bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 325i ----------SELDUR---------------
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=25745
Page 1 of 2

Author:  pacey [ Mon 19. Nov 2007 02:58 ]
Post subject:  BMW E30 325i ----------SELDUR---------------

Jæja þá er stundin runnin upp og ég þarf að selja yndið mitt sökum þess að ég er að fara út til náms í janúar.

Hér um ræðir E30 325i:
Image


Saga bílsins og eigandaferill:
Bílinn var fyrst í eigu fótboltafélagsins 1811 München og var notaður til að skutla leikmönnum. Loks var hann keyptur af fyrrum eiganda bílsins og fluttur til landsins 1991/2 og var í 16 ár í eigu sömu fjölskyldu. Ég kaupi bílinn loks í febrúar og hef átt hann síðan (s.s. 9 mán).
Bílinn var í ágætis ástandi þegar ég fæ hann í hendurnar. Þó hann hafi verið búinn að standa óhreyfður í 3 mán. Þá rauk hann í gang í fyrsta.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég fékk bílinn í hendurnar og búið er að skipta um og betrum bæta MJÖG mikið í honum. Þegar ég fæ bílinn var hann keyrður 86.XXX km á M40B16 og ég keyrði hann u.þ.b 2.000 km þangað til að swappað var M20B25 vél í hann sem var keyrð 154.XXX km.


INFO listi:
Árgerð: 1990
Akstur: Bílinn sjálfur 89.XXX km og vél 155.XXXkm
Litur: BMW SCHWARZ
Beinskiptur 5 gíra.
Vél:M20B25, 6cyl, 170 hestöfl
Skoðaður 08
5dyra

Búnaður:
Rafdrifnar rúður. Fram í og aftur í.
Rafdrifnir hliðarspeglar.
Leðruðhurðarspjöld
Eyðslumælir
Samlæsing

Breytingar:
M20B25 vél var sett í hann með ÖLLU sem til þurfti (gírkassi, drifskraft, vatnskassa os.frv. ) fyrir tæpum 3 mán. Vélin var nýtekin í gegn áður en hún fór ofan í (ný tímareim, nýviftukúpling, vélastilling, allir vökvar og olíur os.fv.)
KW dempara og COILVERS var sett í bílinn f/ 2 vikum. Hann steinliggur og er MJÖG stífur. Hæðarstillanleg fjöðrun.
Z3 skiptiarmur (shortshifter) styttir skiptingu milli gíra.
Sérsmíðað pústkerfi,hvarfakútslaust með M3 E30 endakút, DJÚPT og flott hljóð.
KENWOOD græjupakki. KENWOOD 4*50 mosfet spilari (með rauðri lýsingu í stíl við mælaborðið) ásamt 4 13cm 140w 2 way KENWOOD hátölurum. ÞRJÁR 10“ JL AUDIO í sérsmíðuð boxi fyrir E30 ásamt BOSS magnarar. VIRKILEGA gott heildarkerfi sem virkar VEL.
XENON 8000K framljós
Mtech 1 leðurstýri
Mtech gírhnúi

Dekkjabúnaður:
Bílinn er á SPORTMAX djúpum felgum og nýjum brigdestone dekkjum keyrð svona 1.000km

Annað viðhald:
Bílinn var í sumar massaður og allt yfirborðsryð lagað (var ekki mikið).
Lakið á honum er í mjög fínu ástandi miðað við aldur.
Skipt hefur verið um spyrnur.
Nýr rafgeymir.
Handbremsa löguð.

Bílnum fylgir.
Bílnum fylgir fullt af dóti. Mtech 1 spoiler og augnbrúnir. Auka sett af orginal afturljósum OG SMOKUÐ aftur ljós frá UVELS. Auka shortshifter frá gstuning. Auka mælaborð. Nýr leður gírstangarpoki.
Bílnum fylgja líka 2 gangar af felgum á dekkjum. BOTTLECAPS á góðum heilsársdekkjum og svo ágætar AEZ felgur á notuðum sumardekkjum. (hafði hugsað mér þær í driftið)




VERÐ: 450.000kr STAÐGR,, engin skipti

Hægt er að ná í mig í pm og í síma 6951969


MYNDIR:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Felgurnar sem fylgja:
Image

Author:  aronjarl [ Mon 19. Nov 2007 03:21 ]
Post subject: 

Heyrðu þú sem ert nýbúin að láta mig swapa fyrir þig.. öss

smá sem ég ætla að leiðrétta fyrir þig vinur.

fyrrum vél heitir M40B16
það er ekki check tölva :wink:


Drifhlutfall í bílnum er 4.10:1
sprautast áfram sem sagt lágt gíraður.




Virkilega gaman að eiga örugglega E30 sem er keyrður 90þús km :lol:
Þetta er góður mótor að minni dómgreind að dæma.
Pakki keyptur af SkúraBjarka. AronJarl og Jónki sáu um vélar swap.



Gangi þér vel með þetta, leiðinlegt að vera nýbúin að græja allt og gera, þurfa síðan að selja...


Kv.

