Daginn
Til sölu er BMW e36 323i Sport Edition með M-Paket, 12/97, ekinn ca. 134.400 km.
Ástæða sölu er einfaldlega að við höfum annann bíl til umráða ásamt því að vera að huga að frekari bílakaupum. Mér datt til gamans í hug að auglýsa hann líka hérna ef ske kynni að einhver hefði áhuga. Þess ber að geta að bíllinn er einnig auglýstur erlendis og gæti því selst annarsstaðar.
Eftirfarandi er: saga og lýsing á bílnum, viðgerðarsaga ásamt öðrum upplýsingum og að lokum myndir.
Verð bílsins er € 5.500. Bíllinn er staðsettur erlendis og þarf kaupandi því að koma honum til Íslands og borga af honum þar. Samkvæmt reiknivélinni góðu er því verð bílsins komið til Íslands isk. 1.011.457.- miðað við reiknivélagengi þann 17. septemer 2007 og innifelur isk. 65.000.- í flutningskostnað.
Ef verð þykir í hærri kantinum bið ég fólk að halda því fyrir sig ellegar að líta á þetta sem bíl keyptann núna af Smára á ca. € 4.000.- plús þóknun. Ef gáð er á mobile.de sé ég ekki betur en að betri eintök kosti ennþá mun meira og ætti því að vera hér um ágætis verð að ræða.
Bílnum fylgja nær óslitin vetrardekk ásamt því að vera í súper standi og mikið endurnýjaður eins og kemur fram hér að neðan.
Lýsing:
Bíllinn er keyptur af Smára Lúðvíkssyni þann 15. ágúst 2006. Þar sem ég kaupi aldrei ódýrustu bílana í bænum var hann ekki ódýrastur á mobbanum og í súper standi og getur Smári væntanlega vottað það.
Bíllinn er keyptur upprunalega af Hr. Josef Siegritz (fæddur 1939) frá BMW Nurnberg og er ég annar eigandi bílsins. Við kaup var bíllinn ekinn um 119.000 km. og er núna ekinn ca. 134.300 km, mestmegnis í langkeyrslu undanfarið ár.
Eftirfarandi er fæðingarvottorðið:
e36 323i, framleiddur 18.12.1997.
Avus Blau Metallic M3/M5
Stoff Amaretta BOA/BOA
243A Airbarf fuer beifahrer
260A Seitneairbag fuer fahrer/beifahrer
288A Leichtmetallraeder
305A Fernbedienun F. Zentralveriegelung
401A Schibe-hebedach, Elektrisch
410A Fensterheber elektrisch, Vorne
415A Sonnenschutzrollo fuer Heckscheibe
423A Fussmatten in Velours
428A Warndreieck
431A Innenspiegel automatisch abblendend
441A Raucherpaket (aldrei reykt í bílnum enga að síður)
464A Skisack
481A Sportsitze fuer Fahrer/Beifahrer
494A Sitzheizung fuer Fahrer/Beifahrer
498A Kopfstuetzen im fond
510A Leuchtweitenregelnd abblendlicth
520A Nebelscheiwerfer
528A Atomatische umluft controll (AUC)
534A Klimaautomaktik
556A Aussentemperaturanzeige
669A Radio BMW Business RDS
672A CD Wechsler 6-Fach
704A M Sportfahrwerk
710A M Lederlenkrad
715A M Aerodynamikpaket
719A Sport Editon
775A Individual dachhimmel anthrazit
785A Weisse blinkleuchten
801A Deutschland-Ausfuehrng
818A Batteriehauptschalter
863A Servicekontrakt-Flyer Europa
879A Deutsch/Betriebsanl./Serviceheft
971A Exclusiv Paket
Eins of sjá má er þetta einhver slatti og hefur án efa kostað sitt á sínum tíma. Það vantar reyndar armpúðann en ég sakna hans ekkert og svo vantar stóru OBC.
Bíllinn er með orginal M pakka, það er fjöðrun, sílsar og stuðarar, einfaldur “diffuser” þar sem 323i kom með einfalt púst, sportinnrétting og ///M stýri, BOABOA/Alcantara áklæði með sportsætum frammí og armpúða með glasahöldurum afturí og svörtum toppi og sólgardínu í afturglugga. Einnig er skíðapoki og til þess gert gat í aftursæti. Bíllinn er Sport Edition sem mér skilst hafi verið selt á síðasta ári e36 í Limo, Coupe og Compact formi með þessari innréttingu og Avus Blau.
Bíllinn er einnig búinn ASC+T, það er spól og skriðvörn og hægt er að slökkva á henni með þartilgerðum takka. Hiti er í framsætum og er tölvustýrð miðstöð sem virkar fullkomnlega ásamt loftkælingu sem einnig virkar fullkomnlega.
