BMW E32 735iA
Framleiddur þ. 21.09.89
Ekinn: 268.xxx km.
Demantssvartur(Var heilsprautaður '06)
Ssk(Original skipting, gefur mikið spark þegar sett er í bakkgír ásamt djúsi hljóði en hún skiptir eðlilega áfram)
Helsti aukabúnaður: Svart leður, "stóra talvan", 16" AEZ álfelgur, topplúga, "stóra hljóðkerfið", rafmagn í speglum og rúðum, ljóskastarar.
Bíllinn er í heildina í ágætis ástandi, kjallarinn í mótornum þarfnast lagfæringar, drifið er ónýtt og hefur verið það síðan ég keypti bílinn í apr. '04.
Engin skipti
Ekkert áhvílandi
Verð: Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að setja á þennan bíl þannig að ég óska bara eftir tilboðum og í versta falli segi ég nei.
Það sem búið að gera við bílinn í minni eigu:
Skipta um framljós og setja ný svört Hella framljós í staðin, skipta um gler á ljóskösturunum, Inspektion II '04(Skipt um allar síur og vökva, millibilsstöng, jafnvægisstangarenda, jafnvægisstangargummí, boddýpúða), heilsprautun '06( skipt um alla lista utan á hurðum ásamt gluggalistum á framrúðu, framrúðu, númeraplötuljós).
Svo núna síðastliðið eitt og hálft ár: Skipt um hedd(Nýtt fullsamsett hedd frá schmeidermann), skipt um lok framan á heddi, skipt um allt í kælikerfi(Vatnskassi, forðabúr, viftukúpling, slöngur, vatnsdæla, vatnslás), skipt um allt í tímagír á mótor, ný olíudæla(ásamt nýju tannhjóli og keðju f. olíudælu), nýtt olíusíuhús, nýir mótorpúðar, nýjar slöngur úr og í ssk., nýjir ssk. púðar, skipt um olíukælir og allar slöngur f. vökvastýri, báðar reimar endurnýjaðar, báðar gúmmíhosurnar ofan á mótornum endurnýjaðar, skipt um: kerti, kertaþræði, kveikjuhamar og kveikjulok, skipt um bensínspíssa, allt tengt AC í vélarrúmi fjarlægt. Ventlalok, lok framan á motor, olísíuhús, olíupanna, soggrein og spjaldhús voru glerblásin og pólýhúðuð silfurgrá. Mótorblokk pússuð upp og máluð svört. Svo var að sjálfsögðu skipt um tilheyrandi pakkningar, pakkdósir og gúmmí-, þéttihringi í kringum þetta allt saman. Skipt um alla vökva á bíl. Skipta um bremsudiska, bremsuklossa, bremsuborða fyrir handbremsuna ásamt öllu tilheyrandi í kringum þá, skipt um fóðringar, nippla og spennur í öllum bremsudælum og þær svo glerblásnar og pólýhúðaðar silfurgráar, skipt um gúmmislöngur úr bremsudælunum. Skipt um hurðarstrekkjara, skipt um takka fyrir topplúgu og svo S E M takkan fyrir ssk.(Nýju takkarnir eru með ljósi), skipt um rúðuþurrkumekanisman.
99,8% af öllu því sem að var skipt um í bílnum er OEM BMW. Og svo er ég örugglega að gleyma eitthverju.
Eins og er stendur bíllinn númeralaus fyrir utan verkstæðismóttöku B&L og geta áhugasamir skoðað hann þar en ég er ekkert svakalega heitur fyrir því að sækja bílinn þar. Prufuakstur er nánast lost case þar sem að legur og stimpilhringir í mótor eru ónýtir.
Þráður með myndir af bílnum og því sem að gert hefur verið við hann: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=15871&postdays=0&postorder=asc&start=0
Hægt verður að ná í mig í síma 664-9721 eða hér í EP.
Að gefnu tilefni vill ég biðja menn um að halda OT í lágmarki og ef mönnum liggur eitthvað mikið á hjarta þá mega þeir bara hringja í mig eða 118, já eða senda mér EP.