bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

523i '99 - seldur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=26339
Page 1 of 2

Author:  bragi1 [ Wed 19. Dec 2007 02:54 ]
Post subject:  523i '99 - seldur

Er með til sölu BMW 523i 99' módelið.
Cosmosschwarz metallic (303)
Sjálfskiptur
Ekinn: 192 þúsund
M52 2.5 lítra skráður minnir mig 170 þó það eigi víst að vera eitthvað meira.

Hann er á hrikalegum 15" álfelgum núna með góðum vetrardekkjum en það fylgja með 17" álfelgur með sumardekkjum. (Þær á myndinni).

Helsti búnaðurinn:

280 LT/ALY wheels spoke styling
302 Þjófavarnakerfi
428 Viðvörunarþríhyrningur
441 Reykingapakki (fyrri eigandi reykti víst í bílnum en ég er búinn að
taka hann í gegn eftir það.)
473 Armpúði frammí (og afturí)
510 Hæðarstjórnun á ljósum
666 Business CD útvarp
240 Leðurstýri
260 Hliðarloftpúðar
411 Rafmagn í öllum rúðum (og sjálfsögðu speglum)
520 Kastarar
550 OBC

Bíllinn gengur eins og draumur og ólíkt gamla þristunum mínum finn ég engar gangtruflanir eða vesen. Hann snertir ekki á olíunni og ekkert ský á köldum morgni þegar sett er í gang. Bíllinn er nýkominn úr smurningu en rétt fyrir það var skipt um kerti. Það eru nótur allt aftur til ársins 2003 í bílnum upp á allt viðhald og það er 100% smurbók í honum.

Fæ að stela gömlum sölumyndum af honum: (Ekki láta skoðunarmiðan blekkja, hann er skoðaður 08 í dag)

Image
Image

Verðmiðinn er í kringum milljónina sem er held ég sanngjarnt miðað við hvað ég er að sjá sett á þessa bíla. Ekkert áhvílandi og ég er opinn fyrir öllum mögulegum skiptum.

866-9801

Author:  bragi1 [ Mon 24. Dec 2007 01:51 ]
Post subject: 

Endilega hendið á mig hugmyndum um skipti... maður er svo rosalega nýjungagjarn

Author:  bragi1 [ Tue 08. Jan 2008 00:06 ]
Post subject: 

TTT

Author:  bragi1 [ Sat 19. Jan 2008 14:09 ]
Post subject: 

Tilboð vegna íbúðakaupa: 990 þúsund

Author:  Angelic0- [ Sat 19. Jan 2008 14:37 ]
Post subject: 

Getur verið að það hafi verið Kanastrákur á þessum bíl á undan þér :?:

Er búið að mála bílinn eitthvað síðan að hann átti hann :?: (ef að þetta er sá bíll :?:)

Author:  íbbi_ [ Sat 19. Jan 2008 14:41 ]
Post subject: 

þessi bíll var í mosó áður en hann eignast hann

Author:  Angelic0- [ Sat 19. Jan 2008 14:47 ]
Post subject: 

Ég veit ekkert hvar hann var... minnir bara að ég hafi séð umræddan (Eric) á þessum bíl.... en þá var lakkið á honum hrikalegt... en virðist vera flottur núna m.v. þessar myndir...

Ef að hann er svona núna... þá er þetta flottur prís...

Author:  bragi1 [ Sat 19. Jan 2008 16:49 ]
Post subject: 

Jú svei mér þá ef strákurinn hét ekki Eric. Keypti þetta í gegnum mömmu hans í Mosó. Lakkið er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en um leið og ég massaði hann og bónaði var það eins og nýtt

Author:  Angelic0- [ Sat 19. Jan 2008 16:57 ]
Post subject: 

bragi1 wrote:
Jú svei mér þá ef strákurinn hét ekki Eric. Keypti þetta í gegnum mömmu hans í Mosó. Lakkið er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en um leið og ég massaði hann og bónaði var það eins og nýtt


Áttu myndir innanúr bílnum :?:

Author:  bragi1 [ Sat 19. Jan 2008 17:48 ]
Post subject: 

Fer í frekari myndatökur í kvöld eða á morgun. Ætla að skella sumarfelgunum undir fyrst því ég skammast mín ekkert lítið fyrir vetrarfelgurnar.

Author:  bragi1 [ Tue 22. Jan 2008 20:36 ]
Post subject: 

890 þús!

Author:  bragi1 [ Wed 23. Jan 2008 21:33 ]
Post subject: 

Eeen 850 þúsund?

Author:  Angelic0- [ Wed 23. Jan 2008 21:54 ]
Post subject: 

voðalega liggur mönnum á að losna við bílinn :?:

er þetta ekki hinn sæmilegasti bíll :?: mætti ætla annað :?:

Author:  bragi1 [ Wed 23. Jan 2008 22:13 ]
Post subject: 

Þessi fíni bíll. Vandamálið er að ég er að versla íbúð og vantar peningana helst í gær.

Author:  Angelic0- [ Wed 23. Jan 2008 22:17 ]
Post subject: 

Ekkert lán á þessum bíl... :?:

Ekki margir sem að ganga um með 900k í vasanum bara ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/