bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 26. Apr 2024 07:07

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next
Author Message
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 15:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
BMW 525i 1991 módel til sölu (E34 M50)

Fyrst skráður 19.05.91 í Þýskalandi. Innfluttur til Íslands í Sept. 2003.

Silfraður (Sterlingsilber) með shadowline útfærslu (ekki króm kringum gluggana).

Svört pluss innrétting (órifin í fínu standi)

-Ekinn 190.000 km
-5 gíra
-Hleðslujafnari að aftan (hægt að stilla sport/komfort)
-Hiti í sætum
-Mjóbaks-stuðningur stillanlegur í ökumannssæti
-Rafmagn í rúðum
-Aksturstölva
-Rafmagn í speglum
-"Aftakanlegur" dráttarkrókur
-16" eða 17" felgur (þú mátt ráða hvort þú vilt :D )
-Sólgardína í afturglugga

-Nýskoðaður
-Nýbúið að skipta um olíu+síu

Þessi bíll er með svokallaðri M50 vél, þ.e. 24V. Hann er því 192hö og skemmtileg blanda af því að vera sæmilega sprækur en samt sparneytinn.

Ég keypti hann til að nota erlendis í sumar, keyrði hann einhverja 2000 km. Virkaði fínt og sló aldrei feilpúst. Eyðslan 10 á 140-160 á Autobahn.



Verð: 470.000.-

Sæmi
699-2268 / smu@islandia.is


Image

Image

Image

Bíllinn selst EKKI með felgunum sem sjást hér að ofan. Ef þú vilt fá þær með, þá kostar bíllinn með felgunum 660.000.- og ekki krónu minna. Þú getur séð þær auglýstar til sölu undir Felgur og dekk dálknum þar sem meiri upplýsingar eru um þær.

Á myndinni hér að ofan sést blæbrigðamunur á húddinu fremst. Það er líka svona blettur við bensínlokið og á hurðinni bílstjóramegin. Framstykkið fyrir neðan ljósin er líka grjótbarið. Ég stefni að því að laga þetta (það þarf að sprauta þetta upp á nýtt) en annars er þetta 40.000.- í frádrátt frá verði (það þarf líka að nudda þessar grjónarendur af framsvuntunni ... :oops: )


Image

Þetta eru felgurnar sem fylgja bílnum (ekki báðar týpurnar heldur önnur hvor).

Image

Felgurnar hér að ofan eru af gerðinni Smiths Twister, eru 17x8 ET 25 með Michelin Pilot Sport 225/45/17 að framan og 235/45 að aftan. Framdekkin með ágætu munstri, afturdekkin farin að slappast. Duga eitt sumar eða svo.

Image

Felgurnar hér að ofan eru af gerðinni Melber, 16x8, ET 13. Dekkin eru Fulda 225/50/16 og er sama að segja um slitið. Framdekkin fín en afturdekkin eru frekar slitin.


Image

Image

Fín og órifin svört plussinnrétting!


Image

Og asskoti skemmtilegur rokkur, 192 Ps


Last edited by saemi on Tue 14. Oct 2003 23:57, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 16:06 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já.... og komin hingað heim? Þetta væri nú ekki vitlaust fyrir tengdapabba!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 16:09 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já, bíllinn er á klakanum :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 16:21 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Stendur hann fyrir utan hjá þér? Ef ég get dobblað hann til að kíkja á þetta?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Sæll
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 16:42 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Einhver skipti?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 16:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hann stendur ekki fyrir utan hjá mér ennþá, er svona að fara að flytja hann. Hann stendur hjá Atlantsskipum núna, en ég á aðeins eftir að sjæna hann til.

Ég er ekki hrifinn af skiptum, en það má alltaf prufa.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 22. Sep 2003 20:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hann er kominn heim í hlað núna.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 13:21 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þessi bíll hljómar ansi vel. Verðið þykir mér samt töluvert of hátt miðað við akstur, skiptingu og aldur. Hvað mundiru vera tilbúinn að lækka mikið ef ég mundi borga staðgreitt?

Eigum við ekki að segja bara 1500 og málið er dautt? :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 13:45 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jói wrote:
Þessi bíll hljómar ansi vel. Verðið þykir mér samt töluvert of hátt miðað við akstur, skiptingu og aldur. Hvað mundiru vera tilbúinn að lækka mikið ef ég mundi borga staðgreitt?

Eigum við ekki að segja bara 1500 og málið er dautt? :wink:


...

Sitt finnst hverjum með ásett verð :!:

Ég er samt ekki alveg að skilja??? Átti þetta að vera 500.000 en ekki 1500???

Hringdu bara í mig eða sendu mér póst ef þú ert eitthvað að spá í þetta.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 13:48 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
saemi wrote:
Jói wrote:
Þessi bíll hljómar ansi vel. Verðið þykir mér samt töluvert of hátt miðað við akstur, skiptingu og aldur. Hvað mundiru vera tilbúinn að lækka mikið ef ég mundi borga staðgreitt?

Eigum við ekki að segja bara 1500 og málið er dautt? :wink:


...

Sitt finnst hverjum með ásett verð :!:

Ég er samt ekki alveg að skilja??? Átti þetta að vera 500.000 en ekki 1500???

Hringdu bara í mig eða sendu mér póst ef þú ert eitthvað að spá í þetta.

