Þar sem verkfræðinámið byrjar í næstu viku, þá er þessi loaded moli til sölu. 530 dísel, silfurgrár árg. 2002, ekinn 105. þús. og með öllu nema regnskynjara

Innfluttur af Smára í Hamborg (þarf ekki að segja meira, hann flytur aðeins inn mola) fyrir einu og hálfu ári síðan. 110% þjónustu bækur frá BMW í Þýskalandi og að sjálfsögðu eftir að hann lenti hér á landi.
Þetta er afskaplega vel með farinn bíll, hefur að mestu séð um að koma konunni til og frá vinnu og er því algjörlega óslitinn (hún kann ekki að spóla, drifta og hvað allt þetta heitir

). Aldrei þveginn með kústi, aðeins með svampi og bónaður reglulega. Lakk er nánast óaðfinnanlegt. Eyðir aðeins 9-10 l innanbæjar og hef séð allt niður í 5,9 l á langkeyrslu, samt verið að keyra nokkuð yfir hámarkinu...
Búnaður:
sjálfskiptur
leður
rafmagn í öllu (sæti, stýri, speglar)
glertopplúga
TV (líka á ferð)
navi
raddstýrður sími
stóra aðgerðarstýrið
tölvustýrð miðstöð
Xenon
angeleyes
rafdrifin sæti með minni (minnið virkar líka á stýrið og spegla)
PDC bæði að framan og aftan
orginal dráttarkúla (hægt að smella af)
gúmmímottur fyrir veturinn og taumottur fyrir sumarið
stöðugleikakerfi (DSC)
skíðapoki
hvít stefnuljós að aftan og á hliðum
og svo margt fleira... (sjá mynd af pöntunarblaði frá verksmiðju)
Búinn að setja "alvöru" Ipod tengi í hanskahólfið þar sem hægt er að stjórna Ipod bæði í stýrinu og á tækinu sjálfu þegar hann er í sambandi. Einnig er snúra þar til að horfa á video t.d. úr Ipodinum á AV rásinni í sjónvarpinu.
Búið að setja Alpin tuningbox sem þýðir að bíllinn er kominn úr 193 hö í 225 hö og skilar togi upp á 495Nm í stað 410Nm.
Er á 17" BMW felgum, á mjög góðum 245/45 að aftan og 235/45 að framan.
Ásett verð er 2.990 þús.
Tekið er á móti tilboðum og veittar frekari upplýsingar í síma
824-7071 eða í ep.