Author:  pacey [ Mon 19. Nov 2007 03:33 ]
Post subject: 

aronjarl wrote:
Heyrðu þú sem ert nýbúin að láta mig swapa fyrir þig.. öss

smá sem ég ætla að leiðrétta fyrir þig vinur.

fyrrum vél heitir M40B16
það er ekki check tölva :wink:


Drifhlutfall í bílnum er 4.10:1
sprautast áfram sem sagt lágt gíraður.




Virkilega gaman að eiga örugglega E30 sem er keyrður 90þús km :lol:
Þetta er góður mótor að minni dómgreind að dæma.
Pakki keyptur af SkúraBjarka. AronJarl og Jónki sáu um vélar swap.



Gangi þér vel með þetta, leiðinlegt að vera nýbúin að græja allt og gera, þurfa síðan að selja...


Kv.


Já takk fyrir það félagi!,, búinn að leiðrétta ;)

En já vélarpakkinn er frá Bjarka og nánast ALLAR breytingar á bílnum sáu Aronjarl og Jónki um. Traustust og heitustu menn sem hægt var að fá í verkið að mínu mati! 8)

Já það er leiðinlegt að þurfa selja svona fljótt :(
,,Myndi ekki eins sinni HUGLEIÐA það ef aðstæður væru aðrar,, enda einn af mínum draumabílum.

Vonandi að maður nái sér í einn svipaðan síðar meir!

Author:  Alpina [ Mon 19. Nov 2007 07:30 ]
Post subject: 

90.000 km :shock: :shock: :shock:

ótrúlegt

Author:  arnibjorn [ Mon 19. Nov 2007 07:33 ]
Post subject: 

Þetta er alveg geggjaður bíll!

Setja bara í hann læst drif í hentugra hlutfalli og þá er hann orðinn alveg mjög góður fyrir akstursbrautina! 8) :D

Author:  Alpina [ Mon 19. Nov 2007 07:45 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Þetta er alveg geggjaður bíll!

Setja bara í hann læst drif í hentugra hlutfalli og þá er hann orðinn alveg mjög góður fyrir akstursbrautina! 8) :D

Sammála því

Author:  Aron Andrew [ Mon 19. Nov 2007 08:27 ]
Post subject: 

Eru diskar að aftan?

Author:  Uvels [ Mon 19. Nov 2007 09:52 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Eru diskar að aftan?

:rollinglaugh:

Author:  aronjarl [ Mon 19. Nov 2007 12:28 ]
Post subject: 

það eru skálar að aftan.

what is so funny Uvels ? :roll:

Author:  Vapor [ Mon 19. Nov 2007 13:00 ]
Post subject: 

Áhugi minn fyrir E30 kviknaði rétt í þessu :burnout:

Er 450 þús fast verð eða er þetta prúttanlegt?

Author:  pacey [ Mon 19. Nov 2007 13:26 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
arnibjorn wrote:
Þetta er alveg geggjaður bíll!

Setja bara í hann læst drif í hentugra hlutfalli og þá er hann orðinn alveg mjög góður fyrir akstursbrautina! 8) :D

Sammála því


Já læst drif var mitt næsta skref,, þá væri hann skotheldur!
..vona að komandi eigandi kom því í gegn! 8)


Vapor wrote:
Áhugi minn fyrir E30 kviknaði rétt í þessu :burnout:

Er 450 þús fast verð eða er þetta prúttanlegt?


Mér er illa við að fara mikið neðar,, EN ef þessi bíll fer ekki á þessu verði. ÞÁ fer hann náttúrlulega bara á besta tilboði.

..sendu mér bara PM hvað þú ert að "wannabe-ast" ;)

Author:  H1lmar [ Tue 20. Nov 2007 23:05 ]
Post subject: 

Mjög flottur bíll og ekkert keyrður.. Ætla að reyna að selja Volvoinn minn og sjá ljósið. Vona að ég missi ekki af þessum. :P

Author:  Aron M5 [ Tue 20. Nov 2007 23:53 ]
Post subject: 

hvað læturu hann á ef þu tekur græjurnar og þessar auka felgur og dekk?????

Author:  pacey [ Wed 21. Nov 2007 01:06 ]
Post subject: 

aron m5 wrote:
hvað læturu hann á ef þu tekur græjurnar og þessar auka felgur og dekk?????


Ætla mér að selja hann með ÖLLU.
Taktu hann frekar með öllu og seldu það dót sem þú vilt ekki sér,, getur lækkað heildarverð umtalsvert með því. ;)

Author:  Vapor [ Wed 21. Nov 2007 09:41 ]
Post subject: 

pacey wrote:
aron m5 wrote:
hvað læturu hann á ef þu tekur græjurnar og þessar auka felgur og dekk?????


Ætla mér að selja hann með ÖLLU.
Taktu hann frekar með öllu og seldu það dót sem þú vilt ekki sér,, getur lækkað heildarverð umtalsvert með því. ;)


Það er mjög viturlegt hjá þér :wink: ...þar sem að þú ert að fara til útlanda og hefur ekki tíma til þess að selja hlutina sér :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/