Bíllinn hefur ávallt verið geymdur inni, bæði hjá fyrri eiganda og einnig hjá mér og ber hann þess glögglega merki. Örlítið steinkast er að framan eins og vera ber, pínu rispa á aftursvuntu eins og sýnt er á myndum hér að neðan og ein örlítil Hagkaupsdæld.
Bíllinn hefur ávallt verið þjónustaður af BMW umboðum, fyrst í Nurnberg og síðar hjá mér og fylgir honum fullkomin þjónustubók frá upphafi.
Lítið sem ekkert er að finna að bílnum, allt virkar sem skyldi, sóllúga sem air con og gluggar. Það er ekki annað að sjá en að gamli maðurinn hafi einungis notað bílinn til að fara í mjólkurbúðina þar sem hvorki sér á innréttingu né er að finna að aðrar hurðir en bílstjórahurð hafi verið opnaðar. Í skotti er 16” varadekk á felgu, verkfærakassinn í skottloki er næstum því fullur, læsingarboltar eru á felgum, nær ónotuð Fulda (ársgömul) vetrardekk fylgja með bílnum auk þess sem hann er á ágætum sumardekkjum. 6 diska geislaspilari sem virkar fínt er í skottinu ásamt orginal Business RDS útvarpi og 6 hátölurum. Kóði fyrir útvarp fylgir að sjálfsögðu með.
Einnig fylgja með bílnum 2 lyklar með fjarstýringu, einn verkstæðislykill og einn lítill plastlykill til að setja í veski.
Gírhnúðurinn var ljótur fannst mér og keypti ég því aftermarket titanium hnúð (sjá myndir að neðan) sem gerir allar gírskiptingar mun skemmtilegri að mínu mati. Hnúðirinn er lægri og þyngri en orginal og er hágæða eftirlíking af e30 M3 gírhnúð, rennur mun betur í gíra sökum þyngdarinnar. Væri súper ef settur væri sem dæmi Z3 short shifter með. Einnig á ég í pósti gír- og handbremsu leður poka, sérsaumaða eins og sýnt á mynd að neðan.
Felgurnar er orginal 16”, komu einnig á einhverjum e46 bílum, það sér ekki á þeim, hvorki högg nú skörð en því miður voru balanserigarlóð sett utan á í vor. Ekkert mál að laga það hinsvegar, það hefur bara ekki gerst ennþá!
Lakkið er mjög gott utan ofangreinda Hagkaupsdæld og rispu vinstra horni á aftursvuntu.
Viðgerðarsaga:
• 20/10 2006, Inspection II, skipt um alla vökva og síur, balansstangir að framan ásamt fóðringum og/eða legum!
• 01/03 2007 er skipt um vatnslás og viftukúplingu
• 19/05 2007 er skipt um mótor í spegli farþegamegin ásamt því að skipt er um mótor í farþegahurð fyrir læsingu.
• 06/06 2007 er síðan skipt um kúplingu og vatnskassa ásamt því að settur var nýr kælivökvi á kassann.
Taka skal fram að þetta er allt gert með orginal BMW hlutum og hjá BMW umboði. Einnig á ég orginal blettunarkit, glært og Avus blátt. Auk þess á ég að eiga í pöntun OEM M3 front lip og ef það sýnir sig fylgir það að sjálfsögðu með.
Bílinn fer í olíu- og síuskipti fljótlega og gert verður við eitthvað ef eitthvað finnst.
Nótur fylgja að sjálfsögðu fyrir öllu. Ég held þetta sé allt og ég sé ekki að gleyma neinu, finnst samt eins og ég sé að því. Set þá inn síðar ef manst.
Bíllinn eyðir lítilli sem engri olíu og reykir ekki. Bensínnotkun er ca. 10-12 lítrar innanbæjar og 7-10 lítrar utanbæjar miðað við akstur á 130-160 kmh. meðalhraða.
Myndir:
Hér sést rispan að aftan:
Gírhnúðurinn:
Gírhnúður ásamt leðurpoka:
Neðstu myndirnar eru nota bene ekki af bílnum heldur sýna samskonar hnúð og gírpoka.
Allt í allt mjög góður og mikið endurnýjaður, orginal bíll sem gæti dugað heillengi í viðbót.
Allt bullerí vinsamlegast afþakkað en fyrirspurnir og annað vinsamlegast í einkapósti hér innandyra eða pr. e-mail á
bmwe36323i@gmail.com
Einungis er um staðgreiðslu að ræða!
Þakkir
G