bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 535i beinskiptur EKINN 131þús
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=2970
Page 1 of 3

Author:  Bjarki [ Thu 09. Oct 2003 20:13 ]
Post subject:  BMW 535i beinskiptur EKINN 131þús

Til sölu er BMW 535i 10.1991 ekinn 131þús.
Mjög skemmtilegur og sprækur bíll 211hp og gefinn upp 7,7 sek 0-100km. Bíllinn er dökkblár (Lazurblau Metallic) en ljósgrár að innan (Silbergrau). Bíllinn kom af færibandinu 14.10.1991 og var skráður í Þýskalandi 25.10.1991. Hér er um mjög heillegt eintak að ræða. Gírkassinn er mjög mjúkur og skemmtilegur, allir demparar og gúmmí eru einnig stíf og góð. Kúpplingin er góð og tekur í á réttum stað. Enda 131þús km ekki mikið fyrir svona bíl! Allt rafmagnsdótið virkar eins og það á að virka.
Bíllinn var afgreiddur frá BMW með M-tech spoiler kit'i allan hringinn ásamt M-tech spoiler á skottloki, gerir þennan bíl mjög fallegan. Topplúgan er á sínum stað, sportsæti og Sound System.
535i eru ekki illa búnir bílar þannig til staðalabúnaðr má nefna Stóra Aksturstölvu (Board Computer), kortaljós framí, ABS náttúrlega, samlæsingar, rafmagn í speglum, rafmagn í rúðum o.s.frv.
Bíllinn er nýsmurður, nýlega er búið að taka bremsurnar í gegn, reikningar fylgja upp á 75þús. Mjög snyrtilegur bíll. Með honum fyglja 4 Continental WinterContact 225/60R15 vetrardekk á stálfelgum. Mjög lítið slitin dekk. Bíllinn er skoðaður '04 án athugasemda. Held að þetta sé einn af fáum ef ekki eini beinskipti 535i bíllinn á landinu.
Ásett verð er 690þús
Ekkert áhvílandi

Upplýsingar hjá mér í S: 895 7866

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Hörður [ Thu 09. Oct 2003 20:58 ]
Post subject: 

Hvernig gengur með 518 bílinn?

Author:  Bjarki [ Thu 09. Oct 2003 21:16 ]
Post subject: 

Hann er kominn í gang, er að gera bremsudælurnar að framan upp í honum önnur var ónýt alveg ryðguð og gerði ekkert gagn. Búinn að skipta um tvær spindilkúlur. Búinn að þrífa hann að innan, hann var frekar ógeðslegur. Eftir það þá ætti hann að komast í gegnum skoðun. Svo í framhaldi af því þá er það kúpling og skipta um alla slitfleti í gírunum. Það eina sem var að vélinni var gat á loftrörinu frá loftflæðimælinum í vélina tveir metrar af tape og hann var kominn í gang. Skipti svo um kerti, smurði hann og sett í hann nýja loftsíu. Núna gengur hann eins og klukka. Svo verður ný bílstjórahurð, frambrettin verða sprautuð og gert við ryðið sem er í honum. Alltaf þegar eru vandamál þá bjalla í meistara Sæma :D

Author:  bebecar [ Thu 09. Oct 2003 21:36 ]
Post subject: 

Þessi er ótrúlega fallegur og mikið ofboðslega langar mig í hann!

Author:  flamatron [ Thu 09. Oct 2003 22:47 ]
Post subject: 

Afhverju er hann ekinn svona lítið..?
og hvenær var hann fluttur inn..? & hvernig..? (B&L eða einhver annar.)

Author:  Bjarki [ Thu 09. Oct 2003 23:15 ]
Post subject: 

Menn keyra misjafnlega mikið eða lítið þessi er ekki ekinn nema tæpa 11þús km á ári að meðaltali. Veit að sá sem ég keypti hann á átti frekar marga bíla! Hann var fluttur inn í lok september á þessu ári af mér. B&L hefur aldrei flutt inn 535i E34 það er ekki til listaverð á þessa bíla. Það eru tveir sjálfskiptir á bilasolur.is og þeir eru með ásett eitthvað rugl bull verð. Annar er ekinn mjög mikið 263þús , hef ekki prófað hann en hann er víst eitthvað skrýtinn skv. því sem ég hef heyrt. Kraftlaus og sjálfskiptingin eitthvað skrýtin. Þó með nýupptekna vél frá Tækniþjónustu Bifreiða!
Trúði þessu ekki með aksturinn á mínum fyrr en ég prófaði bílinn!

Author:  Jón Ragnar [ Thu 09. Oct 2003 23:15 ]
Post subject: 

i love this car :D svo nice og smooth

Author:  Jss [ Fri 10. Oct 2003 00:06 ]
Post subject: 

Gullfallegur bíll, flott að hafa M kittið, og er víst rosa sprækur og skemmtilegur

Author:  Haffi [ Fri 10. Oct 2003 09:02 ]
Post subject: 

Hvað er hann að eyða circa? :S

Author:  Bjarki [ Fri 10. Oct 2003 09:29 ]
Post subject: 

Utanbæjar undir 10l/100km.
Innanbæjar rúmlega 14l/100km og upp í svona 18l/100km að ég held.
Mjög breytilegt eftir því hversu þungur maður er á bensínfótinn. Ef maður skiptir alltaf á milli 2000-3000 snún/mín og tekur rólega af stað þá er hann ekki að eyða neitt glæpsamlega miklu m.v. stærð og þyngd. En ef maður rífur af stað á hverjum ljósum og skiptir í um 6000 snún/mín þá byrjar skrýmslið að súpa bensín!

Author:  GAS [ Fri 10. Oct 2003 10:37 ]
Post subject: 

Fallegur bíll !!!
:shock:

Author:  Bjarki [ Mon 13. Oct 2003 20:13 ]
Post subject: 

SELDUR

Author:  Jss [ Mon 13. Oct 2003 20:28 ]
Post subject: 

Þetta tók ekki langan tíma hjá þér :shock: . Enda virðistu vera góður í að finna góða bíla. Bíð spenntur eftir að sjá næsta bíl.

Author:  Tommi Camaro [ Tue 14. Oct 2003 00:03 ]
Post subject:  i

Hann var ekki slæmur að sjá.

Author:  saemi [ Tue 14. Oct 2003 00:28 ]
Post subject: 

WTF!!!

Bara seldur strax :)

Ég sem hélt að þetta væri bíll til að halda í .....

Sæmi

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/