bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 12. May 2025 05:04

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 30. Oct 2007 20:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Ég er með til sölu BMW 520 sjálfskiptan með m20b20 mótornum, Bíllinn sjálfur er ekinn 253 þús, en mótorinn 233þ.

Bíllinn er hvítur að lit og hefur verið sprautaður fyrir nokkrum árum, boddýið er nokkuð heilt en yfirborðsryð
er byrjað að myndast í báðum frambrettum, hjá bensínloki, og smá í grillinu.
Þegar bíllinn var ekinn 209 þús fór heddpakkningin í þeim mótor og ég keypti annan af Óskari sem fór svo ofaní þá ekinn 189þ sem gerir
það 20þkm mun á boddý og vél, en þá var nýbúið að skipta um innsogsgreina pakkningar og tímareimapakkan.
Mótorinn er mjög góður og með minnsta ventlatikk sem ég hef heyrt í m20b20 mótor.
Leðrið er í góðu standi en það sem að er slitnast er bílstjórasætið, ekkert rifið en smá krumpur.
Sjálfskiptingin lekur (kannski stíflað ventlabox eða öndun) en sjálfur hef ég enga aðstöðu/kunnáttu til að athuga það, ég lagði
bílnum um leið og hún fór að leka og mæli ekki með því að bíllinn sé keyrður með skiptinguna svona.
Bíllinn var síðast smurður í 247þkm. og hefur alltaf verið smurður frá 5 til 8 þkm fresti í minni eign.
Með aðallyklinum fylgir BMW 5 línu lyklakippa sem keypt var í B&L


Hann er skoðaður 06 og er ástæðan fyrir því að ég hef oftast haft annan bíl við hendina og trassast þarafleiðandi með það,
bíllinn hefur verið jafnmikið verið notaður utanbæjar sem innan í minni eign.


Það sem helst ber að nefna sem skipt hefur verið um frá síðasta ári er....

Mjög nýlega sett undir nýr aftari hluti pústs hjá BJB fyrir 20þús
Ný kol og díóðubrú í alternator
Setti leðurinréttingu úr 735 í sem ég keypti af Bjarka, (ath bara sætin/stólarnir) ekki hurðarspjöldin,
kemur samt þokkalega vel út.
Loftflæðiskynjara
Vatnsláshúsið, vatnslásinn auk eina vatnsslöngu sem var orðin morkin.
Loftsíu
Sjálfskiptibarkan
Vinstri bremsudælu að aftan
Báða spindilarmana að framan með fóðringum
Rafmagnsmótor fyrir læsinguna vinstra megin aftan
Viftureymina
Bremsuljósarofan við pedala
Kerti

Auk þess fylgja nótur fyrir hinu og þessu frá því að ég keypti bílinn.



Búnaðurinn í bílnum er ekki langur listi en helst má nefna

Rafmagn í speglum/hiti í speglum
Leðursætin, en það er rafmagn í öllu í framstólunum en það sem að virkar ekki í þeim báðum er hitinn í þeim (líklega hitavírinn)
Armpúði afturí auk armpúðar á báðum framstólum
Geislaspilari, 4 hátalarar framí og 2 afturí
Skíðapoki
Sjúkrakassi (BMW) pakkfullur af first aid dóti (hef aldrei farið almennilega í gegnum það)
Lásboltar fyrir felgurnar
Glær stefnuljós framan
Samlæsingar

Kannski er þetta staðalbúnaður í þessum bílum en nefni það samt (Oil service og Inspection tölva, tvískipt miðstöð,
og balance takki fyrir hljómin "afturí/framí)


Hinsvegar það sem er að hrjá bílinn er

Vatnskassi lekur
Þokkalegt stýrisslag (Stýrismaskínan)
Spyrnufóðringar framan
Sjálfskipting lekur
Ekki er hægt að læsa bílnum með bílstjóraskrá.
Vinstra afturdekk lekur lítið


Bíllinn lítur eins út í dag

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Hægt er að fá felgurnar með en þær eru á ónýtum 235/45/17 dekkjum. Felgurnar eru BMW replicur.
En dekkin sem nú eru undir eru hálfslitin heilsársdekk.

Ég set á bílinn 70þ en með felgunum 100þ svo bara bjóða, ekkert tilboð er of dónalegt ;)

Hægt er að ná í mig hér, pm eða í síma 846-0434 Helgi Már, helst ekki fyrr en eftir 18.

Kveðja,,

_________________
Ekki nógu margir


Last edited by Helgi M on Wed 05. Dec 2007 00:06, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:01 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Bíllinn er enn til sölu, möguleiki er á að skiptingin sé farin.

Mikið búið að endurnýja í þessum bíl svo ef ekki á að gera hann upp þá eru partarnir mikið yfir ásett verð.

Endilega bjóða bara í versta falli segi ég nei. :)

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:04 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Ég veit um 2600kr. modd sem myndi gera þennan bíl 110% meira bling í útliti :)

_________________
Helgi Páll Einarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Skjóttu :lol:

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Helgi M wrote:
Skjóttu :lol:


ný númeraplata! :wink:

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
*bingbingbingbingbing*

8)

_________________
Helgi Páll Einarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 20:44 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 28. Sep 2007 17:01
Posts: 10
þíð þér 50.000kr..herra :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Nov 2007 23:26 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
hvítir E34 eru svo getnaðarlegir.

Ég sakna gamla..


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 13. Nov 2007 18:44 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Bíllinn er enn til sölu og læt ég hann fara á 50 þús, einnig er gírkassi og m20b25 pakki tilvalið í swappið fyrir þennan ef ekki á að halda skiptinguni eða þessháttar.

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Nov 2007 12:22 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
TTT Bara bjóða :)

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 27. Nov 2007 23:37 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Helgi M wrote:
TTT Bara bjóða :)

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 43 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group