Nýji bíllinn er kominn svo ætli maður verði ekki að selja þennan. Mig langar ferlega að eiga hann áfram, en það er eiginlega engin skynsemi í að ætla að vera með hann áfram.
Eftir því sem tíminn líður þykir mér vænna um hann því þeim fer virkilega fækkandi M5-unum hér á landi sem hafa ekki fengið svipuna á sig svo förin sitja eftir.
En...
Bíllinn er E39 M5, fyrst skráður 06.12.1999.
Ekinn 147.000km
Einn eigandi á undan mér, sama umboðið allan tímann sem þjónustaði bílinn, var í suður-Þýskalandi.
Það er til reikningur til fyrir nýjum mótor í þessum bíl upp á 17 þúsund EUR. Það var skipt um vél í 104þúsund km.
Fyrir utan hefðbundin staðalútbúnað sem flest allir vita hver er og ég nenni ekki að telja upp, þá er "Sonderausstatung" eftirfarandi:
-Navi
-CD magasín
-Lúga
-Niðurfellanleg aftursæti
-PDC
-Sími
-DSP hljóðkerfi
Að innan er hann með rauðu leðri á listunum. Þetta er individual option.
Það er búið að setja facelift ljósin á hann allan hringinn. Angel eyes Xenon að framan og LED að aftan. Að sjálfsögðu HELLA dæmi, ekkert crap.Það er búið að setja blárri perur í Angel Eyes-in í honum. Búið að skipta kösturunum út fyrir nýja útlitið.
Þó bíllinn sé 1999 módel þá er hann með sverara stýrinu og ávala afturspeglinum.
Nýjar bremsur komplett allan hringinn, Diskar, klossar og handbremsuborðar. Original diskar, performance klossar.
Nýjir loftflæðiskynjarar sumarið 2007 og fóringar í spyrnunum að framan.
Bíllinn var málaður að framan haustið 2007, frá framhurðum og fram úr, ásamt afturstuðara og speglum.
Hefur bara verið þjónustaður hjá sama umboðinu úti frá því hann var nýr, ásamt olíuskiptum hjá B&L hér heima.
Það sem þyrfti helst að gera til að bíllinn væri eins og nýr er að skipta um dempara. Ég á svo til nýja afturdempara og gorma sem fylgja með. Það finnst örlítið í akstri að dempararnir eru ekki eins og nýjir.
Herra X tjúnaði bílinn á sínum tíma. Engar tölur uppgefnar, en hann er sprækari en original. Einnig helst sport stillingin á honum þangað til hún er tekin af aftur með takkanum. Slekkur ekki á sér þegar drepið er á eins og original.
Verðið er 3.200.000.-
Miðað er við staðgreiðslu. Það er ekkert áhvílandi á þessum bíl. Ég er ekki spenntur fyrir skiptum.
Verðið er með original 18" felgum með vetrardekkjum. Hægt að sleppa þeim og draga frá 120 þúsund.
Ég á einnig annað sett með sumardekkjum, notuð eitt sumar. Auka fyrir þau með 150 þúsund.
Einnig nýuppgerðar ///M BBS felgur undan sjöu. 20x9 að framan og 20x10 að aftan. Póleraður kantur og matt svört miðja. Ónotuð Kumho dekk á þeim. Verð á þeim er 250 þúsund með spacerum til að það passi undir.
Ekkert kjaftæði takk, þessi bíll fer bara ef ég fæ sanngjarnt fyrir hann. Þetta er mjög gott og fallegt eintak, þó svo ég segi sjálfur frá. Allt virkar í honum og ekkert bull.
Í bílnum er Passport 9500 radarvari (GPS) tengdur inn á rafkerfi bílsins. Kveikir á sér þegar þú opnar bílinn. Hann fylgir í kaupunum.
Sæmi,
699-2268/
smu@islandia.is