bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bmw 318ia e36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=24429
Page 1 of 1

Author:  Benzo [ Wed 19. Sep 2007 09:14 ]
Post subject:  Bmw 318ia e36

Tegund: Bmw 318ia e36

Argerð: 1996

Orkugjafi: Bensín

Vélarstærð: 1796cc

Skipting: Sjálfskipting (s) sport (e) man nú ekki alveg og (m) manual

Ekinn: 181000. kílómetra

Drif: Afturhjóla

innfluttur notaður frá þýskalandi 1999 ekinn þá 77000. þjónustubók frá 77100 kílómetrunum.

bíllinn er útbúinn leðri topplúgu armpúðum framí og aftur ljósum 3 framí fyrir ofan spegilinn og 2 aftur í til hliðar frá hauspúðunum.

bíllinn er blár. (Montreal Blau) minnir mig með inpro chrome framljósum +angel eyes. glær stefnuljós framan og hliðunum, kastarar. ekki langt síðan framstuðarinn, stykkið undir ljósunum og kringum nýrunum, sýlsarnir, speglarnir og afturstuðarinn var sprautað. nýtt húdd því fáviti á breyttum econoline ákvað að skilja eftir sig ummerki og skemmdi húddið og ég fór fram á nýtt húdd. en svo er ekki langt síðan restin af bílnum var mössuð. 2 mánuðir c.a.

það sem ég hef þurft að gera síðan í 135 þúsund km:

smur á 7500km fresti.
bremsudiskar og klossar að framan. og borðar að aftan og fljótlega skálarnar.
1x spyndilkúla og 4 stykki bremsuslöngur.
vatnsdæla, vatnslás, viftukúppling, rafgeymir, kerti, bensíndæla, stýrislás og sviss, og handfangið á bílstjórahurðinni brotnaði innan frá og þurfti að kaupa nýtt stykki svoleiðis 20000. ísk. og eflaust eitthvað smotterý sem ég er að gleyma.

á veturnar er bíllinn á 15" stálfelgum á væntanlega nýjum nagladekkjum í vetur. og síðan á sumrin var hann á 16" bmw Álfelgum veit ekki nafn. en núna í dag stendur hann á 17" m5 krómfelgum sem bera dekk 225/45/17 og er svona algott á honum.

í skottinu liggja leiðslur fyrir magnara og rca snúra, remote og ground. svo hinn algóði bmw sjúkrakassi allt í honum nema krítin datt í hug að prófa hana einhverntímann fyrir löngu. en svo er eitt stykki þríhyrningur (bmw eður ei) varadekk 15" stálfelga með öllu tilheyrandi sem í henni á að vera. tjakk, felgulykli og það sem á að vera. verkfærataskan í skottlokinu á sínum stað og allt í henni sem á að vera í henni.

myndir af bílnum: http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B ... _ID=160502

á ekki betri í augnablikinu, eru ágætismyndir nema það var rigning þarna en hann perlaði flott :lol:

Author:  Benzo [ Fri 21. Sep 2007 00:44 ]
Post subject: 

T.T.T

Author:  T-bone [ Tue 25. Sep 2007 18:41 ]
Post subject: 

verð í PM takk.

Author:  Benzo [ Sun 07. Oct 2007 19:18 ]
Post subject:  bmw

T.T.T

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/