Þetta gerist sko ekki oft, allavega ekki hér á landi.
En ég er með til sölu
E34 540 bíl! Sem þykja alveg frammúrskarandi “Kúl” ef marka má skoðanakannanir

(heimildir
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=26478)
Förum svo skipulega í þetta:
Árgerð: 7/1993
Akstur: 175.000km
Litur: Diamantschwarz Metallic
Mótor: M60B40 V8 280 hestöfl 400Nm tog
Skipting: 5 gíra ZF með Sport Economy og Vetrarstillingu
Sumarfelgur: Throwing star 17x8 að framan, dekk frekar slitin 225 45 17 og 17x9 að aftan með hálfslitnum 265 45 17
Vetrarfelgur: Nýteknar í gegn og dufthúðaðar BBS basket 16” með mjög góðum goodyear Ultragrip Extreme nagladekkjum 225 55 16
Bíllinn er ríkulega búinn af aukabúnaði og ætla ég mér að reyna að muna allann pakkann:
Svart buffalóleður á sætum
Sportsæti
Rafmagn í framsætum
Hiti í framsætum
Minni í bílstjórasæti og hliðarspeiglum
Leðraður miðjustokkur og hurðarspjöld
Sólgardína í afturglugga rafdrifin
sólgardínur í hliðargluggum afturí, líka litlu gluggunum
Hifi hljóðkerfi og geyslaspilari, (magasín í skotti en ótengt)
Spólvörn
Skriðvörn
Krúskontrol
Check control
Aksturstölva
dráttarkrókur sem hægt er að taka undan bílnum
Tvívirk sjálfvirk miðstöð
Frjókornasía og "loftgæðaskynjaradæmi eitthvað sem stýrir sjálft hringrásinni )
Loftkæling
Fjarstýrðar samlæsingar
Rafdrifin topplúga
Rafdrifnar rúður og speiglar
Sjálfdekkjandi baksýnisspegill
Velour mottur
Park ventilation (loftfrískunar búnaður ef bíllinn stendur í sól og er þá komið ferskt loft í hann á fyrirframm stilltum tíma)
M-Sport fjöðrun orginal frá BMW
Þeir sem þekkja til E34 vita að þetta eru góðir bílar og enn betra að keira, og ég er sannfærður á það að þetta sé einn af þeim bestu hér á landi. Ég lét nýlega sprauta á honum húddið, stuðara, hægra frammbretti, og báðar hurðir hægrameigin. Og er þá ekkert hægt að finna að boddyi nema litlar hagkaupsbeyglur sem fer lítið fyrir.
Bíllinn er að sjálfsögðu RYÐLAUS.
Nokkrir punktar sem tengjast almenu viðhaldi bara.
Ný kerti, ný loftsía, ný frjókornasía, smurður fyrir um 1000km með mobil1, nýjar rúðuþurkur (hljómar ekki merkilega en þær kosta sko skyldinginn á þessa bíla)
Hann var nýlega á verkstæði í toppstöðuskynjaraskiptum og þá var rennt yfir allt einsog olían á skiptinguni grandskoðuð til að sjá hvort nokkuð væri að gerast þar, sem var ekki og allur bíllinn þótti þeim bara rosalega góður. Hann var líka lesinn og kom ekkert þar framm.
Svo auðvita fylgja nokkrar myndir.. aldrei að vita nema ég tak einhverjar nýjar og betri ef þurfa þykir.
Svo er það verðið.
Ásett verð með bæði sumar og vetrarfelgum og dekkjum er 900.000kr
Svo er það bara að bjóða mér eitthvað gott og það má vel skoða að sleppa öðrum felgu/dekkja pakkanum ef menn treista sér ekki í allann pakkann
Einar Ingi
S: 617-1751
E-Mail: einari@tengi.is