Til sölu er 735i E32 1991 árgerð. Vélin er sem sagt M30B35
Bíllinn er ekinn c.a. 260þús km.
Hann er með svartri comfort leðurinnréttingu. Rafmagnsfærsla í framsætum og hiti í þeim. Rafmagn í höfuðpúðum að aftan.
Cruise control
Airbag leðurstýri
Stóra tölvan
Topplúga
Leður í hurðarspjöldum
Samlæsingar
17" crossspoke original BMW felgur með Ventus (Hankook dekk) dekkjum sem eiga 80% eftir af munstri. Allar felgur ókantaðar og nýmálaðar svartar miðjur.
Mikið nýtt í stýrisbúnaði, t.d. allir stýrisendar frá maskínu að hjólum.
Nýlegir diskar að framan og nýtt í handbremsu. Bremsar mjög vel!
Nýr súrefnisskynjari.
Nýbúið að fara í pústið á honum, taka hvarfana úr og laga það.
Nýskoðaður
Custom Carbon plata við gírskipti
Lækkaður 40/40 með lækkunarkitti (var keypt nýtt í hann fyrir c.a. 20.000km. FK minnir mig að tegundin sé.
Alpine geislaspilari er í bílnum (sést á mynd).
Skipt var um mótor í honum, í hann fór mótor úr IJ 287. Hann er ekinn 200.000 km og nýbúið að vinna í heddinu á honum. Það brotnaði rocker armur og það var skipt um hann. Meira veit ég ekki hvað var gert við heddið fyrir víst.
Nú þá er það það sem hrjáir bílinn:
Bíllinn var alsprautaður fyrir c.a. ári síðan. Sprautunin er ... jaaaa svona þyrfti að vera betri. Það var sprautað yfir alla krómlista og það flagnar af. Rauður grunnur settur á allann framendan, lista og allt. Þegar hann verður fyrir steinkasti sést í rautt. Þarf semsagt að bletta í það reglulega eða fá nýjan stuðara (ég á stuðara sem ég get látið í staðin frítt).
Húddið á honum var hækkað upp (miðjan) og það brotnar upp úr sparslinu reglulega. Mjög skemmtilegt og spennandi að sjá hvernig það gengur
Annað húdd fylgir með (breiða húddið). Er svart en ekki í réttum lit. Ég mun láta mála það.
Lakkið er hamrað og það þarf að fara á það með sandpappír og pússa glæruna niður. Massa hann svo upp og þá veður lakkið alveg blíng blíng. Þetta er bara of mikill tími til að ég ætli að fara út í það. En sá sem hefur nægan tíma og er handlaginn gæti gert lakkið alveg hrikalega flott með að setja eina helgi eða svo í hann.
Ég er 95% viss um að miðstöðvarelementið leki. Kemur ekki að sök núna um hásumar, en betra að segja það strax í stað þess að tilvonandi eigandi verði fúll í haust.
Þarf að læsa 2svar til að hann læsist (annars allt í lagi með samlæsingar)
Rásar leiðinlega á þessum 17" felgum.
Ég er búinn að henda slatta af tíma í þennan bíl og laga hann til. Það þarf bara að massa þetta lakk niður og þá er þessi bíll orðinn verulega flottur. Það var hellingur af böggum í bílnum sem ég er búinn að ná úr honum og nú er hann hinn fínasti.
Þetta er mjög fínn efniviður og hann lýtur helv. vel út núna (miðað við áður að mínu mati).
Verðið er: 295.000.- stgr.
það er algjörlega fast verð og er að mínu mati bargain með þessum felgum og dekkjum sem hann er á, þær eru 100.000 lágmark í verði.
Ef þú vilt prútta, þá skal ég lækka verðið með öðrum felgum (ýmislegt í boði).
Sæmi 699-2268 /
smu@islandia.is
Þetta er mynd af honum fyrir ári síðan (klikkið á hana til að fá stærri).
Þessar að neðan eru teknar í Apríl 2008. Hægt er að fá þessi svörtu ljós í staðin / með ef e-r vill. Ekki minn stíll
Hér er vísun í upphaflega þráð bílsins.
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10605
Hægt að fá þetta með fyrir 40þús aukalega:
Glænýtt þjófavarnakerfi/fjarstart/samlæsingar
500W Kenwood magnari, DLS keila og lagnir fram í!
Pioneer DEH P2900MP (Spilari, spilar Mp3)
Pioneer CD-IB100II iPod adapter (til að tengja ipod við tækið)
www.pioneer.eu/eur/products/25/121/61/D ... index.html
http://www.pioneerelectronics.com/pna/v ... 23,00.html