Sæmi


Já, ég veit svo sem ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir þennan bíl, en svona miðað við aðra 525, sem eru nánast alltaf ssk., eknir svipað og oftar '92 þá eru þeir á svipuðu verði. Reyndar man ég varla eftir einum einasta beinskiptum e34 525.

Ég var nú bara að grínast þarna með 1500. :wink:

Ef ég pæli í þessu af alvöru þá hringi ég.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 13:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég hef prófað svona BSK 525 hér heima og það er MIKIÐ skemmtilegri bíll en SSK.

Ég held að verðið fari náttúrulega eftir ástandi. Ef hann er í lagi bíllinn þá er þetta bara fínt verð! það er fullt af haugum hér á sama verði - reyndar SSK sem mér finnst frekar vera galli á svona ódýrum og gömlum bíl.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 14:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jói wrote:

Já, ég veit svo sem ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir þennan bíl, en svona miðað við aðra 525, sem eru nánast alltaf ssk., eknir svipað og oftar '92 þá eru þeir á svipuðu verði. Reyndar man ég varla eftir einum einasta beinskiptum e34 525.



Nú skal ég ekki segja hvað er í gangi með ásett verð á öðrum bílum. En það sem ég hef séð, þá hefur ásett verð á svona bíl verið kringum 650-700þús (sem mér finnst of hátt).

Það má að sjálfslögðu ekki taka bíl sem er með 12V vélinni og bera saman við þennan, því það munar himni og hafi á 12V og 24V.

Þegar ég athuga bilasolur.is þá finn ég þann ódýrasta á 480þús ekinn 280þús, og svo næsta á 550 ekinn 250. Þannig að ég hélt ég væri bara svona á sömu línu og aðrir.. :roll:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 16:55 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
saemi wrote:
Þegar ég athuga bilasolur.is þá finn ég þann ódýrasta á 480þús ekinn 280þús, og svo næsta á 550 ekinn 250. Þannig að ég hélt ég væri bara svona á sömu línu og aðrir.. :roll:

Sæmi


Þá má ekki gleyma því að þessi á 550 er '92, með leðursætum og þar að auki er hann ssk. Hann er líka með M50 vélinni, þannig að fyrir utan aksturinn þá er hann með allt sér í hag.

Eftirspurnin er mun meiri eftir sjálfskiptum e34 heldur en beinskiptum e34 og það gerir hann verðmætari. Það er nú alveg á hreinu.

Annar punktur í þessu er sá að eftir að e60 kom út þá lækkar e39 í verði og líkast til e34 þar af leiðandi. Núna ætti verð á e34 að lækka, það væri rökréttast.

En eins og Bebecar segir réttilega þá fer verðið eftir ástandi, sérstaklega þegar gamall stór BMW á í hlut. Þessi bíll er sennilega í góðu ástandi, ólíkt einhverjum e34 hér á landi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 17:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Feb 2003 14:56
Posts: 600
Location: Í aftursæti lögreglubíls
Jói skrifaði:
Þá má ekki gleyma því að þessi á 550 er '92, með leðursætum og þar að auki er hann ssk. Hann er líka með M50 vélinni, þannig að fyrir utan aksturinn þá er hann með allt sér í hag.

Eftirspurnin er mun meiri eftir sjálfskiptum e34 heldur en beinskiptum e34 og það gerir hann verðmætari. Það er nú alveg á hreinu.

Annar punktur í þessu er sá að eftir að e60 kom út þá lækkar e39 í verði og líkast til e34 þar af leiðandi. Núna ætti verð á e34 að lækka, það væri rökréttast.


Ég er ekki sammála þessu, þó ég sjálfur vildi hafa svona bíl með leðri og sjálfskipta þá eru fleiri sem vilja hafa þetta gamla bíla beinskipta sökum ótta við viðhald á sjálfskiptingu, einnig eru þessir bílar komnir í þann flokk að yngri gaurarnir eru farnir að vija þá og þeir vilja beinskipt.
Í þetta gömlum bíl er oft farið að sjá á leðri svo frekar vildi ég bíl með heilu taui en slitnu leðri.

Það að það sé kominn ný 5 lína núna hefur ekkert með verð á ´91 bíl að gera, það lækkar náttúrulega bíla 1-4 ára en sennilega kemur lítð við eldri bíla.

Mér finnst verðið á þessum bíl hjá Sæma mjög sanngjarnt miðað við lýsingar, svo sanngjarnt að ég er að hugsa um hann sem konubíl.

Ég skil reyndar ekki hvernig Sæmi nennir að flytja þetta inn, ekki getur verið gróði af þessu ????

_________________
Tommi camaro fanclub member no. 03


Last edited by Vargur on Tue 23. Sep 2003 17:18, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Sep 2003 17:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég ræddi við sölumann hjá Bílalandi þ.e. söludeild notaðra bíla hjá B&L. Og hann sagði mér að E39 lækki ekki í verði útaf E60 vegna þess að E60 bílarnir eru dýrari en E39. E39 eru oft að fara á listaverði og þá er sett meira á þá heldur en listaverðið segir til um. Þetta á reyndar líka við um E36.
Annars er það bara framboð og eftirspurn sem ræður verðinu. Það er alltaf góð eftirspurn eftir góðum BMW'um.
Eldri nýinnfluttir Þýskalandsbílar eru alltaf mjög heitir því þeir eru oftast svo vel með farnir að fólk tekur virkilega eftir því.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 48 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group