Ég er með til sölu BMW 520 sjálfskiptan með m20b20 mótornum, Bíllinn sjálfur er ekinn 253 þús, en mótorinn 233þ.
Bíllinn er hvítur að lit og hefur verið sprautaður fyrir nokkrum árum, boddýið er nokkuð heilt en yfirborðsryð
er byrjað að myndast í báðum frambrettum, hjá bensínloki, og smá í grillinu.
Þegar bíllinn var ekinn 209 þús fór heddpakkningin í þeim mótor og ég keypti annan af Óskari sem fór svo ofaní þá ekinn 189þ sem gerir
það 20þkm mun á boddý og vél, en þá var nýbúið að skipta um innsogsgreina pakkningar og tímareimapakkan.
Mótorinn er mjög góður og með minnsta ventlatikk sem ég hef heyrt í m20b20 mótor.
Leðrið er í góðu standi en það sem að er slitnast er bílstjórasætið, ekkert rifið en smá krumpur.
Sjálfskiptingin lekur (kannski stíflað ventlabox eða öndun) en sjálfur hef ég enga aðstöðu/kunnáttu til að athuga það, ég lagði
bílnum um leið og hún fór að leka og mæli ekki með því að bíllinn sé keyrður með skiptinguna svona.
Bíllinn var síðast smurður í 247þkm. og hefur alltaf verið smurður frá 5 til 8 þkm fresti í minni eign.
Með aðallyklinum fylgir BMW 5 línu lyklakippa sem keypt var í B&L
Hann er skoðaður 06 og er ástæðan fyrir því að ég hef oftast haft annan bíl við hendina og trassast þarafleiðandi með það,
bíllinn hefur verið jafnmikið verið notaður utanbæjar sem innan í minni eign.
Það sem helst ber að nefna sem skipt hefur verið um frá síðasta ári er....
Mjög nýlega sett undir nýr aftari hluti pústs hjá BJB fyrir 20þús
Ný kol og díóðubrú í alternator
Setti leðurinréttingu úr 735 í sem ég keypti af Bjarka, (ath bara sætin/stólarnir) ekki hurðarspjöldin,
kemur samt þokkalega vel út.
Loftflæðiskynjara
Vatnsláshúsið, vatnslásinn auk eina vatnsslöngu sem var orðin morkin.
Loftsíu
Sjálfskiptibarkan
Vinstri bremsudælu að aftan
Báða spindilarmana að framan með fóðringum
Rafmagnsmótor fyrir læsinguna vinstra megin aftan
Viftureymina
Bremsuljósarofan við pedala
Kerti
Auk þess fylgja nótur fyrir hinu og þessu frá því að ég keypti bílinn.
Búnaðurinn í bílnum er ekki langur listi en helst má nefna
Rafmagn í speglum/hiti í speglum
Leðursætin, en það er rafmagn í öllu í framstólunum en það sem að virkar ekki í þeim báðum er hitinn í þeim (líklega hitavírinn)
Armpúði afturí auk armpúðar á báðum framstólum
Geislaspilari, 4 hátalarar framí og 2 afturí
Skíðapoki
Sjúkrakassi (BMW) pakkfullur af first aid dóti (hef aldrei farið almennilega í gegnum það)
Lásboltar fyrir felgurnar
Glær stefnuljós framan
Samlæsingar
Kannski er þetta staðalbúnaður í þessum bílum en nefni það samt (Oil service og Inspection tölva, tvískipt miðstöð,
og balance takki fyrir hljómin "afturí/framí)
Hinsvegar það sem er að hrjá bílinn er
Vatnskassi lekur
Þokkalegt stýrisslag (Stýrismaskínan)
Spyrnufóðringar framan
Sjálfskipting lekur
Ekki er hægt að læsa bílnum með bílstjóraskrá.
Vinstra afturdekk lekur lítið
Bíllinn lítur eins út í dag
Hægt er að fá felgurnar með en þær eru á ónýtum 235/45/17 dekkjum. Felgurnar eru BMW replicur.
En dekkin sem nú eru undir eru hálfslitin heilsársdekk.
Ég set á bílinn 70þ en með felgunum 100þ svo bara bjóða, ekkert tilboð er of dónalegt
Hægt er að ná í mig hér, pm eða í síma 846-0434 Helgi Már, helst ekki fyrr en eftir 18.
Kveðja,,