kd wrote:
Ég átti þennan bíl á undan þessum eiganda.
Bílinn er í góðu formi og er hress á því.
þessi slanga sem þarf að skipta um er farin að leka smá og kostar 10 þús í B og L, það tekur 5 mín að skipta um hana,
þetta er án efa sá suddalegasti E39 á klakanum, á mjög svo fallegum rondel 58, með rosalegari infellingu að aftan(meiri helldur en venjulega) 10 og hálfs tommu breiðar og allt að gerast.
þetta hedd vesen er það sem allir bmw menn vita um, heddið í þessum bílum er viðkvæmt og má ekki mikið koma fyrir svo það fari,
heddið fór þegar ég átti bílinn og var það vegna þess að ég hoppaði inn í sjoppu að kaupa mér inneing einn daginn og þegar ég kom út eftir nokkrar mín þá var bílinn farinn að sjóða, þá hafði viftukúplingin verið slöpp ef ekki farin og var þá vélin ekki að fá kælingu í þennan stutta tíma meðan ég var inni, ég dreif mig af stað og ók bílum uppí 100 og lét hann renna einhvern spöl til að kæla hann og þá rauk mælirinn niður strax, ég hélt að þetta hefði sloppið en ég var ekki svo heppinn, bílinn var sendur í vélaland og tékkað á málum, þá koma það í ljós að pínu pínu pínu lítil sprunga koma í heddið og var stærðin ekki málið, helldur var staðsettningin á sprungunni leiðinleg. Eftir það verslaði ég hedd af óskari hér á spjallinu og lét vélaland setja þetta í og var farið yfir alla vélina í leiðinni stilltir ventlar og annað, en svo þegar búið var að aka bílnum í ca 800 km mestalagi, þá fer hann aftur að hita sig og þá var hann sendur í vélalnd aftur og kom það í ljós að heddið sem hann ÓSKAR selldi mér var bara ónýtt. það sem vélaland sagið var það að þetta hedd hafi einfaldlega verið á síðasta snúning, þannig að núna er bílinn uppí vélalandi. eigandinn núna er slasaður á fæti og getur ekki ekið beinskiptum bíl þannig að hann vantar sjálfskiptan bíl og vill bara selja hann eins og hann er á spott prís og versla einn sjálfskiptan.
það má taka það fram að þessi bíll er með öllu frá umboði sem hægt er að hafa fyrir utan leður og topplugu,
mældur í bekk 182 hö og ef einhver sniðugur setur í hann soggrein úr 325 E36 þá á hann að hoppa upp í 204 hö. með þrusu tog og beinskiptingu.
ég helld þetta sé komið gott í bili.
Hahahahahahahahahahaha þetta er mesta steypa sem ég hef nokkurntíman
lesið ! Það var ekkert að heddinu sem ég seldi þér, ekki reyna að
vera með svona kjaftæði hérna. Einnig veit ég söguna á bakvið það
hvernig heddið fór hjá þér, frá vini þínum sem var með þér í bílnum
og þetta gerðist ekki á meðan þú varst inni í sjoppu. Einnig má bæta
við að ég heyrði frá sama manni að núverandi eigandi lennti líka í því
að hita vélina og þessvegna hefur heddið skemmst aftur, eða þá eins
og ég sagði þér að blokkin sé einfaldlega ónýt vegna þess að þetta er jú
álblokk og þolir ekki svona meðferð sem þú sýnir bílum.
Ef þú hefur eitthvað vantalað við mig þá skaltu koma og tala við mig
face to face en ekki ljúga uppá mig á opinberlegum stöðum.