bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW - 730iA - E32 - V8 [SELDUR] https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=10&t=24230 |
Page 1 of 1 |
Author: | JónP [ Tue 11. Sep 2007 02:12 ] |
Post subject: | BMW - 730iA - E32 - V8 [SELDUR] |
* Framleiddur seint 1993 en skráður sem 1994 árgerð. * Ekinn 307.xxx km. * M60B30. * Svart leður. * Rafmagn í: rúðum, sætum frammí, speglum og hiti í speglum. * Tvívirk rafdrifin topplúga. * Sjálfskiptur. * Kastarar. * Loftkæling. * Sterlingsilber metallic. * Hiti í öllum sætum. * Alpine spilari, ekkert mjög nýlegur en virkar sem skyldi. * Mjög nýleg Yokohama sumardekk á 15" original felgunum. * Glær stefnuljós að framan. * Innfluttur frá Þýskalandi einhvern tímann keyrður rétt undir 200.000 km. * Hef tvisvar mælt eyðslu. Þó bara á langkeyrslu og var hún á milli 10 og 11 lítrar. Viðhald og annað: * Ný framrúða. * Nýlegur vatnslás. * Nýir diskar og klossar að framan (eitthvað brembo stuff). * Nýlegir klossar að aftan. * Ekki langt síðan skipt var um vökva og síu á skiptingu . * ipod snúra leidd fram út um hanska hólfið. Mjög þægilegt. Það sem setja mætti út á: * Ryð á sumum stöðum, aðallega fyrir neðan lista á hliðum. * Vantar 1/3 af lippinu á framstuðaranum eftir árekstur við tófu. * Stöðuljós (eða hvað sem þetta er kallað að aftan) sprungið. * Aðalljósaperulugt bílstjóramegin er með nokkrar sprungur. * Ekkert útvarpsloftnet (slæm skilyrði úti á landi). * Dæld á annarri afturhurðinni. Ekki lakkskemmd þó. * Sprungin pera sem lýsir upp bensín- og hraðamæli í mælaborðinu. * Virðist leka smurolíu. Ég þarf að bæta á öðru hverju. Ekkert svo oft. * Gæti verið gat einhversstaðar á pústi. Hljómar þannig. Þessi bíll keyrir vel, skiptir vel og bremsar vel. Ekki mikil fegurðardís kannski en ef einhver getur sætt við sig það þá er hægt að íhuga þennan. Losna þarf við einhver atriði í listanum til að fá 08 skoðun en ekkert öll þó langskemmtilegast sé að hafa allt í lagi. Hann hefur aldrei bilað þannig séð hjá mér. Aldrei verið stopp með hann. Viðbragðið er ekkert svaðalegt frá 0 km hraða en frá svona 60 og uppúr er hann nokkuð sprækur. Bílnúmer er NO-069. Skoðaður 07. Læt eina mynd fylgja með. Eini munurinn er að hann er með glær stefnuljós að framan núna. ![]() Verðhugmynd 180 þús Einnig gæti verið möguleiki á að taka einhverjar "druslur" upp í sem eru sparneytnar og eru skoðaðar 08 allavega. Þá er ég að tala um bíla sem ekki kosta meira en 50 þús. Endilega komið með fyrirspurnir, tilboð eða einhverjar skiptivangaveltur í PM. eða síma 8489852 eftir 15:00 á daginn. |
Author: | Alpina [ Tue 11. Sep 2007 07:15 ] |
Post subject: | |
hehe 306.xxx það er ágætt |
Author: | Sezar [ Tue 11. Sep 2007 09:12 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: hehe 306.xxx
það er ágætt Iss! Rétt búið að tilkeyra hann ![]() |
Author: | skaripuki [ Tue 11. Sep 2007 09:23 ] |
Post subject: | |
þú ert ekki beint að gefa hann en allavega bíð 25 þús |
Author: | JónP [ Tue 11. Sep 2007 13:23 ] |
Post subject: | |
Hehe já aksturstalan er kannski há en ekki alltaf hægt að miða ástandið út frá því. (skaripuki) Endilega eigðu þennan 25 þús kall ![]() |
Author: | JónP [ Tue 25. Sep 2007 12:40 ] |
Post subject: | |
TTT Aðeins breytt aksturstala og búinn að skipta um aðalljósaperu. ![]() |
Author: | JónP [ Thu 27. Sep 2007 09:43 ] |
Post subject: | |
TTT komin verðhugmynd... |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |