bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Til Sölu: E32 735iA '89 >>Hættur við sölu !!!!!<<
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=27582
Page 1 of 2

Author:  ömmudriver [ Sun 17. Feb 2008 23:53 ]
Post subject:  Til Sölu: E32 735iA '89 >>Hættur við sölu !!!!!<<

BMW E32 735iA
Framleiddur þ. 21.09.89
Ekinn: 268.xxx km.
Demantssvartur(Var heilsprautaður '06)
Ssk(Original skipting, gefur mikið spark þegar sett er í bakkgír ásamt djúsi hljóði en hún skiptir eðlilega áfram)
Helsti aukabúnaður: Svart leður, "stóra talvan", 16" AEZ álfelgur, topplúga, "stóra hljóðkerfið", rafmagn í speglum og rúðum, ljóskastarar.
Bíllinn er í heildina í ágætis ástandi, kjallarinn í mótornum þarfnast lagfæringar, drifið er ónýtt og hefur verið það síðan ég keypti bílinn í apr. '04.
Engin skipti
Ekkert áhvílandi
Verð:
Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að setja á þennan bíl þannig að ég óska bara eftir tilboðum og í versta falli segi ég nei.

Það sem búið að gera við bílinn í minni eigu:

Skipta um framljós og setja ný svört Hella framljós í staðin, skipta um gler á ljóskösturunum, Inspektion II '04(Skipt um allar síur og vökva, millibilsstöng, jafnvægisstangarenda, jafnvægisstangargummí, boddýpúða), heilsprautun '06( skipt um alla lista utan á hurðum ásamt gluggalistum á framrúðu, framrúðu, númeraplötuljós).

Svo núna síðastliðið eitt og hálft ár: Skipt um hedd(Nýtt fullsamsett hedd frá schmeidermann), skipt um lok framan á heddi, skipt um allt í kælikerfi(Vatnskassi, forðabúr, viftukúpling, slöngur, vatnsdæla, vatnslás), skipt um allt í tímagír á mótor, ný olíudæla(ásamt nýju tannhjóli og keðju f. olíudælu), nýtt olíusíuhús, nýir mótorpúðar, nýjar slöngur úr og í ssk., nýjir ssk. púðar, skipt um olíukælir og allar slöngur f. vökvastýri, báðar reimar endurnýjaðar, báðar gúmmíhosurnar ofan á mótornum endurnýjaðar, skipt um: kerti, kertaþræði, kveikjuhamar og kveikjulok, skipt um bensínspíssa, allt tengt AC í vélarrúmi fjarlægt. Ventlalok, lok framan á motor, olísíuhús, olíupanna, soggrein og spjaldhús voru glerblásin og pólýhúðuð silfurgrá. Mótorblokk pússuð upp og máluð svört. Svo var að sjálfsögðu skipt um tilheyrandi pakkningar, pakkdósir og gúmmí-, þéttihringi í kringum þetta allt saman. Skipt um alla vökva á bíl. Skipta um bremsudiska, bremsuklossa, bremsuborða fyrir handbremsuna ásamt öllu tilheyrandi í kringum þá, skipt um fóðringar, nippla og spennur í öllum bremsudælum og þær svo glerblásnar og pólýhúðaðar silfurgráar, skipt um gúmmislöngur úr bremsudælunum. Skipt um hurðarstrekkjara, skipt um takka fyrir topplúgu og svo S E M takkan fyrir ssk.(Nýju takkarnir eru með ljósi), skipt um rúðuþurrkumekanisman.

99,8% af öllu því sem að var skipt um í bílnum er OEM BMW. Og svo er ég örugglega að gleyma eitthverju.

Eins og er stendur bíllinn númeralaus fyrir utan verkstæðismóttöku B&L og geta áhugasamir skoðað hann þar en ég er ekkert svakalega heitur fyrir því að sækja bílinn þar. Prufuakstur er nánast lost case þar sem að legur og stimpilhringir í mótor eru ónýtir.

Þráður með myndir af bílnum og því sem að gert hefur verið við hann: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=15871&postdays=0&postorder=asc&start=0

Hægt verður að ná í mig í síma 664-9721 eða hér í EP.


Að gefnu tilefni vill ég biðja menn um að halda OT í lágmarki og ef mönnum liggur eitthvað mikið á hjarta þá mega þeir bara hringja í mig eða 118, já eða senda mér EP.

Author:  flang3r [ Mon 18. Feb 2008 00:29 ]
Post subject: 

verð hugmynd ?

Author:  Benzari [ Mon 18. Feb 2008 00:34 ]
Post subject: 

..........

Author:  X-ray [ Mon 18. Feb 2008 07:49 ]
Post subject: 

Þrátt fyrir það að menn geta ekki fengið að prufukeyra... þá er þessi bíll MEGA solid þéttur og fínn.

Svo er líka ágætis power í þessu sem kostaði ömmu minni prófið.

Það eru nokkrir E32 til sölu núna og tveir sem búið er að dæla €€€ í .. ZR og ND það á einhver eftir að gera reyfara kaup. :roll:

Author:  asgeirholm [ Mon 18. Feb 2008 12:24 ]
Post subject: 

Þetta er Sweet ass bíll gangi þér allt í haginn Amma mín vona að þú fáir ásættanlega upphæð fyrir þennan bíl..
ég segi eins og X-ray það á eitthver eftir að detta í lukkupottinn ef hann kaupir af þér bílinn. Vélarsalurinn er notlega eins og Nýr :shock:

Author:  ömmudriver [ Sat 23. Feb 2008 20:02 ]
Post subject: 

SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur :o :lol:

Author:  srr [ Sat 23. Feb 2008 20:05 ]
Post subject: 

ömmudriver wrote:
SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur :o :lol:

Þú neyðist til að klára þetta 8)
M30B35 Uber alles!!!

Author:  Einarsss [ Sat 23. Feb 2008 20:29 ]
Post subject: 

held þetta sé sama dæmið og Steini B er að lenda í... það vill enginn gera þér það að kaupa bílinn af þér vegna þess að þú átt eftir að verða bara sáttur þegar hann er kominn í lag ;)

Author:  ömmudriver [ Sat 23. Feb 2008 21:23 ]
Post subject: 

srr wrote:
ömmudriver wrote:
SKOOOOOOOOOOO !!!!!!!! Ef það fer enginn að kaupa þennan blessaða bíl þá neyðist ég BARA til þess að reyna að gera eitthvað gott úr honum sjálfur :o :lol:

Þú neyðist til að klára þetta 8)
M30B35 Uber alles!!!


Jájá ef að ég "klára" bílinn sjálfur þá fær þessi risaeðluhamstur að fjúka úr húddinu :evil:



einarsss wrote:
held þetta sé sama dæmið og Steini B er að lenda í... það vill enginn gera þér það að kaupa bílinn af þér vegna þess að þú átt eftir að verða bara sáttur þegar hann er kominn í lag :wink:


Já ég held að ástæðan sé sú að áhuginn fyrir E32 og M30 hér á kraftinum sé svo svakalega lítill að það nær engri átt og hvað þá E32 með bilaðri M30 :rollinglaugh:

Author:  jon mar [ Sat 23. Feb 2008 21:50 ]
Post subject: 

M30 er æði 8)

Author:  Aron Fridrik [ Sat 23. Feb 2008 23:35 ]
Post subject: 

hann er barn síns tíma

Author:  Angelic0- [ Sat 23. Feb 2008 23:43 ]
Post subject: 

Ekkert svona andskotans rugl...

Dugnaðurinn í þér hingað til samsvarar ekki þessari ákvörðun þinni um að selja bílinn þó svo að babb hafi svo sannarlega komið í bátinn...

Ég hef beðið of lengi eftir því að sjá þennan bíl renna út úr skúr og keyra um götur Reykjanesbæjar...

Ég gleymi því seint þegar að þú komst hérna upp í innkeyrslu heima hjá Pabba á sjálfrennireiðinni stífbónuðum og flottum.... ÞÁ var þetta uppáhalds BMW-inn minn af flórunni hérna heima....

Ég veit að ég myndi ekki stoppa ef að ég væri komin 84% með geðveikan bíl.... það eru bara 16% eftir :!:

Author:  ömmudriver [ Sun 24. Feb 2008 00:30 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Ekkert svona andskotans rugl...

Dugnaðurinn í þér hingað til samsvarar ekki þessari ákvörðun þinni um að selja bílinn þó svo að babb hafi svo sannarlega komið í bátinn...

Ég hef beðið of lengi eftir því að sjá þennan bíl renna út úr skúr og keyra um götur Reykjanesbæjar...

Ég gleymi því seint þegar að þú komst hérna upp í innkeyrslu heima hjá Pabba á sjálfrennireiðinni stífbónuðum og flottum.... ÞÁ var þetta uppáhalds BMW-inn minn af flórunni hérna heima....

Ég veit að ég myndi ekki stoppa ef að ég væri komin 84% með geðveikan bíl.... það eru bara 16% eftir :!:


Já ok takk fyrir hrósið Viktor, en aðeins eigandinn veit hvernig hann vill hafa bílinn sinn. Ég er með hugmyndir og mynd í hausnum af því hvernig minn drauma E32 á að vera, ND-020 er ekki nálægt því að vera eins ég vill hafa hann.

Og Viktor, hvernig væri nú ef að þú færir að koma einum af þessum "projectum" þínum í gagnið og á götuna.

Author:  gardara [ Sun 24. Feb 2008 04:31 ]
Post subject: 

Henda bara LS1 í þetta kvikindi og þá erum við að tala saman 8)

Author:  X-ray [ Sun 24. Feb 2008 11:54 ]
Post subject: 

gardara wrote:
Henda bara LS1 í þetta kvikindi og þá erum við að tala saman 8)


Hvar ert þú að smíða geimflaugar ? :slap:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/