Til sölu er þessi eðalbifreið.
UV-927, 1991 árgerð af 525i.  
Fyrsta skráning 1991
Innfluttur frá Þýskalandi 2000, lítið ryðgaður á undirvagni, sem og annarsstaðar.  Bremsurör óryðguð og sílsar í fínu standi.
Ekinn 178.000KM
Og þá er það búnaðurinn:
Dökkbrúnt leður að innan, "comfort" sæti, armhvílur að framan.
Sólgardína í afturglugga (original)
Leðurklætt sportstýri, M-tec II
Leðurgírhnúður
Rafmagn í rúðum (framan og aftan)
Samlæsingar
ABS
5 gíra
Topplúga (rafdrifin)
Nýjir afturdiskar og klossar
Nýjar fóðringar að aftan!
Nýtt hitaelement fyrir miðstöðina.  Glænýttt sem kostar $$$$ !  Allt hreinsað í leiðinni og nú er bara unun að hafa miðstöðina á 
Bíllinn er mjög góður í akstri, finnst ekkert að honum.  Ég er nýbúinn að taka standsetningu á honum.  Nýsprautað frambretti og bílstjórahurð að hluta.  Eina sem hrjáir bílnum eru Hagkaupsdældir hér og þar.... annars væri hann alveg megablingbleng í útliti.
Samkvæmt fyrri eigenda eru nýlegir demparar og vatnskassi í bílnum.
Selst með fulla skoðun, nýskoðaður.  Það sem var sett út á í aðalskoðun var gat á aftasta hljóðkút ásamt sætisbeltafestingu.  Skipt um sætisbeltafestingu, skipt var um kút og pústupphengja löguð í leiðinni.
Í bílnum er forhitari (Calis), þannig að hægt er að plögga honum í samband og þá er bíllinn heitur og fínn þegar hann er ræstur í kuldanum.
Er á 16" álfelgum í góðu standi, M5 E39 look, og heilsársdekkjum sem eru svona allt í lagi.
Nýlegt Panasonic CD tæki, fylgir með.
Bíllinn stendur venjulega í Ferjuvogi fyrir þá sem vilja berja hann augum.
Verðið er 370.000.- 
Sæmi - 6992268/smu@islandia.is