| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| SELDUR E34 525i M50 5 gíra https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=25407 |
Page 1 of 2 |
| Author: | saemi [ Fri 02. Nov 2007 18:43 ] |
| Post subject: | SELDUR E34 525i M50 5 gíra |
Til sölu er þessi eðalbifreið. UV-927, 1991 árgerð af 525i. Fyrsta skráning 1991 Innfluttur frá Þýskalandi 2000, lítið ryðgaður á undirvagni, sem og annarsstaðar. Bremsurör óryðguð og sílsar í fínu standi. Ekinn 178.000KM Og þá er það búnaðurinn: Dökkbrúnt leður að innan, "comfort" sæti, armhvílur að framan. Sólgardína í afturglugga (original) Leðurklætt sportstýri, M-tec II Leðurgírhnúður Rafmagn í rúðum (framan og aftan) Samlæsingar ABS 5 gíra Topplúga (rafdrifin) Nýjir afturdiskar og klossar Nýjar fóðringar að aftan! Nýtt hitaelement fyrir miðstöðina. Glænýttt sem kostar $$$$ ! Allt hreinsað í leiðinni og nú er bara unun að hafa miðstöðina á Bíllinn er mjög góður í akstri, finnst ekkert að honum. Ég er nýbúinn að taka standsetningu á honum. Nýsprautað frambretti og bílstjórahurð að hluta. Eina sem hrjáir bílnum eru Hagkaupsdældir hér og þar.... annars væri hann alveg megablingbleng í útliti. Samkvæmt fyrri eigenda eru nýlegir demparar og vatnskassi í bílnum. Selst með fulla skoðun, nýskoðaður. Það sem var sett út á í aðalskoðun var gat á aftasta hljóðkút ásamt sætisbeltafestingu. Skipt um sætisbeltafestingu, skipt var um kút og pústupphengja löguð í leiðinni. Í bílnum er forhitari (Calis), þannig að hægt er að plögga honum í samband og þá er bíllinn heitur og fínn þegar hann er ræstur í kuldanum. Er á 16" álfelgum í góðu standi, M5 E39 look, og heilsársdekkjum sem eru svona allt í lagi. Nýlegt Panasonic CD tæki, fylgir með. Bíllinn stendur venjulega í Ferjuvogi fyrir þá sem vilja berja hann augum. Verðið er 370.000.- Sæmi - 6992268/smu@islandia.is |
|
| Author: | saemi [ Mon 05. Nov 2007 00:45 ] |
| Post subject: | |
Ætlar ekki einu sinni neinn að segja neitt slæmt hérna ...... |
|
| Author: | Sezar [ Mon 05. Nov 2007 00:51 ] |
| Post subject: | |
saemi wrote: Ætlar ekki einu sinni neinn að segja neitt slæmt hérna ......
"Shadowlina hann mar"......ein týpísk |
|
| Author: | siggik1 [ Mon 05. Nov 2007 00:58 ] |
| Post subject: | |
er þetta læst ? og smá forvitni, hvernig virkar þessi hitari, þarf að það að ganga fyrir rafmagni ? |
|
| Author: | saemi [ Mon 05. Nov 2007 10:55 ] |
| Post subject: | |
Ertu að meina læst drif? Ef svo er þá er svarið nei. Þessi hitari er eins og ég sagði, þannig að þú stingur bílnum í samband (já við rafmagn) og þá hitar hann vélina upp fyrir ræsingu. |
|
| Author: | Kristjan [ Mon 05. Nov 2007 13:39 ] |
| Post subject: | |
Er þetta dýr viðgerð til að losna við móðuna. |
|
| Author: | saemi [ Mon 05. Nov 2007 13:48 ] |
| Post subject: | |
Kristjan wrote: Er þetta dýr viðgerð til að losna við móðuna.
20-30 þús með efni myndi ég segja á verkstæði. En eins og stendur þarna þá selst bíllinn með þessu í lagi eða þetta dregst af uppsettu verði. |
|
| Author: | saemi [ Thu 08. Nov 2007 22:06 ] |
| Post subject: | |
Búið að fá fulla skoðun á gripinn, skipta um hitaelement (glænýtt $$$$$) og allt í standi! Ætlaði að setja stóru aksturstölvuna í bílinn en það virkaði ekki |
|
| Author: | xtract- [ Thu 08. Nov 2007 22:10 ] |
| Post subject: | |
örugglega fínasti bíll, verð bara að segja að auglýsingarnar þínar eru til fyrirmyndar.. |
|
| Author: | srr [ Thu 08. Nov 2007 22:28 ] |
| Post subject: | |
xtract- wrote: örugglega fínasti bíll, verð bara að segja að auglýsingarnar þínar eru til fyrirmyndar..
Flugmaðurinn kann þetta, hann er með áralanga reynslu Það væri gaman að komast að því hvað Sæmi er höfundur margra þráða í "Til sölu - BMW" síðan 2002 þegar spjallið hér byrjaði |
|
| Author: | Steinieini [ Thu 08. Nov 2007 23:12 ] |
| Post subject: | |
E34 eru ekkert smá þægilegir vetrarbílar. Leður, armpúði og læti Ég hefði pottþétt látið vaða á þennan ef ég hefði haft aðeins fleirri spírur til umráða edit: sá sem kaupir hann: vinsamlegast massa framhurðina hægra meginn ! |
|
| Author: | saemi [ Thu 08. Nov 2007 23:50 ] |
| Post subject: | |
Já, það þarf að massa hann aðeins til helst. Smá stroka þarna á hurðinni farþegamegin. Gott að einhver kann að meta auglýsingarnar hjá manni Svo sá ég líka núna áðan þegar ég var að skipta um elementið að það er svona venjuleg heimilisinnstunga inni í bílnum farþegamegin. Það er greinilega tengt hitadæminu, maður getur verið með hitablásara inni í bílnum, tengt hana við 230V inni í bílnum og þá er bíllinn heitur og fínn að innan þegar maður leggur í hann! |
|
| Author: | aronjarl [ Fri 09. Nov 2007 00:57 ] |
| Post subject: | |
verst að ég náði ekki að kaupa þennan. flottur bíll maður.!! 190 hö beinsk.! |
|
| Author: | saemi [ Sat 10. Nov 2007 21:41 ] |
| Post subject: | |
Bíllinn er þvílíkt góður núna, var að þrífa og sjæna. Stendur við Ferjuvog, um að gera að renna við og kíkja. Verður meira að segja opinn á morgunn svo hægt er að kíkja inn í hann Alveg fullkominn vetrarbíll, fyrsti bíll, aukabíll, ... |
|
| Author: | Benzari [ Sat 10. Nov 2007 21:52 ] |
| Post subject: | |
En það er rigning á morgun |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|