bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 14:30

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 15. Oct 2007 16:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Jæja, ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að selja gullmolann eða ekki. Núna eru nokkrir að auglýsa eftir svona bíl svo kannski er ágætur tími til að skoða málið núna.

BMW 323i Coupe
Skráður mars 1996
Svartur
BSK
Topplúga
Skoðaður '08
3 eigendur frá byrjun
Ofl.

Verð staðgreitt: 700.000 (engin skipti)
- Áhugasamir hafið samband í ep.

Nánar um bílinn
Bílinn er ég búinn að eiga í 4,5 ár og er þriðji eigandinn að honum. Fyrstu 70k km var bíllinn í Þýskalandi svo flutti fyrriverandi eigandi bílinn heim og keyrði hann 52k km þegar ég svo keypti bílinn. Fljótlega eftir það tók ég bílinn með mér til Frakklands í tvö ár þar sem ég bætti um 60k km á hann og í dag er bíllinn ekinn 191k km, þar af einungis um 60k hér heima.

Ég hef dekrað við hann allan tímann, ekki með uppfærslum heldur 100% viðhaldi. Allir varahlutir hafa verið OEM og viðhald verið hjá BMW í París & Reykjavík (og ég sjálfur). Hér er upptalning á því sem ég er nýlega búinn að skipta um, ég man alveg örugglega ekki allt. Ég eyddi miklu púðri í að losna við titringsvandamál í bílnum og skipti um óþarflega mikið. En það er í staðinn ekki vottur af titringi í bílnum.

Viftukúpling
Vatnsdæla
Vatnslás
Kerti
Legur að framan
Bremsudælur að framan
Nýlegir diskar og borðar að framan & aftan
Nýir OEM demparar að framan & aftan
Allar fóðringar að framan
Spindilkúlur
Stýrisendar
Nýr flex diskur
Nýr rúðumótor vinstra megin
Nýr rafgeymir
Nýleg Michelin Aplin vetrardekk
Nýr stýrishnúður
Bætti við armpúða
Nýjar mottur
ofl. ofl.
Svo að sjálfsögðu annað reglulegt viðhald eins og olíuskipti, skipt reglulega um kælivökvann og allan vökva á bremsukerfinu. Hef líka látið skipta um olíu á skiptingunni.

Kannski eitt sem er gott að taka fram. Kúplingin er orginal. Það er enn nóg eftir af henni svo best sem ég veit og það segir allt sem segja þarf um hvernig hefur farið með þennan bíl að það er enn orginal kúpling í honum.

Hér eru nokkrar myndir og svo linkur á „bílar meðlima“ þráðinn:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=1414

Image
Image
Image

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Last edited by jonthor on Tue 16. Oct 2007 15:12, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 15. Oct 2007 21:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Mega potential í þessum bíl. Bara flottur.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: 323
PostPosted: Mon 15. Oct 2007 23:06 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 11. Apr 2003 11:03
Posts: 235
Og hvað á fá sér í staðinn :!:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Oct 2007 07:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Ég get alveg staðfest að hugsað hefur verið mjög vel um þennan bíl enda er hann mjög þéttur og góður. Topp eintak!

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 122 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group