bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Óslitinn E46 316i '00 - SELDUR
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=27478
Page 1 of 2

Author:  Leikmaður [ Wed 13. Feb 2008 16:39 ]
Post subject:  Óslitinn E46 316i '00 - SELDUR

Um ræðir:

E46 316i '00, umboðsbíll

Beinskiptur, dökkblár að lit.

Rafm. í rúðum frammí, CD, spólvörn og höfuðpúðar aftur í.

16" BMW felgur á nýlegum sumardekkjum, sem og 15" stál á nýlegum vetrardekkjum.

Bíllinn er ekinn 32 þús.

Kona fædd '49 sem kaupir bílinn af umboði, býr í Borgarnesi og notaði bílinn til þess að keyra ca. einu sinni í viku í bæjarferð. Og miðað við kramið í bílnum ,þá hefur hún keyrt þessa 32 þús. km. á 80 á 2000 snúning.

Kram og innrétting er eins og nýtt, það er eins og það hafi vart verið skipt um gír í bílnum. Takkar, stýri og sæti inn í bílnum eru sem ósnert.

Farið að sjá á lakki, en þó ekkert sem mössun getur ekki lagað.

Alltaf verið smurður reglulega og farið með í tékk - 100% þjónustubók.

Ég eignaðist bílinn fyrir tilviljun fyrir um mánuði síðan, þannig í raun er bara einn eigandi að kerrunni.

Ég hélt að ég sjálfur myndi varla nenna að keyra um á 316, en þessi hefur komið mér þvílíkt á óvart. BSK í bæjarsnattinu, og þetta er hinn glettilegasti bíll...

Verð: Tilboð

Lán á bílnum - milljón og fimmtíu (30 í afborgun)

Ég er til í að fá hvað sem er upp í, sem og ég er til í að skipta þessum upp í e-ð skemmtilegt....allt að 3 milljónum...

868-7326
Jóhann Karl

Author:  saemi [ Wed 13. Feb 2008 19:00 ]
Post subject:  316i

Sæll.

Hefur þu einhvern ahuga a að setja þennan upp i M5 E39. Ekkert ahvilandi a honum svo það þarf að borga a milli.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=27022

Sæmi.

Author:  Leikmaður [ Wed 13. Feb 2008 19:03 ]
Post subject: 

Ég er ekki kominn með nógu mörg hár á bringuna fyrir ///M deildina ;)

Takk samt...

Author:  saemi [ Wed 13. Feb 2008 19:07 ]
Post subject: 

:) hahaha

Gott að viðurkenna það strax :lol:

Author:  shadow [ Wed 13. Feb 2008 21:55 ]
Post subject: 

Ertu með myndir?

Til í að taka ódýrari upp í?

Author:  Leikmaður [ Wed 13. Feb 2008 23:23 ]
Post subject: 

shadow wrote:
Ertu með myndir?

Til í að taka ódýrari upp í?


Myndir, neibb....ég seldi 540 án mynda, ætli ég þrjóskist ekki áfram og setji ekki inn myndir :lol:

Ég er til í að taka ódýrara upp í - skjóttu á mig...

EDIT - ef þú ert að tala upp Subaru Legacy sem þú talar um í ,,Vil kaupa BMW" - þá segi ég pass ;)

Author:  Hreiðar [ Thu 14. Feb 2008 02:20 ]
Post subject: 

Algjör gullmoli ! Gangi þér vel með söluna :wink:

Author:  Bimz [ Thu 14. Feb 2008 11:35 ]
Post subject:  Re: Óslitinn E46 316i '00

Leikmaður wrote:
Ég er til í að fá hvað sem er upp í, sem og ég er til í að skipta þessum upp í e-ð skemmtilegt....allt að 3 milljónum...


Hefuru einhvern áhuga á krossara?

Annars geturðu komið með einhverja smá verðhugmynd, hvort þurfi að borga mikið ofan á lánið?

Author:  skaripuki [ Thu 14. Feb 2008 11:44 ]
Post subject: 

mæli klárlega með þessum,, kikti á hann um daginn og hann er bara eins og nýr,,, þarf ekki að eyða miklum peningum til að gera hann ´´pimpin´´ glær sefnuljós og filmur þá er hann mad flottur,,,

Author:  Leikmaður [ Thu 14. Feb 2008 12:18 ]
Post subject:  Re: Óslitinn E46 316i '00

Bimz wrote:
Leikmaður wrote:
Ég er til í að fá hvað sem er upp í, sem og ég er til í að skipta þessum upp í e-ð skemmtilegt....allt að 3 milljónum...


Hefuru einhvern áhuga á krossara?

Annars geturðu komið með einhverja smá verðhugmynd, hvort þurfi að borga mikið ofan á lánið?

Og er þetta 3ja eða 5 dyra bíllinn?


Jájá, ég get skoðað krossara upp í, þó ég sé ekki ýkja spenntur fyrir því.

Ég vil fá 200 þús. + yfirtöku - en mönnum er að sjálfsögðu frjálst að bjóða.

Þetta er hefðbundinn 4 dyra saloon...

Author:  Leikmaður [ Tue 19. Feb 2008 20:48 ]
Post subject: 

.............

Author:  shadow [ Wed 20. Feb 2008 00:32 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
shadow wrote:
Ertu með myndir?

Til í að taka ódýrari upp í?


Myndir, neibb....ég seldi 540 án mynda, ætli ég þrjóskist ekki áfram og setji ekki inn myndir :lol:

Ég er til í að taka ódýrara upp í - skjóttu á mig...

EDIT - ef þú ert að tala upp Subaru Legacy sem þú talar um í ,,Vil kaupa BMW" - þá segi ég pass ;)


En dýrari? :lol: BMW 330xi 2001 stútfullur af aukabúnaði

Author:  ice4x4 [ Wed 20. Feb 2008 01:11 ]
Post subject:  Nissan Patrol

Er með þennan til sölu ef þú hefur áhuga ?

Væri hugsanlega til í að taka BMW upp í !!!!


http://www.barnaland.is/messageboard/me ... &advtype=8


Kveðja Gísli s.8936123

Author:  Leikmaður [ Thu 21. Feb 2008 10:21 ]
Post subject: 

Eeeeeðal winterbeater, konubíll, byrjendabíll eða ,,skynsami" bíllinn....

Gjörsamlega óslitinn bíll - 32 þús km. - nýsmurður og fínn!!

Author:  Bimz [ Thu 21. Feb 2008 10:55 ]
Post subject: 

Sæll, hef enþá áhuga á bílnum. Hefuru ekki fengið PM-in frá mér?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/