bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 12:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 10. Mar 2008 19:25 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Sep 2005 14:08
Posts: 795
Location: Höfuðborgarsvæðið
Sælir Kraftsmenn.

Ég hef hér til sölu E38 730 sem þarfnast smá viðgerða.

Það sem hrjáir bílinn er eftirfarandi:

Farin miðstöðvarhosa við hvalbak, hef ekki skoðað vel hvaða hosa þetta er, en væntanlega borgar sig að skipta um þær allar ef farið er í þetta á annað borð. Hver hosa er að kosta um 2000kall í B&L.

Það þarf að skipta um handbremsubarkana og fylgja þeir með bílnum.

Gott væri að skipta um ventlalokspakkningarnar líka og fylgja þær sömuleiðis.

ABS ljósið logar og samkvæmt úrlestri hjá B&L er ekki um skynjara að ræða, heldur berast böndin að dælunni eða relay fyrir hana.

Airbag ljós logar og er það vegna tengis undir bílstjóra sæti, ætti ekki að vera stór viðgerð.

Pixlar í miðstöðvardisplay eru fubar. Annars staðar eru allir pixlar heilir.

Það sem hefur verið gert nýlega:

Skipt um allt í bremsum að aftan (ss. diskar, klossar og handbremsuborðar).

Upphalarar í báðum framhurðum eru nýjir.

Nýbúið að skipta um olíu á sjálfskiptingu.

Þokuljósin eru nýleg.

Og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki í svipinn.

En þá aðeins um bílinn:

1995/2 730iA
Ekinn: 296000km. ca.
Litur: Cosmosschwartz metallic
Topplúga
Leður
Hiti í framsætum
Taumottur
Hann er á 18" M5 replica á fínum dekkjum en felgurnar þurfa nauðsynlega á yfirhalningu að halda
16" original felgur á slöppum vetrardekkjum fylgja

Verð: Tilboð óskast

Allar upplýsingar veittar í PM hér á spjallinu.

Hér eru svo nokkrar myndir af greyinu í kuldanum sem ríkir þessa dagana:

Image
Image
Image

_________________
Danni
Mercedes Benz Viano 2.2cdi 2003 "Langferðabíllinn"
Audi A6 1.8 1999 "garmurinn"
Enginn BMW


Last edited by Daníel on Thu 13. Mar 2008 12:05, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 10. Mar 2008 21:41 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 09. Oct 2007 20:23
Posts: 559
Location: Halfpriceland
flottur bíll hjá þer, hefurðu eitthvað huxað hvað þú vilt fá fyrir þetta ??

_________________
540 02' svartsettur E39
2X Hilux 38'' & 32'' beaterar
Remington 8700 Express magnum, 3'5

liðin tíð..
E36 325i 93' M50
E34 525IX 93' M50
E32 735I '91 M30


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Mar 2008 21:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Sep 2005 14:08
Posts: 795
Location: Höfuðborgarsvæðið
Það er náttúrulega rosalega erfitt að ákvarða verð á bíl sem maður er að selja sem er ekki í 100% standi, en miðað við það sem er að bílnum og hvað hann stendur mér í þá væri ca. 400k óskaupphæðin, þó ég viti að það er ekkert líklegt að ég fái það fyrir hann.

Þannig að ég óska bara eftir tilboðum. :)

Kv.
Daníel

_________________
Danni
Mercedes Benz Viano 2.2cdi 2003 "Langferðabíllinn"
Audi A6 1.8 1999 "garmurinn"
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2008 12:10 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Sep 2005 14:08
Posts: 795
Location: Höfuðborgarsvæðið
Og hann er seldur.

_________________
Danni
Mercedes Benz Viano 2.2cdi 2003 "Langferðabíllinn"
Audi A6 1.8 1999 "garmurinn"
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 19. Mar 2008 18:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
tvífari minns bíls :lol:

hvað fór hann á ef að ég má forvitnast :?:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 63 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group