hugsa um að selja bílinn minn ef viðunandi tilboð fæst í hann en þetta er E30 M3. Það þarf að gera bílinn upp en hann hefur staðið inní skúr í langan tíma, það er komið rið í hann sem þarf að hreinsa eða eins og ég sagði þá er þetta bara uppgerðar verkefni og mikið sem þarf að laga. BMW E30 M3 Evroputípa Svartur Leður Lúga Keyrður: 246 þús s: 6994202 Jónas |
Author: | gstuning [ Mon 26. May 2008 20:53 ] |
Post subject: | |
Myndir? |
Author: | Dorivett [ Mon 26. May 2008 21:00 ] |
Post subject: | |
er þetta draugabíllinn sem átti að hafa staðið í borgarnesi?? |
Author: | srr [ Mon 26. May 2008 21:06 ] |
Post subject: | |
Holy moly, loksins kom þessi í ljós .... NM-XXX (Eigandi skráður á Bifröst, lagði inn númer fyrir 2 árum) 3. Svartur '87 - Plötur inni síðan 2002 og ótryggður (ekki afskráður) Skráður eigandi í Borgarnesi Innfluttur '97 |
Author: | ///M [ Mon 26. May 2008 21:11 ] |
Post subject: | |
Uss, ég hef bara reynt að kaupa þennan oft ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 26. May 2008 21:56 ] |
Post subject: | |
Hver er verðhugmyndin? |
Author: | jens [ Mon 26. May 2008 22:32 ] |
Post subject: | |
///M skrifar: Quote: Uss, ég hef bara reynt að kaupa þennan oft
Sama hér, hef verið að reyna að kaupa þennan í vetur og vor og er það ástæða fyrir því að minn er til sölu. Sumpartinn ástæðan fyrir því að hann er kominn hér. Gangi þér vel með söluna Jónas. |
Author: | Alpina [ Mon 26. May 2008 22:55 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: Hver er verðhugmyndin?
Fór ásamt Skúra-Bjarka á laugardaginn að kíkja á þennann margumtalaða M3,, Útlit bílsins,, er merkilega gott,, en búinn að standa úti í allann vetur.. þar áður var bíllinn í upphituðum skúr frá árinu 2000 Gríðarleg vinna er framundann í bílnum ,, en hann er með öllu óökuhæfur að mínu mati,, ALLAR fóðringar með tölu þarf að endurnýja,, Allar bremsur þeas diskar þarf einnig að skipta út.. jafnvel ABS skynjarar klossar og pakkningar Teppinn eru hlandblaut undir og fullt af ryði undir þeim .. allavega frammi í ,, ekkert alvarlegt en gæti þurft einhverja aðgerð búið er að strípa bílinn komplett,, ekkert mælaborð,, engin sæti osfrv.. Miðstöðvar elementið sprakk í vetur og fylgir nýtt með,, Sætin eru í mjög góðu ástandi en eðlilega þarf að snýta þeim hressilega,, og er það ekki sérlega kostnaðarsöm upplyfting Hurðin farþega megin er stráheil.. Bílstjórahurðin er ryðguð ,,neðst......... veit ekki með botninn á henni Ekkert ryð er við struttana,, en fyrir framan bílstjórann í horninu á hvalbaknum er 10 cm rifa sem þarf að sjóða í og þessháttar.. bitinn undir rúðunni er óryðgaður merkilegt nokk og alveg heill að sjá Lófastórt gat er á innrabrettinu farþegamegin aftan neðst.. og þarf töluverða og eða góða kunnáttu til að gera það vel úr garði. einnig er ryð á ytra byrði á brettaboganum aftan hægra megin ,, rétt komið í gegnum lakkið Allar ruður heilar.. Toppurinn að utan í góðu lagi Skottið var fullt af drasli,, svo ekki get ég lýst ástandinu þar Það eru MJÖG heillegar BORBET A undir bílnum,, en dekkin eflaust grautfúinn Um ástand vélar er akkúrat ekkert vitað af minni hálfu,, en um 250.000 þá er oft talað um töluvert OVERHAUL á S14.. ekki voru tök á að gangsetja bílinn,, og held ég að bíllinn sé ekki gangsetningar hæfur Um mjög gerðarlegt eintak er að ræða og mjög fínn efniviður .. en Þar sem þetta er M3 þá kosta sumir hlutir morðfjár vs 2d E30 eins og allt í bremsur osfrv,, HURÐIN er öðruvísi osfrv Þar sem undirritaður er búinn að gera svona með blæjuna 2x sinnum þá veit ég nokkuð vel um hvað þetta snýst,, Það er alger firra að halda það að þetta kosti einhverja ,,2-3 hundruð þúsund að klára bílinn Við erum að tala um MEGA bucks.. en fásinna er að kaupa þennann bíl og vera með eitthvert hálfkák,, Þetta er bíll sem þarf að taka frá A-Ö og gera vel,, Eitt ber einnig að nefna,, en eigandinn lét þessi fleygu orð falla::::: Ég er ekkert fjárþurfi,,, og vill bara fá tilboð í bílinn,, Eftir þeim heimildum sem ég hef undir höndum var boðið 12.5% hærra í bílinn en það tilboð sem áður stóð af ónefndum aðila,, því tilboði var alfarið hafnað.........en mig grunar að þetta gæti orðið áhugavert ferli.. Ps.. ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli ,, en þar sem bíllinn er staddur á Bifröst þá geta menn sparað sér sporin og rennt augum yfir þessar línur,, sem ritaðar eru hérna og tel ég að þetta sé ansi raunsæ lýsing á útliti og ástandi bílsins Viel spas........................ |
Author: | saemi [ Mon 26. May 2008 23:20 ] |
Post subject: | |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | ///M [ Mon 26. May 2008 23:25 ] |
Post subject: | |
úff ![]() |
Author: | saemi [ Mon 26. May 2008 23:26 ] |
Post subject: | |
Eitthvað er þessi gírhnúður kunnuglegur....... Hef séð svona áður á spjallinu ![]() En .... ekkert off-topic um það hér! ![]() |
Author: | arnibjorn [ Mon 26. May 2008 23:27 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Alpina [ Mon 26. May 2008 23:30 ] |
Post subject: | |
///M wrote: úff
![]() Óskar,, bíllinn er ekki alveg svona góður í dag ... og mælaborð og allt klabbið farið úr bílnum + VETURSETA utandyra |
Author: | Djofullinn [ Mon 26. May 2008 23:33 ] |
Post subject: | |
Afhverju sprakk elementið annars? |
Author: | ///MR HUNG [ Mon 26. May 2008 23:35 ] |
Post subject: | |
Voðalega hefur þessi farið fram hjá mér,Hvar stendur hann á Bifröst? |
Page 1 of 9 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |